Fjallkonan


Fjallkonan - 19.11.1900, Blaðsíða 3

Fjallkonan - 19.11.1900, Blaðsíða 3
F J ALLK[ON|AN.J 3 með þegar þeim er slept út. Mátti þar með- al glæpamannanna sjá margt ófagurt andiit, en aftur vóru þar aðrir fangar sem litu mynd- arlega og göðlega út. En ekki má byggja of mikið á útliti manna, eins og kent er í mörgum málsháttum. Formaður fyrir stofnun þessari er lítill mað- ur, svíradigur með trumburóm, og var mikið af dugnaði hans látið. Það ber örsjaidan við, að menn strjúki burt af stofnuninni, en nóttina . áður en við vórum þar höfðu einmitt strokið þaðan 4 skraddarar, og sýnt af sér mikla karl- mensku. Þeir höfðu svo ekki bar á laumað stærstu skærunum með sér í klefa sinn og sett gat á múrinn með skærunurn. Hafði þurft mik- inn fræknieik bæði til að komast niður á jafn- sléttu úr klefanum. sem var hátt yfir jörð, og þó enn meiri til að komast yfir múrinn, sem er allur göddóttur að ofan. Voru gaddarnir blóð- ugir, þar sem hinir hraustu skraddarar höfðu íarið yfir. Og svo hífa þeir fráleitt fengið að njóta frelsisins nema fáeina daga. Önnur saga hafði orðið þar um veturinn á stofnuninni og var hún þannig: Einn af föngunum varð öðrum að bana og var það — eða var álitið - óviljaverk. í mis- gripum var svo kona þess, er drápið hafði unn- ið, látin vita, að maður heunar væri dauður; kom hún þegar er hún fékk skeytið út á stofn- unina og bar sig mjög aumlega. En þegar hún kemur auga á sinn ektamann á tveimuí upp- réttum, verður henni fyrst alveg orðfali; var það þó ekki af gleði, eins og vænta hefði mátt; því að fyrstu orðin er hún mælti við mann sinn hljóðuðu þannig: „Nú þú ert þá ekki dauður, svínið þitt". Jós hún síðan yfir manninn óbóta skömmum fyrir það að hann skyldi vera á lífi. Makt myrkranna. Eftir Bram Stoker. (Framh.) (Frh.). Hinn 25. Eg hefi ekki getað á heilum mér tekið eftir það sem eg hefi séð hér og heyrt. — — Eg held mér skjátlist ekki þó eg segi, að mér sýnist greifinn verða ískyggilegri með hver- jum degi. Hann er að vísu ljúfmenskan sjált^ þegar hann talar við mig, en einhver háðblær er á orðum hans og þau eru að verða meira og meira tvíræð, og þegar mér hefir stundum orðið að horfa í augu hans, hefir tillit hans skotið mér skelk í bringu. Síðan eg skrifaði húsbónda mínum og unn- ustu minni að eg yrði að dvelja hér nokkrar vikur, hefi eg ekkert bréf fengið frá honum og þegar eg hefi kvartað um það, að engin póst- brét kæmu hingað, hefir hann sagt: „Hvað hefi eg saman að sælda við urnheim- inn, gamall einstæðingur?“ sagði hann. „Hver ætli skrifi mér og hverjum ætti eg að skrifa? Hér er strjálbygt upp í fjöllunum, og vatns- flóð hafa nú brotið margar brýr og gert sam- göngurnar örðugar. Þér verðið afsaka það, ungi vinur micn, þó samgöngur vorar og ýms tilhögun hjá oss, sem við gerum okkur ánægða með, sé ófullkomnari en í miðpunkti heims- menningarinnar. Eg vona þó að samgöngurn- ar batni, þegar leysingarnar minka“. Eg sá að þetta var sennilega talað, og af því eg hafði skrifað Yilmu, að póstgöngur væru hér mjög ófullkomnar, þóttist eg vita, að hún mundi ekki undrast um mig, eða verða óróleg þó hún fengi ekki bréf frá mér. En sjálfum er mér ekki rótt; það veit guð ----Tveimur dögum eftir þ ð, er greifinn hafði verið að segja mér frá samgönguleysinu, fann eg í bóksafni hans fimm eða sex tölu- blöð af nýjum blöðum, enskum og frönskum, þar á meðal eitt tölublað af „Times“, sem vóru miklu yngri en þau blöð, sem greifinn hafði áður sýnt mér. Mér fór þá að detta margt í hug um það, að póstgöngurnar mundu alis ekki vera svo ótíðar, sem greifinn hafði sagt mér. Eg hefi líka heyrt það á honum, að hann er nákunnugur ýmsum pólitiskum viðburðum, sem eru alveg nýlega um garð gengnir. Hann kvaðst hafa frétt um þá hjá kunningjum sínum í ná- grenninu — en kynlegt er það, að þessir ná- grannar hans eru svo fréttafróðir, ef vatnsflóð og aðrar hindranir náttúrunnar tálma póst- ferðunum hingað. Svo er annað fleira. Fyrir nokkrum dögum gleymdi eg úrinu mínu í íessslnum, þcgar ég skiídi við greifann og fór að hátta. Eg fór aftur á fætur, og tók ljósið með mér. Úrið lá á borðinu og höfðu laus bréf lagzt ofan á það. Þegar ég færði þau til sá ég tvö eða þrjú innsigluð bréf og hafði greií- inn skrifað utan á þau. Eg las áritanir bréf- anna, og varð mér hverft við, er ég sá að þessi bréf vóru til mauna, sem kunnir eru um alla Evrópu fyrir afskifti sín af stjórnmálum, fé- lagsmálum og menningavmálum. Mig iangaði til að rífa upp eitthvert af þess- um bréfum, en ég þorði þó ekki að gera það. Þegar ég lagði bréfiu aftur á borðið, sá ég þar lágu líka ólokuð bréf, sem greifinn hafði verið að lesa og datt ofan yfir mig, er ég sá að þessi bréf vóru ekki nema þriggja daga gömul. Þá var engin ástæða að kvarta um tregar póstgöngur. Af hverju hefir greifinn ekki vil- jað segja mér satt um það? Nú hikaði ég ekki við að lesa bréfið sem næst mér lá. Það var á frönsku, og uudir því stóð nafn alkunnugs, manns. Bréfritarinn þakkaði fyrir afarmikla peninga sendingu, sem hann hafði feugið með heiðruðn bréfi greifans frá 16 maí — í vikunni sem leið — og kvaðst hann hafa lokið þeim erindum, sem honum hefðu verið á heudur falin í bréf- inu. Eftir ýmsar torskildar klausur, þar sem nokkrir raenn vóru nefndir að eins með upp- hafsstöfum þeirra, var niðurlag brófsins, og hljóðaði á þessa leið: „Alt er búið undir hina stóru byltingu með óþreytandi elju. Málefui vort fær nýja fylgis- menn með hverjum degi. Þeir sem eru „út valdir“ af mannkyninu hafa fulllengi stunið undir óþolandi kúgun þröngsýns og svivirði- legs meira hluta. Við erum vaxnir upp úr þessum þræla-siðareglum; og náum brátt þeim þroska að vér getum boðað frelsisboðskapinn. Heimurinn á að lúta hinum sterku“. Þetta er orðtak greifans, sem hann er sífelt að stagast á. Bréfsefnið hafði þó ekki mest áhrif á mig, né heldur hið alkunna mannsnafn, sem undir því stóð :— heldur það, að ég þóttist nú sjá, að greifinn hafði stöðugt fengið bréf og skrifað bréf síðan ég kom hingað. Eg ætlaði að fara að lesa fleiri bréf, og rak þá augun í nafn mjög alkunnugs Englendings — en þá fann ég glögt, að ég varð að fara, því ég fann að hún var á leiðinui til mín. Eg hljóp út, og tvílæsti svefaherbergisharðinni á eftir mér.----------- Mér finst sem mér sé borgið, ef ég loka að mér þessari hurð. —---------- Það var nokkrum dögum síðar, að það atvik kom fyrir mig, sem sýndi mér að ég er hér í meatu lífshættu. Eg sat og skrifaði í Iessal greifans, eins og ég hefi oft gert. Hann kom inn og heilsaði mér, og færði mér þá gleðifregn, að hann gæti nú sent mann til Bistritz, og skyldi ég nú skrifa heim, ef ég vildi. Þó eg tryði honum ekki, lét eg í ljós gleði mína yfir þessu, og stóð upp til þess að fá mér pappír og ritfæri. Greifinn sagði þá hvatskeyt. lega: „Hér er alt sem þér þurfið á að halda vin- ur“, sagði greifinn — „tíminn er heldur naum- ur“, sagði hann og lauk upp skúffu og fékk mér pappír og ritfæri. Síðan sagði hann með miklum einlægnis svip: „Póstgöngurnar hér eru seinar og 6vissar,og því væri bezt fyrir yður að skrifa þrjú brjef og með þrem dagsetningum, — eg skal biðja póstmeistarann að sjá um, að þessi bréf komist til skila í tæka tíð, svo vinir yðar fái að vita hvenær yðar er von. — Hann sá það á mér, að eg skildi ekkert í þessari tillögu bans. — „Jú“ sagði hann, „skrifið í fyrsta bréfið, að þér hafið þegar lokið störfum yðar hér og að þér munið koma heim eftír fáa daga, — skrifið í annað bréfið, að þér farið næsta dag og í þriðja bréfið já — látum okkur nú sjá — já akriflð þér í það, að þér séuð á leið til Bistritz“.- Eg starði á hann, og varð orðfall af undrun, en þá leit hann á mig með þeim svip, að eg þorði ekki að stynja upp nokkuru orði. Það dugar ekki að mæla á móti því sem hann vill vera láta, en eg er hræddur um, að hann gruni, að eg viti of mikið—og þá sleppir hann mér ekki héðan lifandi. Eg stundi upp nokkurum orðum í þá átt, að eg mur.di gera eftir því sem hann segði fyr- ir, en spurði þó hvenær eg ætti að dagsetja bréfin. Fyrsta brefið 12. júní, annað bréfið 19. júní og þriðja bréfið 22. júni. Mér fanst sem eg væri dæmdur til dauða, en skrifaði þó eins og hann mælti fyrir. ISLENZKUR SÖGUBÁLKUK. Æfisaga Jóns Steingrímssonar, prófasts og prests að Prestsbakka. [Eftir eiginhandr., Landsbökas. 18‘f, 4to]. Þetta stapp stóð yfir í 4 ár, og gengu skrif á báðar síður á milli vor, svo Ijót og skensfall frá þeim, að eg hirði ei nm, þó enn séu óförguð, að þau sjáist eftir minn dag, þar þessir tveir góðir vinir mínir áttu í hlut, hverra æru en engri vanvirðingu eg er skyldur uppi að halda. Eg tek þar einasta til, að þeir sleptu að jagast við mig í orði og verki. Deir gátu ei annað en yfirbevísast um sannleika í skrifum mínum til þeirra, en tvöfalt og jafn- vel meira en tollinum svaraði gerði eg fátæknm gott í sveitinní. Þ6 vildu þeir ei þar fyrir láta kapp sitt. Taka það nú loksins fyrir sig 1774, um veturinn, að þeir sam- an safna höfuð-mannfjölda í Mýrdalnum, af þeim sem verið höfðu hreppstjórar, vinnustrákar cða stelpur á Felli, ásamt nokkrum kjöftugum kerlingum, Bom höfðu blygð- unarlausan munn að tala ýmsa hluti. En vissum skyn- ugum mönnum sem ei sízt vissu hvernig til hafði geng- ið með greindan toll, sneiddu þeir hjá af ásettu ráði. En hinum flokknum stefndu þeir að vitna undir eið og fals- málsbætur, að greindur tollur væri virkilegt jarðargjald af Fellinu, og hefði verið af því árlega goldinu með skyldu, mann eftir mann, og hvað hár hann ætti að vera, með öðru fleira. Þegar nú þessi þeirra umgangur komst á Ioft, voru hæglega teljandi þeir sem nokkuð líknar liðs eða sannenda mæli vildu unna mér, heldur var eg lagð- ur út af alþýðunni fyrir einn ókristilegan klerk, og ei væri von á öðru en eg kollsteyptist í alla óhamingju í so vöxuu máli. — Upp úr þessum ófjötrum blandaeghér í til gamans einni lítilli frásögu: — Einn fagran sunnu- dag bar mér að embætta á Sólheimum en hreppBtjóranna vitnaleiðsla átti að vera daginn eftir. Að aflokinni em- bættisgerð tekur sig saman bændailokkur, þar saman kominn í einn hnapp fyrir framan kirkjudyr, og er að ráðslaga um þetta tolls mál og sína vitnisburði, sem hljóti að falla mér á móti. En eg er inn í kirkju og fátt af kvenfólki. Út til þeirra og mitt í þeirra flokk gengur ein guðhrædd og fróm kerling, sem hét Þorbjörg Björns- dóttir. Hún réttir sig upp af staf sínum, bendir honum upp í loftið til þeirra og segir: „Þið þykist sækja eftir réttu máli, og eruð famir að gefa ykkur í flokk að vitna um preBt ykkar með þeim sem vilja hafa hann afhemp- unni. En takið þið nú eftir því — svo stendur guð með honum, að hvorki auðnast ykkur né öðrum að ná henni af honum; ofsótt geta Mýrdælingar bann eins og alla sína presta, so hann neyðist til að fara í burtu frá ykkur, ein8 og verða mun“. Gengur svo frá þeim og kveður þá með þessu versi: Öll svikráð manna og atvik ill ónýtir drottinn þá hann vill“ etc. Hér við sneyptust þeir so, því kerlingin talaði með

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.