Fjallkonan


Fjallkonan - 17.09.1901, Blaðsíða 3

Fjallkonan - 17.09.1901, Blaðsíða 3
PJALLKONAN. 3 ast; réttur viðtakandi fær þær í þeirri röðsem til var ætlast. Þetta hefir þegar verið marg- reynt. Prinsiun af Honaco er sífelt í sjóferð- um og leggur oft leið sína um íslandshaf, og jafnvel alla leið norður til Spitsbergen, þótt hann hafi enn ekki komið hing&ð; hann hefir fengið sér Marconis-áhöld á lystiskip sitt, og vóru á því gerðar tilraunir til að handsama orðsendingar, sem áttu að fara á önnur skip, en það tókst ekki með neinu móti. Þessi aðferð hefir bæði verið reynd á sjó og landi. Skip Atlantshafsflutaingafélaganna hafa fengið sér Marconis áhöld í sumar, og með því móti fengið fréttir bæði frá Ameríku og Eng- landi. Enn verður ekki sagt um það, hve langar leiðir örðsendingar má senda á þennan hátt, án millistöðva. En menn gera sér miklar vonir um það. Menn geta fengið upplýsingar um alt sem þetta mái snertir með því að skrifa til The Marconi Wireless Telegraph Company, London. Týndar listir. Meðal annars hefir týnzt sú list að smyrja (balsamera) lik, svo þau varðveitist um aldur og æfi. Menn kunna að vísu enn að balsam- era lík, en þau halda sér ekki lengur en 50 ár. Egipzk lík, sem balsameruð vóru 1000 árum fyrir Kr. b., eru enn i dag svo vel varðveitt, að greina má smæstu hrukkur í andlitinu. Nú haf a menn enga hugmynd um, hvernig Egiptar hafa farið að þessu. Stálsmíðar fr'a Sheffield og Solingen eru frægar fyrir fínleik og hörku, en þrátt fyrir allar framfarir í þekkingu á málmum og þrátt fyrir allar framfarir í smíðvélatilbúningi, geta menn ekki nú á dögum smiðað sverð, er jafnist við Damaskus-sverðin góðu, sem Arabar höfðu fyrir tveim hundruðum ára og nú finnast að eins í forngripasöfnum. Með þeim bröndum er hægt að skera í sundur hin vönduðustu „offiséra"-sverð, og það svo, að ekki komi minsta skarð i egg hinna forna branda. Menn kunna nú ýmsar aðferðir að því að búa til listgerva demanta, en þeir hafa allir þannannmarka, að þeir, sem vithafa á þess kon- ar hlutum, geta á augabragði séð að þeir eru óekta. Á miðöldunum kunnu menn að gera demanta, sem þektust ekki frá ekta demöntum og vóru í jafnháu verði. Nokkrir af þessum undarlegu demöntum hafa geymzt fram á vora daga. Að 500 árum liðnum mun varla nokkur af byggingum nútíðarmanna standa nppi, þar sem pýramídarnir og hinar risavöxnu rústir á G-rikklandi og ítalíu munu þá enn standa ósnortnar af tönn tíðarinnar. Og hvað kemur til? Það er það, að þúsund árum fyrir vort áratal kunnu menn að blanda kalk og sement á þann hátt, að það var miklu seigara og haldbetra en alt steinlím, sem vér nú höfum. Þá hefir einnig týnzt niður sú listin, að búa til varanlega olíuliti. í gröfum Egipta hafa fundist veggja-litmyndir, sem eru svo litskarpar og nýlegar að stórfurðu gegnir. Þegar olíulitir nútíðarmanna eru fyrir löngu dofnaðir, þá munu gömlu ítölsku snildarmál- verkin vera jafnglófögur og litskínandi sem þau voru í upphafi. Á bókasöfnum verða fyrir oss handrit, mörg hundruð ára gömul, með alveg ódofnuðu bleki sem rituð væru i gær. Blek það sem nú gerist fer að deyfast eftir 5—10 ár. G-lermálverk miðaldanna er og ein listin, sem týnzt hefir, og eftir að vita, hvort menn komast upp á hana aftur. Presthólamálið. Allir góðir menn mega fagna því, að séra Halldór Bjarnarson, prófastur í Presthólum, er nú settur inn í embætti sitt, og landstjórnin hefir þar með bætt yfir þá yfirsjón, sem hennl varð á þegar hún Iét ekki séra Halldór taka aftur við embætti sínu, jafnskjótt og hann var sýknaður í hæstarétti af hinu alræmda ofsókn- armáli, sem hafði orðið til þess, að honum var vikið frá embætti um stundarsakir. Það hefði landsstjórnio auðvitað átt að gera og söfnuðurnir gengu að því vísu. En fjand- mönnum séra Halldórs, sem höfðu orðið sér til svo mikillar skammar með þjófnaðarkærumál- inu, var auðvitað um það hugað, að séra Halldór fengi aldrei embættið aftur. Og þeim hefir með rógi sínum og milliburði tekist að spllla samkomulaginu þar heima fyrir og umhverfa svo málinu, þangað til nú, að kirkjustjórnin hefir ekki vitað hvað hún hefir átt að ráða af. En nú, þegar landshöfðingi og biskup hafa fengið áreiðanlegar skýrslur um vilja beggja safnaða séra Halldórs og hafa kynzt málinu betur frá rótum en áður, svo að þeir hafa séð hvernig í öllu þessu hatursmáli hefir legið, þá hafa þeir undir eins gert eins og rétt var og veitt séra Halldóri prestakallið. Þetta er allr- ar viðurkenningarvert og sýnir, að landstjórnin getur látið s&nnfærast og bætt úr yfirsjónum sínum þegar henni er leiðbeint með skynsam- legnm rökum. Það var meiri hluti safnaða séra Halldórs sem óskaði að fá hann aftur í embættið, en ekki minni hluti eins og heyrst hafði. Það var enginn kjörfundur sem réði, heldur var að eins leitað álits kjósenda í söfnuðunum, samkvæmt fyrirmælum biskups, og að fengnu áliti þeirra hafði séra Halldói talsverðan. meiri hluta. Það kemur ekki til greina, þótt mótstöðumenn séra Halldórs hefðu allra fyrst fleiri atkvæði í sín- um flokki, meðan ekki var búið að leita álits allra kjósendanna. Nú er vonandi, að samkomulagið milli séra Halldórs og safnaðarins í Prestahólaprestakalli verði gott héðan af. — Óvildarmönnum hans þar heima fyrir hefir fækkað, en auðvitað verð- ur blásið að ófriðareldinum af fjandmönnum hans og öfundarmönnum í öðrum sveitum, jafn- vel öðrum prófastsdæmum.— Vér verðum að á- líta þau orð illu heiili töluð, sem stóðu í ísaf. síðast frá síra Sigtryggi Guðlaugssyni. Hann kveðst skrifa um þetta mál „fyrir tilmæli", en hvaðan svo sem þau tilmæli eru komin, hefðí hann ekki átt að skifta sér af þessu máli, allra sízt um þessar mundir. Hann minnist reynd- ar að eins á Presthólasöfnuðinn og gætir þess eigi, að hér er um tvo söfnuði að ræða; sam- komulagið milli sr. Halldórs og Ásmundarstaða- safnaðar hefir altaf verið gott, eins og sá söfn- uður hefir líka sýnt nú í sumar, þar sem hann í einu hljóði hefir óskað að fá séra Halldór fyrir prest framvegis. Séra Sigtryggur var settur prestur í Prest- hólasókn um það leyti sem mótstöðumenn Hall- dórs prófasts ððu mest uppi og hugðu að hanu yrði settur af embætti, og það er auðséð á grein hans, að hann er ókunnugur ástandinu eins og það er nú i Presthólasókn, enda er nú komið á þriðja ár síðan hann var þar prestur og hann fluttur í fjarska. Hann getur því ekki talað um þetta mál nú af kunnugleik. Lýsing séra Sigtryggs af ástandinu í Presthóla- hólahreppi er algerlega röng og villandi, þeg- ar miðað er við ástandið eins og það er nú. Hann hefir auðsjáanlega gert það fyrir tilmæli mótstöðumanna séra Halldórs að taka til máls, en grein hans hefði betur verið óskrifuð, því hún gerir ekki annað en ýfa forn kaun og spilla þeim sáttum og samkomulagi, sem nú má fyllilega vonast eftir að á verði komið í Presthólasókn eftir margra ára úlfúð og sundr- ung. , 88 að láta þig verða þér til minkunar. Svo'getum við sóð hvernig fer", sagði hann við sjálfan sig. 85 eru lög, sem^geta gert óskynsamar konur ómynd- 12. Apótekarinn kom að Hringnesi. Eitt sinn hittust þeir Riisensköld majór og Hellstedt apótek- ari,°og bað majórinn hann að gera sér þá ánægju að heimsækja sig. Hann lofaði því og kom nokkrum dögum síðar. Hannmætti Linder, þjóni majórsins, í forstofunnl og ætlaði þjónninn að flýta sér inn að segja komu hans, en apótekarinn varð fyrri til að taka hann tali. „Bíddu við", sagði Hellstedt, „ertu hjá majórnum". „Eg er herbergisþjónn hans". „Eg sá þig um daginn koma út úr veitingahúsinu með Rús- ensköld undirforingja. Eg vissi auðvitað ekki, hvað þú varst að gera þar, en mér þótti það tortryggilegt, að þjónn majórsins skyldi vera með öðrum eins manni og undirforinginn er". Þjónninn brá litum og hljóp inn til að láta húsbóndann vita, hver kominn væri. Majórinn tðk gesti sínum með virktum. „Fáið yður sæti", sagði hann. „Mér þykir vænt um aðkynn- ast yður, þvi mér likaði vel við yður í sumar, sunnudaginn, sem prófessorinn var settur inn, þegar þér tókuð málstað dáins heið- ursmanns, og létuð yður ekkert bregða við, þó húsbóndinn liti ó- hýrt til yðar og biskupinn glotti grunsamlega. Eg sá þá, að þar var maður, sem þorði að segja það sem honum bjó í brjósti, og ekki að til ugar". „Parið þér, herra minn", og haldið þvi ekki áfram, sem gæti gert yður hlægilegan, ef það væri ekki svo sorglegt í sjálfu sér". „Ójá, þú rekur mig út", sagði prófessorinn. „öott er það; við hittumst aftur". Hann stökk út, fleygði sér í vagninn og fór sína lelð, og ók svo hratt, að hestarnir vóru í einu kófl. Prúin hafði tekið á því sem hún hafði til, en hún var mátt- vana á eftir, hné niður á legubekkinn og rak upp hljóð. Stofu- stúlkan hljóp inn og fann hana í öngviti. Seinna um daginn kom Rúsenskóld undirforingi allur uppstrok- inn. Því varð ekki neitað, að hann var tígulegur á velli, þó sjá mætti á svipnum merki þess, að maðurinn hafði verið slarkari. Þegar hann kom inn í stofuna til frúarinnar sat Amanda Adlerkrans hjá henni. Það þótti honum ills vlti. Hann vissi að frúin mundi hafavit- að fyrir um komu hans; faðir hennar mundi hafa sagt henni það, og leizt honum ekki á að bera upp erindið í fleiri manna viður- vist. — Þegar hann hafði heilsað, fór hann undir eins að bera upp erindið. „Eg vona að prófessorinn hafi sagtyður, að eg ætlaði aðkoma hér og tala við yður einslega". „Já hann hefir sagt mér það, og eins hvert erindið væri. Þegar alt er svona undirbúið, sýnist mér ekkert á móti því, að

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.