Fjallkonan


Fjallkonan - 19.11.1900, Blaðsíða 1

Fjallkonan - 19.11.1900, Blaðsíða 1
Kemur úteinn sinni í viku. Verð árg. 4 kr. (erlendis 5 kr. eða l'/a doll.) borgist fyrir 1. júlí (erlendis fyrir- fram). ±J BÆNDABLAD Uppsögn (ukrifleg)bund- in við áramöt, ógild nema komin sé til út- gefanda íyrir 1. oktð- ber, enda hafi hann þá borgað blaðið. Afgreiðsla: Þing- holtsstrœti 18. VERZLUNARBLAÐ XVII. árg. Reykjavík, 19. nóvember 1900. Xr. 45. Landsbankinn eropinn hvern virkan dag kl. 11—S.Banka- stjðrnin við kl. 12—1. Landsbókasafnið er opið hvern virkan dag kl. 12—2 og einni stundu lengur til kl. 3 md., mvd. og Id. til útlána. Forngripasafnið er í Landsbankahúsnu, opið á mið- vikudögum og laugardögum kl. 11—12 f. m. Náttúrugripasafnið er í Doktorshúsinu, opið á sunnu- dögum kl. 2—3 e. m. Ókeypis lækning á spítalanum á þriðjudögum og töstu dögum kl. 11—1. Ókeypis tannlœhning í Hafnarstræti 16, 1. og 3. mánu- dag hvers mán., kl. 11—1. Þjóðin í Bandaríkjunum, i. Það er misjafn sauðar í mörgu fé á fólks- flutningaskipunum, sem til Ameríku ganga. Hinir afarmiklu úthafsbeljakar leggja varla á stað úr enskri höfn eða þýzkri, svo að ekki sé að minsta kosti kvígildi af þjóðflokkum innan- borða, og er þar &llgóð ímynd þeirrar „þjóðar", sem á si'ðari tímum hefir tekið sér bólfestu í Bandaríkjunum í norður-Ameríku. Innflutuinginum til Bandarikjanna má skifta í 3 tímabil: tímann fyrir frelsisstríðið, tímann eftir frelsisstríðið til miðrur 19. aldar, og tím- ann eftir það. Fyrstu útlendingar, sem tóku bóifestu í Banda- ríkjunum, voru Spánverjar og Frakkar; þeir settu á stofn hina fyrstu borg í Anieríka og hétu hana eftir hinum heilaga Agústínó (St Augustine í Florida). Það vóru Spánverjar, sem bygðu hana fyrst nm 1570. Litlu síðar nam Walter Raleigh Virginiu, og leituðu þang- að smámsaman menn af heldri stéttum Eng- lands. Þar næst komu „pílagrímafeðurnir" — þeir vóru líka enskir að uppruna, og settustað í Nýja-Englandi. Síðar komu kvekararfráEng- landi, og Hollendingar og Svíar, sem tóku sér bú í Pennsylvaníu, New-York og New Jersey. Það var þó ekki mikill mannfjöldi, sem flutti til Bandaríkjanna á þessum tveimur landnáms- öldum, og vóru það að mestu leyti Englending- ar, Hollendingar og Frakkar; var þá ennheld- ur fáment af hvítum mönnum í Bandaríkjun- um, lítið yfir 2 miljónir. Ekki var heldur mik- ill innflutningur til Ameríku næstu áratugi, en eftir 1825 fer innflutningurinn stórum að vaxa, og um miðja öldina er innflutningurinn orðinn meiri en nokkurn gat órað fyrir. Auk þeirra þjóðflokka, er áður er getið, komu nú Þjóðverjar og írar til sögunuar. Gullfundurinn í Kaliforníu ýtti mikið undir vesturförunum. Fyrsta árið eftir að gullið fanst (1849) hljóp tala innflytjenda upp í 300,000, og næstu 50 árin (til 1890) hpfir þessi straumur haldist. Hæstri tölu náðu útflutningarnir 1882; þá fóru 788,992 vestur. Á árunum 1841—1890 fluttu 13 miljónir Evrópu manna til Ameríku. Þar af voru Þjóðverjar um 4V2 miljón og írar fullar 3 milj., en Norðurlandamenn rúm 1 milj. En úr öllum Evrópu löndum hefir fólkið kom- ið, frá Knöskanesi til Balkanskaga, og frá Bre- tagne til Úralfjalla, þó það hafi ekki orðið fyrr en síðustu árin, að stórhópar af Eússum, Ung- örum, ítölnm og öyðingum fóru að flytja til Ameríku. Þegar hér við er bætt innflytjendum frá Asíu, miklum fjölda Kínverja og Japams- manna, og svo ölluin svertingjum, Iudíánum og kynbiendingum, þá sést, hvernig þjóðin í Ame- ríku er saman sett. I Biöjiö ætíö um: OTTO MONSTEDS danska smjörlíki, sem er alveg eins notadrjúgt og bragðgott og smjör. Verksmiöjan er hin elzta og stsersta í Danmörku, og býr til óefaö hina beztu vöru og ódýrustu í samanburöi við gæðin. Fæst hjá kaupmönnunum. En eins og aðkomuþjóðirnar í Ameríku eru af ýmsum uppruna, eins eru þær ólíkar að mentun og lífsstöðu. — Af þeim sem fluttu til Ameríku 1890 vóru 139,365 óbreyttir verka- menn, sem ekki höfðu lært að fara með önnur áhöld en pál og reku; 29,296 vóru Iandbænd- bændur, 28,625 vóru verkamenn og vinnukon- ur. Af iðnaðarmönnum vóru 3776 trésmiðir, 3,879 skraddarar, 3745 námamenn, 3653 verzl- unarmenn og skrifarar. Jafn-mikill munur er á mentun innflytjenda. Þeir eru vísindamenn, og þeir eru sumir hvorki læsir né skrifandi. í almennri uppfræðslu standa Portúgalsmenn lægst. Ólæsir og óskrifaudi eru: af Portúgalsmönnum . . 67,35 °/0 — ftölum......52.03 — — Balkanskagamönnum . 45.68 — — Ungörum.....37.69 — — Rússum.....36.42 — — Austurrikism. . . . 32.70 — — Spánverjum .... 8.71 — — írum......7,27 — — Finnum.....3.58 — — Frökkum ..... 3.50 — — Englendingum . . . 3.49 — — Hollendingum . . . 3.38 — — Skotum.....2.83 — — Þjóðverjum .... 2.49 — — Norðmönnum . . . 1.02 — — Svíum......0.74 — — Svissum.....0.60-- — Dönum .....0.49 — Þessi afarmikli fólks-innflutningur hefir leitt af sér margt sem kemur undarlega fyrir sjón- ir. í New-York eru fleiri Þjóðverjar en í nokk- urri borg á Þýzkalandi, að Berlín undanskil inni, og helmingi fleiii írar enn í nokkurri borg á írlandi. Þar má koma i margar smá,- borgir og stór héruð, þar sem allur þorri manna er útiendingar. Því er ástæða til að spyrja um, hvort nokkur amerísk þjóð sé í raun og veru til, eða er ekki ameriska þjóðernið, ef það hefir verið til, orðið að engu og máð af áhrifum hinna mörgu útlendu þjóðerna, og er ekki fremur á- stæða til, að tala hér um margar þjóðir sem búa í sama landi undir sömu stjórn og með sömu félagsskipun? Nei, þetta væri röng ályktun. Amerísk þjóð er til. Þær þjóðir, sem á fyrsta tímabili inn- flutninganna tóku sér bú á ströndum Atlants- hafsins, fóru brátt að álíta mannfélagið þar vestra sem eina heild, þar sem Englendingar væru aðalkjarninn. Frelsisstríðið kendi þeim síðar að taka fastara höndum saman; þar létu þeir lífið fyrir föðurlandið og oignuðst sameig- inlegar sögalegar endurminningar, sögur um hetjur og afburðamenn, minningar nm vanda- menn og syni, sem fallið höfðu í stríðinu. Á hinum tveimur næstu mannsöldrum, með- an innflutniugurinu var minstur, fekk þessi unga þjóð færi til þess að vaxa og þroska ein- keunileika sinn bæði að máli, siðum og hugs- unarhætti, og með því að ryðja sér braut lengra og lengra vestur á við. Húu hjó sér veg yfir Alleghany-fjóllin og lagði undir sig hinar víð- lendu sléttur, sem síðar vóru bygðar af iðju- sömum og duglegum landnámsmönnum, sem vóru að vísu af öðru þjóðerni, en hlutu að renna saman við hina ungu og þróttmiklu þjóð, sem bygði alt í kringum þá, og verða líkir henni í andlegum og félagslegum efnum. Þetta er rétt ályktað, og má glögglega sjá það þegar menn koma í bæi eða sveitir, þar sem íbúarnir eru útlendir að kyni, t. d. danskir eða þýzkir; þar er t. d. töluð danska eða þýzka, og í fijótu bragði virðiat svo sem maður eé staddur í Dan- mörku, en þegar betur er aðgætt sést, að það getur ekki verið. Það er eitthvað ólíkur svipur á öllu, og öðru vísi en heima, eins og sjá má öðru vísi svip á manni sem hefir verið nokkur ár í Ameriku og kemur heim i átthaga sina, en á heimaalningunum. Þsss hefir verið getið, hve mikinn þátt hinn enski kjarni átti í því að skapa amcrísku þjóð- ina. Það vóru þó ekki innflytjendur af hinum euska aðli, sem tekið höfðu sér bústað í Virgin- íu, sem mest áhrif höfðu, heldur niðjar „píl- gríma feðranna" og niðjar Hollending*. „Píl- grímafeðurnir" var sá flokkur nefndur, sem tók laud í Am6ríku22. des. 1620 áófrjósamri kletta- strönd, þar sem nú heitir Massachusetts. Það var 100 manns, karlar og konur. — Þessir menn vóru mjög ólíkir hinum öðrum landnámsmönn- um, sem þá vóru, sem einkum vóru Spánverjar. Spánverjar fluttu um sama leyti til Ameriku, og fóru víða um suðvestursvæði norður-Ame- ríku, og leituðu þar að gulli og hinni indversku „lind lífsins", sem átti að veita þeim eilífa æsku. „Pílgrímafeðurnir" flúðu úr Englandi af því þeir vóru ofsóttir vegna trúarbragða sinna. Þeir fóru því úr föðuðlandi sinu af alt öðrum hvötum, en Spánverjarnir; þeir fóru af hrein- um og göfugum hvötum: þeir hugsuðu ekki um neitt annað en að komast þangað sem þeir gætu fengið frelsi til að dýrka guð eftir eiginni sann- færingu. — Það land, sem þeir fengu var þann- \

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.