Fjallkonan


Fjallkonan - 17.09.1901, Blaðsíða 1

Fjallkonan - 17.09.1901, Blaðsíða 1
Kemur úteina ainni í viku. Verð árg. 4 kr. (erlendis 5 kr. eða l1/, doll.) borgist fyrir 1. júlí (orlendia fyrir- fram). Uppsögn (skrifleg)bnnd- in við áramðt, ðgild nema komin sé til út- gefanda fyrir 1. oktð- ber, enda hafi kaupandi þáborgað blaðið. Afgreiðsla: Þing- holtsstræti 18. Reykjavík, 17. september 1901. Xr. 85. Biöjiö ætlö um: OTTO MONSTEDS danska smjörliki, sem er alveg eins notadrjúgt og bragðgott og smjör. Verksmiðjan er hin elzta og stærsta í Danmörku, og býr til óefað hina beztu vöru og ódýrustu í samanburði við gæðin. Fæst hjá kaupmönnunum. XVIII. árg. Landsbankinn er opinn hvern virkan dag kl. 11—2.Banka- stjðrnin við kl. 12—1. Landsbókasafnið er opið hvern virkan dag kl. 12—2 og einni stundu lengur til kl. 3 md., mvd. og ld. til útlána. Forngripasafnið er i Landsbankahúsinu, opið á mánu- dögum miðvikudögum og laugardögum kl. 11—12 f. m. Náttúrugripasafnið er í Doktorshúsinu, opið á sunnu- dögum kl. 2—3 e. m. Ókeypis lækning á spitalanum á priðjudögum og föstu dögum kl. 11—1. Ókeypis tannlœkning í húsi Jóus Sveinssonar hjá kirkjunni 1. og 3. mánudag hvors mán., kl. 11—1. Bunaðarþingið. Búnaðarfélag íal. var stofnað 5. dag júlí- mánaðar 1899 eða fyrir tveimur árum. Bán- aðarþing er haldið annaðhvort ár og eiga 12 menn sæti í því. Aðalfundur kýs 4 og amts- ráðin sína tvo fulltrúa hvort fyrir sig. Helm- ingur fnlltrúanna er kosinn annaðhvort ár til fjögra ára hvor. Búnaðarþingið er haldið ann- aðhvort ár, þegar reglulegt alþingi er haldið, og hefir það æðsta vald í félagsmálum. Þessir eru meðlimir búnaðarþingsins: Yfirkennari H. Kr. Friðriksson. Docent Eiríkur Briem. Lector Þórhallur Bjarnarson. Búfræðingur Sigurður Sigurðsson. Amtmaður Julius Havsteen. Síra Kristinn Daníelsson. Umboðsm. Pótur Jónsson á Gautl. Kennari Stefán Stefánsson, Möðruv. Amtmaður Páll Briem. Síra Einar Þórðarson í Hofteigi. Sýslumaður Guðlaugur Guðmundsson. Sýslumaður Sigurður Ólafsson. Þeir af búnaðarþingsmönnum, sem ekki eru alþingismenn, komu ekkifyrr en í seinni hluta ágústmánaðar og stóð búnaðarþingið yfir 22 —28. sama mánaðar; voru þá allir fulltrúar mættir nema sira Kristinn Daníelsson. Aðalverkefiii búnaðarþingsins var að gera tillögur um störf Búnaðarfélagsins á næsta reikningstí mabili. Helztu tiðindin gerðust í þinglokin, þau, að forseti H. Kr. Friðriksson baðst lausnar frá forsetastörfum og var þá kosinn forseti í hans stað lector Þórhallur Bjarnarson. Hinn frá- farandi forseti var kosinn heiðursfélagi Bún- aðarfélags íslands og var stjórnarnefndinni falið að færa honum í skrautrituðu ávarpi hjartans þakkir fyrir langa og mikilvægaþjón- ustu í þarfir landbúnaðarins, eigi að eins í Suðuramtinu, heldur og á öllu íslandi. Hall- dórs Friðrikssonar er saknað af öllum úr for- setastöðunni fyrir þann áhuga, dugnað og trú- leik, sem hann sýndi í hvívetna. Skarðið er vandfylt, en allir munu bera bezta traust til eftirmanns hans. I stjórnarnefndina var end- urkosinn docent Eiríkur Briem, og af nýju ritstjóri Björn Jónsson, og skipar hann nú það sæti í henni, sem Þórhallur hafði áður. Meðal þeirra mála er búnaðarþingið hafði til meðferðar má nefna, að gerðar vorutillög- ur um, hvernig starfsmenn félagsins skyldu skifta með sór verkum. Lagt var til að garð- yrkjum. Einar Helgason hefði á hendi ritstörf og útborganir fyrir fólagið, umsjón gróðrar- stöðvarinnar, garðyrkjustörf og garðyrkju- kenslu; er ætlast til að kensla í garðyrkju fari fram á gróðrarstöðinni um vortímann. Búfræðingur Sigurður Sigurðsson á að hafa eftirlit með kenslunni á Hvanneyri, sjá um mælingar og áætlanir við meiri háttar jarð- yrkjufyrirtæki og veita búnaðarfélögum leið- beiningar við verkfærakaup. Þá kom til tals að bæta einum ráðanaut við í þjónustu fólags- ins, búfræðingi Guðjóni Guðmundssyni, en það var felt af þeirri ástæðu, að eigi þótti ráð- legt að taka unga óreynda menn í fasta stöðu. Guðjóni var þar á móti veittur ferðastyrkur til að fara til Englands og kynna sér kyn- bætur búpenings, sérstaklega nautgripa. Veitt- ar voru 2000 kr. til kynbóta hvort árið 1902 og ’03 og var gert ráð fyrir að Guðjón fengi helminginn af því fé til þess að ferðast um og gefa leiðbeiningar í því efni. Samþykt var að Búnaðarfélagið taki að sér hússtjórnarskólann með öllum eignum og skuld- um. Stjórnarnefndinni var falið að annast um stjórn skólans og taka til ihugunar og undirbúnings undir næstabúnaðarþinghverjar umbætur eigi að gera á honum. Ákveðið var að halda mjólkurmeðferðar- kenslunni áfram á Hvanneyri, og voru veitt- ar 6000 kr. til þess að koma þar upp mjólk- urhúsi; sagt er að þegar só byrjað á bygg- ingunni. Aðsókn að mjólkurskólanum hefir verið nægileg hingað til, og enda meiri en hægt hefir verið að fullnægja. — Það virðist svo sem skólinn ýmsra hluta vegna hefði ver- ið betur settur í Reykjavík eða grendinni; á Hvanneyri hefði getað verið stórt mjólkurbú eftir sem áður. Kenslan á að standa yfir alla mánuði ársias, nema ágúst og september. Alt eftirlit með kenslunni hefir amtsráðið á hendi ásamt einum úr stjórn Búnaðarfólagsins. Hvatt var til að stofna nautaræktarfélög víðsvegar um landið, og heitið styrk til þeirra og sömuleiðis til sauðfjárræktar stofnana, bæði þeirra, sem þegar eru stofnaðar, og eins þeirra, sem kunna að verða stofnaðar. Ymsar ákvarðanir voru gerðar viðvíkjandi sjúkdómum í sauðfó og nautpsningi; verður þar nóg að gera fyrir dýralæknana. Talið var nauðsynlegt, að skipaður verði dýralæknir í hverjum landsfjórðungi. Ákveðíð var að gera prófrannsóknir viðvíkjandi berklaveiki í kúm og taka tilíhugunar, hverjar ráðstafanir væri heppilegast að gera til þess að stemma stigu fyrir þeirri veiki. — Dýralæknir Karl Nikulásson er farinn austur í Múlasýslur í þessum erindagerðum. — Stjórnarnefndinni var falið að hlutast til um að efni í bólusetn- ingar sauðfjár verði útvegað. Dýralæknir Magnús Einarsson hefir annast um það að öllu leyti og útbýtt því á sinn eigin kostnað. Stjórnarnefndinni var falið að láta mann kynna sór kensluna á búnaðarskólunum og gefa amtsráðunum og Búnaðarfólaginu skýrslu um þetta, — Enn fremur að taka til íhugun- ar hvort eigi megi fá hentugri verkfæri fyr- ir bændur en þeir hafa, reyna að fá einhverja hentuga sláttuvél, hrífu o. fl. Samþykt var að halda áfram þeim bygg- ingarannsóknum, sem Sigurður heit. Pétursson byrjaði á og búa það mál undir næsta bún- aðarþing svo að þá verði hægt að halda þeim áfram með fullum krafti. Eftirleiðis á Búnaðarritið að koma út fjór- um sinnum á ári; í því eiga að vera skýrsl- ur um gerðir fólagsins og búnaðarþingsins. Enn fremur var talað um að gefa út nýtt tímarit, um fiskveiðar i sjó og vötnum, með væntanlegri aðstoð fiskifræðings Bjarna Sæ- mundssonar. Lán úr landssjóði. Fjárlögin veita heimild til að veita þessi lán, sem hér getur, úr landssjóði, en búast má við að hvergi nærri verði fó til þess, þar sem gert er ráð fyrir hér um bil 133 þús. kr. tekjuhalla: — Alt að 65,000 kr. til lánveitingar handa hlutafélagi á Seyðisfirði til þess að stofna klæðaverksmiðju, þó svo, að lánsupphæðin nemi eigi meir en helmingi stofnfjársins. Lánið sé trygt með fyrsta veðrétti 1 stofnun- inni og ábyrgð hluthafa, ávaxtist með 4°/0 ár- lega, só afborgunarlaust fyrstu 5 árin og end- urborgist svo með jöfnum afborgunum á 15 árum. Ef hlutafólag á Seyðisfirði notar eigi láns- heimildina árið 1902, má veita öðru hlutafó- lagi lánið með sömu skilmálum. Alt að 20,000 kr. til lánveitinga til stofn- unar mjólkurbúum. Lán þessi veitsst eftir meðmælum frá Búnaðarfólagi íslands og gegn ábyrgð sveitafólaga, sýslufólaga eða amtsfó- laga. Þau ávaxtast með 3°/0 árlega, afborg- unarlaus fyrstu 5 árin, og greiðist síðan með jöfnum afborgunum á 15 árum. Alt að 15,000 kr. hvort árið til lánveitinga handa þurrabúðarmönnum utan kaupstaða, til jarðræktar og húsabóta. — Lánið veitist að

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.