Fjallkonan


Fjallkonan - 10.11.1900, Blaðsíða 4

Fjallkonan - 10.11.1900, Blaðsíða 4
FJALLKONAN. ar í Sandgerði, en mun þó ekki vera mikið skemt. Þa rak einnig upp og brotnaði upp- skipunarbátur Jóns kaupmanns Þórðarsonar. Strand? Eimbáturinn „Oddur" af Eyrar- bakka rakst á sker fyrir nokkru á Skerjtfírði og hefir verið lagt upp í Seiluna hjá Bessastöð- um, on óvíst hvoít hann yerður gerður að strandi. Fiskiþilskipakaup. Hr. Björn Kristjansfioii keypti í f. mán. 4 nýja fiskiknerri á Englandi, handa ýmsum mönnum hér: 1 handa Th. Thorsteinsson konsúl, 1 hacda Þ. J. Thor- oddsen lækni í Keflavík og 7 mönnum öðrum þar í félagi, 1 handa Nicolai faktor Bjarnasen og bróður bans Carl Bjarnasen, Kristni Magn- ússyni skipstjóra og Þórði Péturssyni, og loks hinn 4. handa þeim Birni Guðmundssyni timb- ursala, Þorsteini verzlm. bróður hans G-uðmunds- syni og Jes Zimsen verzlm. Landsyfirdómurinn hefir kveðið upp dóm í sakamálinu gegn Einari Finnssyni vegfræðingi. Héraðsdómurinn er staðíestur, að viðbættum málskostnaði við yfirdóm. Hegningin 14 daga einfalt fangelsi auk málskostnaðar. Yfirdómurinn tók það fram, að málið þætti eigi nógu rækilega upplýst, en áleit þó að það mundi árangurslaust að vísa því heim aítur. Hollenzka stjórnin bauð Kruger gamla að flytja hann til Evrópu á hollenzka herskipinu „Gelderland", en ekki var það ákveðið, hvar skipið mundi taka höfn í Evrópu. Enskustjórn- inni líkaði þetta stórilla og setti ofan í við hollenzku stjórnina og hafði jafnvei í hótunum, segja blöðin. En Hollendingar hafa engan gaum gefið því og kvíðst Vilhelmína drotning ekki taka neitt tillit til anglýsingar Roberts um að Transwaal væri ensk nýlenda, og mundi hún taka á móti Ktiiger eins og honum sómdi sem þjóðhöfðingja. Allur lýður í Hollandi fylgir þar stjórninni að máli, enda er sagt svo, að hollenzka stjórn- in hafi spurt sig fyrir hjá einhverjum af stór- veldunum um það, hvort ekki væri óhætt að taka á móti Kriiger gamla, og hafi þau stutt það rnál. Frá Búum. Kristján Wet hershöfðingi Búa hefir nú lengi hafst við í Óraníuríkinu og segja ensk blöð að þar og undir forustu hans munu vera 7—12000 Búar, sem halda áfram að gera áhlaup á Eng- lendinga. Wet hefir mist alla sonu sínaistríð- inu, og hefir svarið þess dýran eið, að hann skuli hefna þeirra grimmlega á Engiendingum. — Hvorki Steijn Óraníu forseti né Burgher Transwaais forseti, eftirmaður Kriigers gamla, hafa enn gefist upp. Þjófnaður í páfahöllinni. Nú fyrir skömmu hefir stórþjófnaður verið framinn í páfahöllinni. Var brotinn upp peningaskápur páfans sjálfs og stolið úr honum 357000 líra (líri = franki) í verðbréfum og 3000 líra í peníngum. Svo virðist sem þjófarnir hafi verið kunnugir, og er getið tii að það séu heimilisþjófar. Lögregl- unni hefit ekki tekist að ná þiófunum, en hefir gert öllum bönkum í Rómaborg og þar í grend aðvart um verðbréfin, svo líklegt er, að þjófn- aðurinn komist upp er þau verða seld. íslendinga sögur. Fleatar af þeim íslendingasögum, sem taldar eru sögalega sannar, eru nú komnar út á kostn- að Sigurðar bókaala Kristjánssonar. Síðast eru út komnar Grettis saga og Þórðar saga hræðu (hreðu). — Af hinum sannsögulegu sögum er þá eftir Bandamanna saga og ýmsir þættir. Þá er eftir að gefa út aðrar sögur, sem ekki eru kallaðar sannar, og loks er eftir að gefa út SturlUDgu. Ekki er svo að sjá, sem þessar sögur séu mikils metnar i heirokynni þeirra, þótt aðrar þjóðir dáist nú meir og meir að þeim og fleiri og fleiri fræðimenn útlendir leggi stund á þær. — íslenzkar útgáfur og þýðingar af sögunum eru stöðugt að fjölga; þó eru það e'nkumÞjóð- verjar sem skara fram úr í þessu, en eins og skýrt hefir verið frá í þessu blaði eru nú Dan- ir eiunig byrjaðir á að gefa út nýjar þýðingar af sögum vorum, og er ekki ólíklegt, að stú- dentaleiðangurinn danski í sumar hafi ýtt undir þá. Norðmenn eða Svíar eru heldur ekki athuga- lausir um þetta mál. Norska stórþingið veittí norskum bóksala siðast 20,000 kr. til útgáíu Heimskringlu, sem Norðmenn eigna sér og segja að Norðmaðurinn Snorri Sturluson hafi samið. Ferðamenn. Hér kom með Hólum Þorsteinn ritstj. Erlingsson frá Seyðisfirði og dvelur hér um tíma. Eanfremur hafa komið með strand- skipunum meðal annara R. Riis kaupm. áBorð- eyri, Kr. Gíslason kaupm. á Sauðárkrók, Lárus sýslum. Bjarnason í Stykkishólmi — kvað ætla til Kaupmaunahafnar. Þá kom og heim hing- að með Hólum af Austfjörðum Magnús dýral. Einarsson. Af kaupafolki flutti sá bátur suður hingað í þessari ferð á 4. hundrað manna. Margt manna kom og með Skálholti og nokkuð með Vestu. Strandferðaskipin ö!I 3: Vesta Hólar og Skálholt, komu á sama sólarhringnum 4.-5. þ. m., orðin nokkuð á eftir áætlun, Hólar rétta viku; höfðu (Hólar) farið vestur á Blönduós að sækja kjöt. Hólar og Skáiholt fóru 7. þ. m. héðan til Noregs. En Vesta liggur hér veður- föst. FJALLKONAN 1901, Nýir kaupendur að Fjallkonunni 1901 fá í kaupbæti: Þrjú sérprentuð sögusöfn blaðsins í allstóru broti yfir 200 bls., meðan þau hrökkva, með mjög mörg- um skemtisögum. Enn fremur einhvern eldri árgang blaðsins eftir samkomulagi. Ekkert íslenzkt blað býður þvílíka kosti. Framhald verður á innlendum sögum, sem ekkert annað blað getur boðið, með því að þær eru hvergi til nema hjá útgefanda blaðsins. Lýsing Reykjavíkur um aldamótin getur ekki kom- ið fyrr en eftir nýár, vegna þess að enn vanta mynd- ir, sem þeirri ritgerð eiga að fylgja. Útlendar sögur verða og stöðugt í blaðinu. Framhald verður af Alþingisrímunum eða kveð- skap í svipuðum anda. Fyrir 1 kr. geta kaupendur nú fengið blaðið um hvern ársfjórð- ung, með ýmsum hlunnindum, eftir samkomulagi. Gamlar bækur. Ég kaupi: Allar gamlar bækur, bæði inn- lendar og útlendar, sem eru prent- aðar fyrir 1601 (að undanskildri öuð- brandsbiblíu) fyrir afarhátt verð. Allar íslenzkar bækur frá tíma- bilinu 1601—1700 fyrir hátt verð. Allflestar bækur frá tímabilinu 1700—1800. Þó kaupi ég ekki sum- ar „guðsorðabækur" frá Hólum frá síðari hlut 18. aldar. Allflestar bækur frá Hrappsey. Nálega allar prentaðar rímur (og rímur frá Hrappsey fyrir hátt verð). Allflestar bækur veraldlegs efnis Bem prentaðar eru í Reykjavík fram að 1874. Allflestar bækur sem Páll Sveins- son gaf út í Kapmannahöfn. Flestar bækur veraídlegs efnis sem prentaðar eru á Akureyri fram að 1862. Valdimar Ásmundsson. 1. Paul Liebes Sagradavin og Maltextrakt með kínín og járni hefi eg nú haft tækifæri til að reyna með ágætum árangri. Lyf þessi eru engin leynd- arlyf (arcana), þurfi þau því ekki að brúk- ast í blindni, þar sem samsstning þessara lyfja er ákveðin og vitanleg. Sigradavínið hefir reynst mér ágætlega við ýmsum maga- sjökdómum og taugaveiklun, og er það hið eina hægðalyf, sem eg þekki, er verkar án allra óþæginda, og er lika eitthvað hið 6- skaðlegásta lyf. Maltextraktin raeð kinín og járni er hin bezta styrkingarlyf, eins og efnin benda á, hið bezta lyí gegn hvers konar veiklun, sem er, sérstaklega taugaveiklun, þreytu og lúa, afleiðingum af taugaveiki, þróttleysi magans o. s. frv. — Lyf þessi hefi eg ráðlagt mörg- um með bezta árangri og sjálfur hefi eg brúk- að Sagradavínið til heilsubðta, og er mér það ómissandi lyf. Reykjavík 28. nðv. 1899. L. Pálsson. Einkasölu á I. Paul Liebes Sag- radavíni og Maltextrakt með kínín og járni fyrir ísland hefir undir skrifaður. Útsöiumenn eru vinsam- lega beðnir að gefa sig fram. Eeykjavík í nóvember 1899. Björn Kristjánsson. MIEEIESnESQSSQHESEEHHsaS: Ullarband, ágætt í nærföt, mógrátt, tvinnað og þrinnað er til sölu í Þingholtsstræti 182. Vottorð. Mörguin árum saman hefi ég þjáðst af taugaveiklun og melt-^ ingarvandkvæðum og hefi ég reynt &J ýms ráð við því sem ekki hafaí dugað. En síðan ég fyrir ári fói í ið reyna hinn veraldfræga Kína- í iífs-elixír, sem hr. Waldemar Pet-|i arsen í Frederikshavn býr til, get | ég borið það með ánægju, að Kína iífs-elixír er hið bezta og örugg „. asta lyf við alls konar taugaveíkl- ;*j un og veikri meltingu, og mun ég| aéðan af taka þennan ágæta bittei ;*; fram yfir alla bittera aðra. | v Reykjum. g Pvósa Stefánsdóttir. 1 Kína lífs-elixírinn fæst hjáK |íleHtum kaupœönnum á íslandi. Til þess að vera viss um, aðE fá hinn ekta Kína-lífs-elixír, eruK kaupendur beðnir að líta vel eftir^ því, að vfp' standi á flöskunum í'*; grænu lakki, og eins eftir hinu-a skrásetta vörumerki á flöskumið- ^num: Kínverji með glasáhendi og firæanafnið Waldemar Pet-ö erseu, Nyvej 16, Kjöbenhavn. Blómsturlauka (hyacinthus) á 40 aura stk., selur Einar Helgason Laufásveg 6. K'OO ®i<X>t 8 KXX ® ?C<x ®'® "00" ® i<x>h © "0O( ® hCx>0 Meö jVesta' komu fallegu stólarnir með rósinni Ben. S. Þórarinsson. Útgefaudi: Vald. Ásmandarson. Félagsprentsmiðjan.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.