Fjallkonan


Fjallkonan - 17.09.1901, Blaðsíða 2

Fjallkonan - 17.09.1901, Blaðsíða 2
2 FJALLKONAN. eins gegn ábyrgð sýslufélaga, eftir tillögum hreppsnefnda, og eigi hærri upphæð en 400 kr. fyrir þurrarbúðarmann hvern. — Lán þetta ávaxtist með B1/^0/^, sé afborgunarlaust 4 fyrstu árin, og endurborgist síðan með jöfnum afborgunum á 20 árum. Alt að 15,000 kr. til lánveitingar handa Hirti trésmið Hjartarsyni og félögum hans, til þess að koma upp trésmiðaverksmiðju í Reykjavík. Lán þetta má þó eigi nema meir en helmingi af virðingarverði verksmiðjunn- ar, húsum og áhöldum, og útborgist eigi fyrri en verksmiðjan er komin á stofn, enda sé það trygt með fyrsta veðrétti í allri stofnun- inni. Af láninu greiðist 4% vextir árlega, sé afborgunarlaust fyrstu 5 árin og áfborgist svo á 15 árum. Alt að 10,000 kr. til lánveitingar handa sútara A. E. Berg á Seyðisfirði gegn ábyrgð sýslu- eða bæjarfélags. Lánið avaxtast með 4°/0 árlega, sé afborgunarlaust fyrsta árið og afborgist svo með jöfhum afborgunum á 10 árum. Alt að 30,000 kr. lán til þess að byggja skipakví eða gera tvær dráttaibrautir (slip), svo að draga megi þilskip á land, aðra í Hafnarfirði og i grend við Reykjavík, gegn fulltryggu veði og 4°/0 árlegum vöxtum. Lánið sé afborgunarlaust fyrstu 5 árin og af- borgist svo á 20 árum með jöfnum afborgun- um. Alt að 30,000 kr. hvort árið til þilskipa- kaupa frá útlöndum. Lán þessi veitast til 8 ára og ávaxtast með 3°/0. Afborgun þarf ekki að greiða fyrstu 3 árin, en lánið borgist að fullu á næstu 5 árum með jöfnum afborg- unum. Lánin veitast að eins gegn fulltryggu veði; telst til þess veð í skipinu sjálfu, alt að helmingi vátrygðs verðs, enda sé það í áreið- anlegri vátryggingu. Eigi má lána meir en 6000 kr. til hvers skips, og skulu sjávarbænd- ur og hlutafélög, efþau eru eign sjávarbænda að meira en helmingi hlutafjársins, hafa for- gangsrétt fyrir öðrum að fá þessi lán. Fridrik Jónsson er fæddur á Siglunesi í Hvanneyrarhreppi 13. júni 1829, en árið 1834 druknuðu foreldrar hans á kirkjuleið frá 6 börnum, og var Friðriki þá komið fyrir hjá Benedikt prófasti Yigfússyni á Hólum í Hjaltadal. Þar dvaldi hann í 13 ár, en haustið 1847 tók hann að læra smíðar hjá Sigurði timburmanni á Akureyri, og varð full- numa í þeirri iðn 1850. 1851 sigldi Friðrik til Borgundarhólms, og var þar i tvö ár við stórskipasmíði. Þegar hann kom heim til ís- lands aftur, keypti hann skipsræfil á Raufar- höfn, sem hafði legið þar á landi í tiu ár, og „Mínerva“ hét. Friðrik byrti skipsræfilinn og benti, og gerði úr honum hákarlaskip; hélt hann svo skipinu til Eyjafjarðar, og hafði ekki kom- ið þangað áðnr innlent hafskip. Friðrik var lengi sjálfur formaður fyrir „Mínervu“ sinni, og aflaði vel, enda hefir hún ávalt verið eitthvert hið happasælasta af norðlenzkum þilskipum, og er við lýði enn í dag. Friðiik settist nú að í húsmensku í Arnarnesi, en 1861 flutti hann bú- fetlum að Ytribakka í sömu sveit, og hafði hann fengið þá jörð í skiftum fyrir Þórustaði í Kaupangssveit. Friðrik fór að búa á Bakka og bjó þar þangað til vorið 1898. Þá brá hann búi, og flutti sig ofan á Hjalteyri, sem heyrir undir Ytribakka, en þá var orðinn löggiltur verzlunarstaður. Ytribakki er rýrðarjörð, eins o^ flestar jarðir í þeirri sveit, og hafði Friðrik ætíð líti'ð bú en laglegt. Mjög hefir hann feng- izt við smíðar um æfina, og byrt upp og lagt þilfar í 14 skip, auk allra smáfara. Auk þess hefir hann smíðað mörg hús, og á nú 7 timburhús á Hjalteyri. Öll eign Friðriks er alveg skuldlaus, og munu fá dæmi til þess meðal bænda á Norðurlandi, og þótt víðar sé leitað. Friðrik á Bakka hefir oft farið utan síðan hann kom alfarinn hingað til lands, enda má telja hann prýðilega mentaðan af eldri bænd- um. Hann er og hagmæltur vel og eru ýmsar vísur til eftir hann smellnar, sem margir kunna í Eyjafjarðarsýslu. Hann er nú kominn yfir sjötugt, en er þó ern vel og hraustur enn í dag. Friðrik kvæntist á Raufarhöfn 1853, og átti Hansínu Soffíu dóttur Hans Friðriks Hjaltalíns, Friðrik Jónsson. kaupmanns. Þau hjón eignuðust 6 börn, og dóu 3 ung, en 3 komust til fuilorðinsára. Rússland og Persía. Rússar hafa stöðugt vakandi auga á því sem fram fer í Asín. Þeir láta ekkert tækifæri ónotað til að auka þar vald sitt, en að sama skapi hljóta Engiending- ar að missa eitthvað af sínum völdum, bein- linis eða óbeinlínis. Meðan Englendingar voru að fást við ófriðinn við Kínverja og Búa, sættu Rússar því færi að koma sér fyrir í Persíu. í Persíu búa 9 miljónir manna, og eru þar flestir akuryrkjumenn. Landið er auðugt og frjósamt, og gæti alið langtum fleiri íbúa, ef gæði þess væru notuð með meira dugnaði. Nú þegar er verzlunarvelta Persa um 180 milj. króna á ári; þaðan eru flutt ætivopn („dam?- seruð“ vopn, úr járni og stáli, sem er bland; ð kolefni og er skraut á blöðunum, sem búið er til af ætisýrnm), sjöl og dúkar, alt ágætisvörur. Persar eru hneigðir til verzlunar af náttúr- unni, og eru Rússum fremri í þeirri grein, því þó Rússar hafi komið upp peaingastofnunum í Litlu-Asíu, skifta þeir sér lítið af þeim, eu Persar hafa gott vit á að nota sér bankana til peningalána. En þá vantar samt íramkvæmd- arhug til að hagnýta sér gæði landsins, ekki að eins góðar jarðeignir, sem enn eru órækt- aðar, heldur líka járn, blý, kopar, antimón, silfur og tin. í fljótunum er gull og í nánd við höfuðborgina, Teheran, eru stórar stein- kolanámur. Landið er þvi mjög auðugt af náttúrunni, og er langt síðan Englendingar hugsuðu sér til hreyfings að seilast inn í Persíu til féfanga. Það var síðast í fyrra, að veiziun&rsambandið milli Englendinga og Persa var hnýtt saman, er brezki konsúllinn í suður-Persíu var viðstaddur vígslu nýrrar flutningabrautar. Eu um sama leyti gerðu Persar fjármálasamning við Rússa, og má ráða af honum, að Englendingar hafa mist tökin á persku stjórninni og að Rússar hafa tekið þar við. Persakonungur (sjainn) fekk peningalán úr „Persknm lánbanka4', sem Rússar hafa stofnað. Láuið var 45 miljónir króna; greiðist af því 5% vextir og endur- borgist á 75 árurn. Rússneska stjórnin sjálf stendur í ábyrgð fyrir þessu láui, og skuldbinda Persar sig til að borga af því allar skuldir sínar við útlönd, þ. e. við Englendinga, og hafa því Persar greitt þeim að fullu þau pen- ingalán, sem þeir hafa fengið hjá þeim, og eru þannig Iausir við þá í peningamálum. Persar urðu líka að skuldbiuda sig til þess að taka engin lán í útlöndum nema með leyfi perska Iánbankans. Sem tryggingu fyrir láninu fær bankinn veð í öllum tolltekjum Persín, nema þeim tolli, sem greiddur er í hafnarbæjunum við Persaflóa. Hin útlenda vorzlun við Persa- flóa nemur nú nm 65 milj. kr. á ári, og þegar öll útlenda verzlunin nemur 180 milj. kr., hefir bankinu tryggingu í tolli af vöruveltu, sem nemur um 115 milj. Rússar þurfa því ekki að vera hræddir um, að þeir fái ekki vexti af láninu, því fremur sem tekjur hirðarinnar í Teheran eru 27 milj. kr. á ári. Hér er ekki að ræða um beina hagsmuni fyrir Rússa, heldur líka óbeina. Mönnum varð hverft við það í Austurlöndum, þegar Rússar sendu 5 miljónir rúblna í gulli til Lundúna fyrir höud Persa til að greiða lán, 86m Persar liöfðu fenglð í Englandsbanka 1892, og það varð jafnframt hljóðbært, að eftirlit á tollheimt- unni í Persiu var komið úr höndurn Englend- inga í hendur Rússa. En Rússar hafa gert flcira. Það er ekki langt síðan stór hópur af rússneskum foring- jum úr herstjórnarráðinu fóru þvert yfir Persíu og með honum hópur af Kósakkaliði til þess að afmarka járnbraut, sem á að leggja þvert yfir Persíu frá norðri til suðurs og gengur írá Kákasus alt suður að Persaflóa. Þesaari braut á að verða lokið 1903—1904, og kemur húu mest Rússum að liði, því hún gengur yfir ágæt lönd, og þau lönd, eem mestu varða fyrir þá. Gegnum Psrsiu og Litlu-Asíu ætla Rússar sér að seilast tii suðurhafanna og ná yfirráðum yfir verzlunarvegunum til Indlands og austur- Asíu. Það er undir þvi komið, hvernig stjórnmálin veltast meðal stórþjóðanna, hvort Rússar fá yfirhöndina í Asíu yfir Englendingum eða ekki. Síðustu árin hafa Englendingar orðið að lúta þar í lægra haldi fyrir þeim, og hver veit nema brezka valdið hafi nú lifað sitt hið feg- ursta og að því fari nú smámsaman að fara aftur. Þráölausar fregnsendingar. Það var engin furða, þó alþingi viídi fara gætilega í telegrafmálinu, og ekki flýta sér mjög að því að veita stórfé tii telegraflagningar frá útlöndum til Ísíands, þar sem fregnsendingsr landa á tuilli hafa nú náð þeim framförum, að nú þegar mætti senda fregnir milli íslands og Skotlands með ódýrum áhöldum með því að nota skip, sem eru á ferð milli landanna og eru útbúin með þau áhöld, en samkynja áböld ættu þá að vera hér á landi t-il að taka við fréttunum. Hin nýja aðferð að koma orðsendingum landa á milli er fulí svo merkileg, sem fundning fréttaþráðarins var í fyrstu. Það eru ekki nema um 50 ár síðan það tókst, að senda orð- sendingar með vir; fyrir tíu árum voru vís- indamenn fyrst farnir að gera tilraunir til að senda orðsendingar í loftinu þráðlaust, en það var ekki fyrii en 1888, að Hertz tókst að sýna að það mundi vera mögulegt, og ekki eru nema fimm ár síðan hinn ungi ítalski hugvitsmaður Marcoui kom til Englands með áhöld sín og sannaði það, að hægt væri að senda fregnir í loftinu með rafmagui, án þess að hafa til þess fréttaþráðinn. Nú er búið að margreyna aðferð Marconis. Það sem örðugast þótti viðfangs í fyrstu var það, að rafmagugöldurnar, sem flytja orðsend- inguna, gátu hitt á annan stað en til var ætl- ast, og því komið í hendur röngum viðtakanda. — Marconi ásetti sér að ráða bót á þessum galla, og sat við vélar síuar þangað til honum tókst það. Nú má senda svo orðsendingarnar hvert sem vill, að víst er, að þær koma í rétta viðtökuvél og enga aðra. Og þó margar orð- sendingar séu sendar í einu, geta þær aldrei rugl-

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.