Fjallkonan


Fjallkonan - 19.11.1900, Blaðsíða 4

Fjallkonan - 19.11.1900, Blaðsíða 4
4 FJALLKONAN. fullum áhuga og djörfung til þeirra, að þeir anautuðu í burtu þegjandi og töluðu ekkert orð, hvorki til kerl- ingar, mín né annara, og þeir fengu þar af soddan *ftir- þanka, að þeir létust vera veikir og fórn ei á þingið dag- inn eftir. Þann dag fell yfir eitt það sterkasta móldviðri af snjó; fðr þar hvort eftir öðru, veður og vitnatektir. Þar heyrði hver til annars, og þar bar hver eftir öðrum, að toliur- inn væri jarðargjald. Þar var engum viðkomandi til ítefnt, sem átti að vera forsvar jarðarinnar, hvers afgjalds hluta þeir vildu þó ná. Einasta buðu þeir mér, ef eg vildi vera við og heyra þeirra vitnanir. En ei óBkuðu þeir eftir nokkrum skjölam eða riktngheitum frá mér. Eg sendi þó þangað mann, sem ekkert var sint, því orð og afsökun gilti engin í þessum stað. Auðveldlega sést, hvernig eiðum og vitnisburðum þeirra manna var þar háttað, sem nú sóru tollinn bæði 60 áln. og jarðargjald, en vissu þó ekkert til nm grundvöll hans. Einasta skrifa eg hér útkast af bréfum okkar sýslu- mannsins, sem hver skrifaði öðrum til, sem sýna með að- gætni hversu reglulega að framgengu lagasakir á þeirri tíð i Mýrdalnum; ásamt sýna þessi bréf gáfur okkar beggja, sinnis hátt og kærleika, sem átti að vera milli þessara æðstu yfirvalda sýslunnar. Yegagerðir. Tömas Petersen vegameistari vann að aðgerð á Flóaveginum og stóð fyrir vegabót á Hellisheiðarveginum í Fóelluvötnum. Hann byrjaði 28. maí í Fóelluvötnum. Þar var hlaðinn upp vegur á kafla, sem var algerlega orðinn ónýtur; vegur þessi var hlaðinn fyrir hér um bil 12 árum undir forstöðu Hovdenaka, og hefir aldrei verið gert við hann neitt að mun á þeim kafla. Við þessa vegagerð vóru 10 manns og 8 vagnhestar, kaup verkamanna kr. 2,50—3,30, og hestaieiga 60 au. um daginn. Þessi vegagerð kostaði 1,175 kr. Eftir það vegabótinni var lokið í Fóelluvötn- um, sem hætta varð við, af því bráða nauðsyn bar til að gera við Flóaveginn, fórTómas Peter- sen austur þangað til þess að bera ofan í hann. Var byrjað á því verki 9. júlí, og hætt 3. okt. Borið ofan í veginn, og alt lausagrjót sem stóð upp úr veginum mulið sundur á 10 kíiómetra kafla, eða frá því skamt austan við Ölfusárbrú og austnr fyrir Skeggjastaði (skamt fyrir aust- an Hraungerði). Ofaníburður hefir ekki feng- ist þar góður, en vegagerðarmenn álitu, að þeir hefðu fundið allgóðan ofaníburð austan við Skeggjastaði, sem fanst þó svo seint, &ð hann varð ekki notaður nema í nokkuð af veginum. Við þessa vegabót vóru verkamenn flestir 18; vagnhestar 10. Kaup og hestleiga eins og í Fóelluvötnum. Kostnaðurinn við þessa vegabót var rúmlega é1/^ þúsund. Fjárskaðar. í ofsaveðrum ívikunni 4.—10. þ. m. hafa orðið fjárskaðar víða hér í grend; fé hefir fent og sumstaðar hrakið í sjó eða vötn. — Bóndann í Hækiugsdal í Kjós vantaði eftir veðrið þriðjung af fé sínu, og höfðu aðeins fund- ist af því 18 kindur, er siðast fréttist. Húsbruni. Nú fyrir skömmu kviknaði eld- ur stundu eftir miðnætti í íbúðarhúsi á Óseyr- arnesi við Eyrarbakka; brann alt húsið til kaldra kola og varð mjög litlu bjargað, helzt fatnaði og rúmfatnaði. — Fólkið komst að eins með naumindum út úr eldinum. Kol lír mó. Þess hefir verið getið í þessu blaði, að í Kanada væri farið að búa til elds- neyti úr mó (sverði), sem að hitunarmagni og drýgindum kæmist nærri kolum. Nú er farið að reyna þetta á norður-Englandi, því þar eru mómýrar miklar, og búist við að kolin lækki í verði við það. Því hefirog verið hreyft í dönsk- um blöðum, að Danir ættu að reyna að búa til þetta eidsneyti heima hjá sér. Filippseyja-ófriðurinn. Þótt undarlegt megi virðast, hefir Ameríkumönnum ekkert áunnist enn í viðureign sinni við Filippseyinga. Tagal- ar leggja nú fram tvöf&lda orku til að halda áfram stríðinu fyrir sjálfstæði sínu og þjóðlegri tilveru; herða sig sem mest í rigningatíðinni að haustinu og áður en forseta kosningarnar eiga fram að fara í Bandaríkjunum. Ameríkumenn fara sífelt halloka fyrir þeim; gera Tagalar stöðugt áhlaup á þá og hafa oft- ast betur. Þeir fara því líkt að og Búar. Hraust stúlka. Læknablaðið „Progrés mé- dical“ getur um stúlku í Ameríku, sem vakið hefir mikla eftirtekt meðaí læknanna. Hún er kynblendiugur (múlatti) og ung að aldri. Hún hefir þann eiginleika eða réttara galla, að hún finnur ekki eða kennir ekki til. Það er ekki að eins húðin, sem finnur engan sárs- auka, heldur innyflin og aðrir hlntar líkamans. Þegar læknarnir vóra að skoða hana, særðu þeir hana með oddhvössum hnífum og stungu hana með glóandi járni, en hún brá sér ekkert við það. Hún þolir lika hvaða eiturtegundir sem eru; arsenik og cyankalíum höfðu engin áhrif á hana, og ekki heldnr taugaveikis bakter- íur, kóleru bakteríur og berkla bakteríur, sem stungið var inn í hana. Hún þarf því ekki að vera hrædd við neina sjúkdóma. Það væri helzt, ef heilinn yrði fyr- ir áfalli. Hún má því búast við að verða göm- ul. RoyJijavíli. Bæjarstjórnarfundur 15. nóv. Þar var tekið fyrir álit nefndar þeirrar er kosin var á fundi 18. okt. til að athuga tilboð Eyjóifs Þorkelssonar úrsmiðs um að fá raflýsingu í bæinn. Lagði nefndin til að bæjarstjórnin sinti málinu og leyfði að útvegaðar væri ýmsar upplýsingar og sendar til félags, sem Eyjólfur stæði í sambandi viðtil að fá frá því við tækifæri nákvæma áætlun um kostnaðinn, og meðal annars grenslast eftir hvort Elliðaárnar eða Varmá mundi fást og með bvaða kostum. — Sömu nefnd (veganefndinui) falið að sjá um að útvega upplýsingar í málinu. Nefnd sem kosin var á fundi 18. f. m. til að athuga væntanlega breytingu á lögreglusamþykt Reykjavíkur viðvíkjandi eftirliti með kenslustofum, loftstraumi og kensluáhöldum, bjá prívatkennurnm. Bæjarstjórnin samþ. að þetta yrði lagt undir skólanefndina. Eftir tillögu skólanefndarinnar var ákveðið að bæta tíma- kennurum við barnaskólann, sem' uppbót fyrir kaupmissi sem þeir bafa orðið fyrir af því kenslan var ekki í okto- bermánuði, upphæð sem nemur helming þess er þeim var greitt fyrir kenslu í október í fyrra. Dánir. Okt. 14. Kristbjörg Jónedóttir (26) ógift, frá Raufarhöfn. 20. Björn Jakobsson (56), ókv. BergBtaða- stræti 21. 26. Eyþór Eelixson (69), Austurstr. 18. 27. Jón Blöndal (52) á Hæðarenda. 29. Sigríður Árnadóttir (88) ógift. 30. M. Jóhannesen (55). 30. Þorgils Jónsson (30) lausam. við Lindarg. 31. Gunnlaugur Eiríksson barn (á 1.) Vesturg. 21. 4. nóv. Jóhanna Magnúsdótt- ir (58), Vesturg. 61. 5. Benedikt Friðriksson, barn (á 1.). Giftingar. Jafet Sigurðsson og Guðrún Kristinsdóttir. Sig- urður Sigurðsson sjómaður og Friðmey Árnadóttir. Stefán Jónsaon og Sigríður Sigurðardóttir. Kristján Ás- geirsBon Möller trésmiður og Halldóra Guðrún Magnúsdóttir. Magnús Magnússon skipstjóri og Ragnheiður Björg Guðmundsdóttir. 'é s K K K K. i » í I I íi í og er afhent frá aðalforðabúr- inu á Fáskrúðsfirði, ef menu snúa sér til aðalumboðsmanns 1 I i 1 8 Heiðruöum neytendum hins ekta Kínalífselixírs frá Waldemar Petersen í Frið- a rikshöfn er hér með gert við vart um að elixírinn fæst hver- vetna á islandi án nokkrar toll- hækkunar, svo að verðið er eins og áður aðeins kr. 1,50 flaskan j t 1 i herra Thor E. Tulinius, | Köbenhavn K. |,j Til þess að sneiða hjá föls- | unum eru raenn vandlega bcðnir jj að athuga að á flöskuseðlinum * standi vörumerki mitt: Kínverji V » míns, I | 1 mcð glas í hendi og þar fyrir neðan firmanafnið Waldemar Petersen, Frederikshavn, Dan- mark, og á tappanum wbP' í grænu lakki. Öllu, sem ekki er auð- kent á þennan hátt, eru menn beðnir að vísa á bug svo sem óvönduðum eftirstælingum. I i I 1 II : i[‘i I SS3S3ææS3æS3S3H3ESES!æ3 Ullarband, ágætt í nærföt, mógrátt, tvinnað og þrinnað er til sölu í Þingholtsstræti 182. Stórt fnMjasafii til sölu Hér um bil 10,000 frímerki. Verðið er afarlágt, Eitt frímerki úr safninu selt í sumar fyrir 150 kr. Upplýsingar í Þingholtssræti 18. I. Paul Liebes Sagradavm og Maltextrakt með kínín og járni hefi eg nú haft tækifæri til að reyna með ágætum árangri. Lyf þessi eru engin leynd- arlyf (areana), þurfa þau því ekki að brúk- ast í blindni, þar sem samsetning þessara lyfja er ákveðin og vitaníeg. Sagradavínið hefir reynst mér ágætlega við ýmsum maga- sjúkdómum og taugaveiklun, og er það hið eina hægðalyf, sem eg þekki, er verkar án allra óþæginda, og er lika eitthvað hið ó- skaðlegasta lyf. Maltextraktin með kínín og járni er hin bezta styrkingarlyf, eins og efnin benda á, hið bezta lyf gegn hvers konar veiklun, sem er, sérstaklega taugaveiklun, þreytu og lúa, afleiðingum af taugaveiki, þróttleysi magans o. s. frv. — Lyf þessi hefi eg ráðlagt mörg- um með bezta árangri og sjálfur hefl eg brúk- að Sagradavínið til heilsubóta, og er mér það ómissandi lyf. Reykjavík 28. nóv. 1899. L. Pálsson. Einkasölu á I. Paul Liebes Sag- radavíni og Maltextrakt með kínín og járni fyrir ísl&nd hefir uudir skrifaður. Útsölumenn eru vinsam- lega beðnir að gefa sig fram. Reykjavík í nóvember 1899. Björn Kristjánsson. Hér með viðurkenni eg, að eg hafði enga ástæðu til þess af hálfu húsbændanna eða heimilisins, að eg fór úr vist hjá ritstjóra Va!d. Ás- mundssyni 11. þ. mán., og að eg hafði hvorki í viðbúð né verkum tilefni til neinnar umkvörtunar, heldur leið mér þar vel að öllu leyti. Reykjavík 15. nóv. 1900. Vottar: Vilborg Magnúsdóttir. Jakob Jónsson. Benidikt Pálsson. Irbækur Espóiíns, 10. deild, kaupi eg háu verði. Vald. Ásmundsson. Meö ,Vesta‘ komu fallegu stólarnir með rósinni Ben. S. Þórarinsson. í Reylij avíls. er flutt í Glasgow Þeir sem skifta vilja við félagið eru vinsamlega beðnir að snúa sér til undirritaðs gjaldkera þess. Ásgeir Sigurðsson. FJÖLNI, 6. ár, kaupi eg háu verði. Vald. Ásmundsson. Til auglýsenda. Þeir sem aug- lýsa í „Fjallk." verða að tiltaka það um leið og þeir auglýsa, hve of auglýsingin 4 að standa í blaðinu. Geri þeir það ekki, verður hún látin standa á þeirra kostnað þar til þeir segja til. Útgefandi: Vald. Ásmnndarson. Félagsprentsmiðj an.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.