Fjallkonan


Fjallkonan - 23.11.1900, Blaðsíða 3

Fjallkonan - 23.11.1900, Blaðsíða 3
FJALLKJONjAN.S 3 lausu gaspri um það, hve merkilegt fólk Tatarar væru. „Þeir eru gott fólk. Betur að þeir væru fleiri eu þeir eru. Þá færi margt öðruvísi ea fer. Þeir hafa öldum saman geymt trúlega marga fjársjóðu hinna huldu fræða, sem annars hefðu gleymst. í fyllingu tímans mun trúfesti þeirra ekki verða ólaunuð“. Eg vissi ekki hverju eg ætti að svara þessu — þvi aldrei heflr „rökkurfólkið“ verið talin nein fyrirmynd i breytni sinni í vestur-Evrópu, og fræði þeirra telja menu einkisverð og hina örgustu hjátrú — en greifinn tók af mér ó- makið og tók til máls: „Höfðingi Tatara fekk mér þessi bréf, sem eg áleit mig auðvitað skyldan að taka við, þó þau séu ekki til mín og eg viti ekki frá hver- jum þau eru. Hvað er þetta?“ segir hann og brýtnr upp annað bréfið, „er þetta frá yður, kæri Harker, og til okkar góða vinar Péturs Hawkins?“ „En hitt bréflð", — hann braut það líka upp og varð svartur sem sót þegar hann sá þessa einkennilegu skrift, sem hann gat ekki lesið, eg leit reiðilega á mig — „það er ómerkilegt, nafnlaust bréf, sem smánar trúnað og gestrisni en af því það er nafnlaust, þá kem- ur það hvorugum okkar við“. Hann kveikti í bréfinu við Ijósið og fleygði því síðan í ofninn. Síðan sagði hann: „Bréfið til Hawkins, — það skal eg auðvitað sjá um, af því eg sé að þér hafið skrifað und- ir það. Bréfin frá yður, kæri vin, eru mér heilög, og þér ættuð að vita, að þau eru bezt komin hjá mér. Eg bið yður margsinnis af- sökunar á því, að eg braut það upp. Þér ger- ið svo vel að skrifa aftur utan á það“. Haun rétti mér umslag og hneigði sig kurteislega fyrir mér. Eg sá mér ekki annað fært enn að skrifa aftur után á bréfið og fá honum það, og gekk hann síðan í burtu. Þagar eg nokkrum augna- blikum síðar ætlaði að fara inn í herbergi mitt, fann eg að dyrnar á borðsalnum vóru lokaðar að utanverðu. Mér varð mjög hverft við þetta, og eg sueriþví aftur að skrifborðinu og reyndi að stilla mig sem bezt eg gat. Eg ætlaði að halda áfram að skrifa en gat það ekki; fór eg svo að ganga um gólf, en eg hafði enga stiilingu til þess. Loks fleygði eg mér upp i sófann og eg hlýt að hafa sofnað þar, því eg vaknaði við það, að greifinn kom inn aftur og var að sjá í bezta skapi. Þegar hann tók eftir því, að eg hafði soflð, sagði hann mjög vingjarnlega: „Æ, góði vinur, þér eruð þreyttur, þér þurfið að fara að hátta. Sængin er bezti vinurinn. Eg get því miður ekki gert mér það til ánægju, að hafa yður hjá mér í kveld, því ég hefi svo mik- ið að gera. Q-óða nótt og sofið þér vel“. Eg bauð honum aftur góða nótt og sá eg þá á honum háðsvipinn; gekk eg síðan inn í svefn- herbergi mitt og sofuaði óðara en eg lagði höf- uðið á koddann. Örvæntingin getúr fundið sér 'nvíld. 3. júní. Nú hefi eg orðið var við nýjar vél- ar, sem boða mór alt hið versta. Þegar eg í dag fór að skoða í ferðatösku mína til að leita þar að bréfsefnum, ef eg kynni að fá færi til að koma bréfi frá mér, sé eg að allur pappírinn er horfinn, og alt það sem eg hefi skrifað, nema þessi eina bók, sem eg hefi venjulega borið á mér, vegabréf mitt, með- mælisbréf mitt, öll minnisblöð mín um alt sem þarf að vita á ferðinni, svo sem um lestatíma, hótel o. s. frv., það er alt farið. Mér verður þá örðugt að fara heim aftur. — En pen- ingar og verðmætir munir vóru ósnertir og alt annað þar sem það átti að vera. Mér fór nú að detta margt í hug og hljóp eg því að skápnum, sem ferðaföt mín hengu í og eg hafði ekki lokið upp í marga daga. Þar var alt farið — og ekki svo mikið sem regnhlífin var eftir. Eg stóð eins og þrumulostinn. Hvernig hefir þetta orðið, og hver er tilgangurinn? Mér datt fyrst í hug, að flýta mér til greifans, kæra fyrir honum stuldinn og biðja hann að gera tafarlaust ráðstafanir til að ná í þjófinn, en þeg- ar eg fór að hugsa betur um það, áleit eg ráð- legast að gera það ekki. Euginn mun ganga um þessi herbergi án vilja greifans og vitundar; ekki einu siuni mundu Tatararnir þora að drýgja svo ósvífinn þjófnað fyrir augum húsbóndans svo að segja. Gömlu blindu kerlinguna gruna eg ekki; hvorki hún ué Tatarar mundu hafa neitt við það að gera, þvi fremur sem annað verðmætara lá fyrir þeim. Ferðaveski mitt hefir að geyma dýra muni úr silfri og krystalli, í vasabók minni liggur nógu álitlegur bunki af austuríkskum seðlum og dýrind- is vindlahylki lá rétt hjá pappírnum, sem stol- ið hefir verið. Þetta hefir alt verið látið ó- hreyft, og má ráða af því, að það hefir ekki verið neinn þjófur, eins og þeir gerast venju- lega, sem stolið hefir úr töskunni, heldur hefir það verið einhver, sem hefir viljað ná í með- mæli8bréf mitt og önnnr gögn, sem eg hafði á ferðinni, en alls ekki kært sig um peninga eða verðmæta hluti. Ég réði af að láta sem ekkert hefði í skorist. En í hvaða tilgangi hefir þessu verið stolið? Ég er varla í efa um það, þetta hefir enginn annar gert en greifinn. En það er þó lítt skiljanlegt, hvað hann ætti að gera með vega- bréf mitt eða meðmælisbréf, þó hann færi til Englands, því það gæti hann hvorttveggja feng- ið undir sínu nafni. Tilgangurinn getur enginu verið annar en sá, að láta mig ekki komast heim aftur, eða hindra það eg geti flúið héðan. Það verður erfitt fyrir mig að komast þvert yfir Evrópu vegabréfslaust og í hverndagsföt- unum minum, þótt mér auðnaðist að komast héðan, án þess að verða álitinn fióttamaður eða landshornamaður------------ Hinn 6. Drottinn má vita, hvað hér er hafst að. í þessum hluta hallarinnar, sem eg bý í sem fangi, er sífeld grafþögn; aldrei heyrist minsta skóhljóð í göngum h'allarinnar og engin rödd vekur bergmálið í hinum gömlu hvelfing- um. En frá hallargarðinum dynja harðar og óþýðar raddir Tatara, og eldar þeirra brenna þar fram á nætur; eg heyri eins og glamur af rekum og járnköllum, sem mér virðist koma úr kjallaranum. Eg hefi int í þá átt við greif- ann, hvað hér væri um að vera, en hann hefir svarað mér út í hött. Ég hefi séð í Tatara hópnum nokkra menn af öðru kyni, hina sömu sem eg hefi áður séð í kjallaranum, menn sem líkari eru öpum en mönnum. Svo er að sjá sem Töturum semji við þá. Tatararnir eru laglegasta fólk og kven- fólkið sumt er frítt. Mér er næst að halda, að Draculitz ættin muni eiga kyn sitt að rekja til beggja þessara flokka. (Framh.). Brot úr ferðasögu. -----Ég ætla ekki að þreyta lesendurna á því að segja hvaðan ég kom 'eða hvert ég fór — en 28. okt. kom eimskipið „Vesta“ á Sauðárkrók. Þá laukst upp fyrir okkur ein- hver fríðasta og víðáttumest-a sveit á landina, girð háfjöllum á báðar hliðar, sem eins og brosa hvort á móti öðru. Skagafjörður er alllangur en hann sýnist ekki eins stór fyrir það, að Drangey og Málmey, sem eru í miðjum firðinum draga úr stærðinni. Þegar inn á höfnina á Sauðárkrók kemur, er að sjá þar fallegt kaup- tún og býsna mörg timburhús, sum allstór, öll heldur snotur. Þegar fór að dimma um kveld- ið, þótti mér það einkennilegt, að víða á höfn- inni eða inn frá skipunum var að sjá sem eld- ur logaði í sjónum á mörgum stöðum, og var mér sagt að það væri síldarnet, en þessi eldur, sem mér sýndist vera, væri maurildi af síldinni. Eg sá það líka morguninn eftir, að þá komu fjölda margir bátar og fóru að vitja um netin, sem vóru þá fuli af hafsíld, sem gengið hafði alveg upp í landsteina í fjarðarbotninum. Beru margir bátar úr landi um morguninn, og voru komnir að fyrir miðjan dag, hlaðnir af þorski og ýsu, alt að 70 í hlut. Þegar komið var hér á land, urðu fyrir okkur þrifalegar götur, sem talsvert hafði verið gert við af mönnum. Vatnsból bæjarins er leitt í pípu fram úr brekk- unni ofan við húsin, og síðan gegnum bæinn í sementeraðri steinrennu, sem byrgð er 'þykku járni, svo engin óhreinindi, geti komist í hana. Má vænta þesa að Sauðkrækiugar komi áður langt líður á reglulegri vatnsleiðslu ííbúðaihús sín. í kringum verzlunarhúsin var afarmikið af saítkjötstunnum, sem út átti að flytja. Sjó- mean leggja hér inn fiskinn jafnóðum og þeir fá hann; vóra því hjá sumum kaupmönnum hálf hús af saltfiski og bætist stórkostlega við hann á hverjum degi, því hver maður rær hér, sem votlingi getur valdið. Þó stóðu nokkur för uppi, sem ekki gátu gengið fyrir mannleysi, og hér sést, að nú vantaði fólkið til að taka á móti gullinu. Mér var sagt að á þessu haustimundu verða flutt út frá Skagafirði alt að 2000 tunn- ur af sauðakjöti og alt að 2000 skippund af saltfiski. Á götum bæjarius sá eg margt af fólki úr sveitinni, og leizt mér vel á það; það var alt þrifalega búið og fjörlegt að sjá. Sömuleiðis leizt mér vel á bæjarfólkið; engan sá eg þar víndrukkinn, en fjöldi manna var þar að ýms- nm verkum. Nýlega bygð kirkja, mjög fallegt hús, er innarlega í bænum, og hafa bæjarbúar lagt mikið til hennar. Inn frá Sauðárkrók liggur sýsluvegur fram í Skagafjörðinn; fram með honum eru víða ný- bygðir bæir, sumir stórir og vandaðir; túniu er víða farið að slétta. Peningshús eru víða ii.org og stórir heystakkar við þau. Sauðfé var farið að hýsa, svo mér gafst færi á að sjá það; það var fyrir liðugum mánuði komið af afrétt og var það mjög fallegt fé. Bændur í þessari sveit virðast mér gestrisnir og fjörugir og snyrtimenn í framgöngu. Alt er fólkið frjálslegt á svip og þægilegt í viðmóti, og ekki á því að sjá, að það skorti nokkum hlut. — Bæir bænda hafa víðast stórum batnað. Heyhlöður oru hér víða á bæum og er mér sagt að þær fjölgi árlega. Ekki sá eg nautpeniug bænda, en eftir stærð fjósauna má álíta að hér sé margt af nautpeningi, enda sýndust mér tún- in í góðri rækt. Heyrðist mér það á bændum, að þeir álitu túnræktina aðalatriðið í sveitabú- skapnum. Eftir því sem framar dró í sveitina, virðist mér bændurnir hafa meiri áhuga á bú- skapnum, heldur en út við sjóinn, og iust inu í dölunum er talsverð silungs veiði og urriða. Dalamennirnir eru fjörugir í orði og tilburðum. Fyrir 40 árum, þegar eg var uugur, sá og Skagafjörð, en var nokkuð farinn að gleyma honum og langaði því til að sjá hann aftur,og mun fleirum fara svo, því hann er eflaust eitt fríðasta hérað landsins. Margt hefir hér skipast á síðustu 40 árum. Sjávarútvegur hefir eflaust meira en 10-faldast, hross og sauðfé 2-faldast, eða meira, en naut- gripi get eg ekki um sagt. Innbú manna hafa sjálfsagt 10 faldast, því þá var ámöigumheim- ilum mjög litið af inuanstokksmunum, en nú eru víða miklar eignir í þeim munum, sem ekki þektust þá. Saumavélar er mér sagt að séu á hverju heimili og prjónavélar víða. Alt það fólk sem og talaði við lét vel afsér og var ánægt, og þótti vænt um sveitina sína, Skagafjörðinn, enda hefir nú árað vel bæði til lands og sjávar, og verzlun verið betri en síð- ustu undanfarin ár. Hvergi sá eg nein dauðamörk yfir sveita- búskapnum hjá Skagfirðingum, þó ýmsar blaða- greinir og bréf í blöðunum úr sveitinni geri veður út af því, að Iandbúskapurinn sé að fara á höfuðið. 8. nóv. 1900. Ferðamaður.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.