Fjallkonan


Fjallkonan - 08.09.1903, Blaðsíða 3

Fjallkonan - 08.09.1903, Blaðsíða 3
FJALL KONAN. 143 legt er. Þegar því röksemdafærsla hans er brotin til mergjar, þá verð- ur það uppi á teningnum, að Landa- kotsspítalinn á að vera íslenzkur og innlendur af því: 1. að útlendir menn með útlent fé í höndum hafa stofnað hann. 2. að sumii smiðirnir voru íslenzkir. 3. að hann stendur á íslenzkum grunni. Jafn hjákátlega röksemdafærslu höf- nm vér sjaldan séð. Eftir sömu rök- semdafærslu er franskaherskipið hérna á höfninni íslenzkt, því að: 1. útlendir menn hafa látið smíða það fyrir útlent fé. 2. það hefir notað íslenzkan hafn- sögumann og 3. það liggur á íslenzkum sjó Þjóðarauðurinn verður fljótur að vaxa með þessu móti! Yæru slíkar röksemdafærslur annað en vefjur og vitleysa, þá mætti á svipaðan hátt sanna hverja fjarstæðu sem vera skyldi, t. d. að rotturnar í Landakoti séu kýr, því að: 1. rotturnar hafa höfuð, eins og kýrnar. 2. rotturnar hafa hala, eins og kýrnar, 3. rotturnar ganga á fjórum fótum eins og kýrnar. Ályktun: Altsvo eru rotturnar kýr. Nei! Sleppum öllu gamni. Hr. G. E. sést yflr það, að ómögu- legt er að sanna, að Landakotsspítal- inn sé íslenzk og innlend stofnun. Þess vegna hlaut röksemdafærslan að fara í handaskolum, jafnvel hjá eins skýrum manni sem hr. G. E. Þó hr. G. E. yrði allra manna eiztur og væri altaf að leitast við að sanna þetta, þá tekst það aldrei. Hr. G. E. leitast ekki við að færa neinar sannanir fram móti hinum þremur atriðunum, sem sé þeim: að menn verði hvort þeir vilja eða ekki að sætta sig við Landakots- spítalann, að dvöl þar með læknishjálp og öllu meðtöldu sé fátækum og snauð- um mönnum ómöguleg og að vér getum og eigum að koma okkur upp spítala fyrir Suðurland með „fríplássum“. fyrir fátæka menn. Hr. G. E. finnur náttúrl. eins og skynsamur og sanngjarn maður, að þetta er alt alveg satt. Hvernig ætti líka nokkur að hafa móti þessu! Tvent er þó, sem vér verðum sérstak- lega að andmæla hjá hr. G. E. Annað er það, að hann bendir fá- tækum mönnum á sveitasjóðina. Jú! Þeir munu „fátækum fullgóð- ir,“ og margur neyðist tíl að leita þangað. En þung eru þau spor mörg- um og skemtiganga er það líkl. eng- um. Enda mun flestum sveitasjóð- um ofvaxið, að kosta ómaga sína í Landakotsspítalanum svo nokkrunemi. Hitt getur verið, að þeir neyðist til þess. En neyðarbrauð er það. Hitt atriðið er það, að hr. G. E. segir, að öilum standi frítt fyrir, að kosta „frípláss" við Landakotsspítal- ann. Jú! Yér getum trúað því, að Landakotsfólkinu mislíkaði ekki, þótt landssjóður kosjaði þar nokkur „frí- pláss". En þó okkur hafi ekki hing- að til farist sem mannlegast i spí talamálinu, þá erum vér fullvissir þess, að svo djúpt hröpum vér aldrei. í enda greinar sinnar heflr hr. G. E. það í skopi, að vér séum föður- landsvinur, Þarna sprakk regluleg Landakots- blaðra. Vér trúum því vel, að úr dyrun- um í Landakoti þyki . föðurlandsvin- átta skoplegur hlutur og að bæði vér og aðrir, sem ekki gínum orðalaust yfir önglinum og beitunni, sem það- an er dorgað, finnum litla náð fyrir augliti þeirra, sem þar ráða mestu. Það er líka trúlegt, að þeir vilji, að fremur sé talað um eitthvað annað en þetta spítalamál. Lognið og næð- ið mundi þóknanlegra. Hitt mun fremur spilla veiðinni! Nei! Réttast er, að játa hrein- skilnislega það, sem er: að Landakotsspítalinn er alútlend stofnun, að Landakotsspítalinn er kaþólsk trú- boðsstofnun, sem þó um leið er fj árgróðafyrirtæki, að Landakotsspítalinn lifir á sundur- lyndi og samtakaleysi okkar ís- lendinga', að Landakotsspítalinn er „Þrándur í Götu“ fyrir því, að vér fáum inn- lendan spítala með „fríplássum" og að Landakotsspítalinn veltur um koll, eða verður að rifa seglin, hve nær sem við íslendingar verðum þeir menn, að taka höndum sam- an og reka af okkur sliðruorðið í þessu máli. Af þessum orsökum vilja líka allir þeir, sem eru flæktir og ánetjaðir í Landakotsvörpunni, að vér og aðrir þegjum. Hr. G. E. hefir gert sér mikið far um, að reyna að troða því inn í aimenning, að legukostnaður í Landa- kotsspítalanum sé sanngjarn og ekki dýr. Um þetta atriði höfum vér, enn sem komið er, ekkert sagt. Yér höfum hvorki sagt hann sanngjarnan né ósanngjarnan. En sjúklingarnir, sem hafa legið á Landakotsspítalanum, þeir segja, að minsta kosti sumir: „Enginn neitar því, að aðhjúkrun í Landakotsspítal- anum er góð og læknarnir snillingar; en það veit guð, að dýrt er að liggja þar, og það er ekki fyrir fátækling- ana, að sækja þangað meinabót". Þetta hafa þeir talað í vor eyru; og þessi orð eru sannarlega sönn, hvað svo sem hr. G. E. þar um segir. Hr. G. E. hefir gerzt málfærslu- maður þessarar útlendu spítalastofn- unar í Landakoti og hann ver budd- una útlendinganna þar upp frá með oddi og egg, sem kallað er. Þetta er honum í alla staði frjálst fyrir oss. Yér teljum oss jafnfrjálst, að hlynna að sóma íslendinga og buddu fátækl- inganna. En — kaþólska spítalastofnunin og spítalahaldið í Landakoti er okkur íslendingum til vanvirðu, eins og nú er ástatt, og allar fjárgreiðslur þang- að eru nokkurs konar skattgjald á oss til útlendrar trúboðs- og gróða- stofnunar. Þetta skattgjald verða allir að greiða, sem spítalavistar þurfa að njóta og geta notið, því að í ekkert annað hús er að venda. Landakotseinokunin á að steypast af stóli. TSý trúlofuð eru stúdent Jóhann Möller á Blönduósi og ungfrú Þorbjörg Pálmadóttir, prests á Höfða. Gagnlegar bendingar. H. Grönfeldt, mjólkurfræðingur, hefir í 6 vikur verið að húsvitja á rjóma- búunum hér sunnanlands og á því ferðalagi skoðað og smakkað rjóma frá hérumbil 300 bændum. Gerir hann í 57. tbl. ísafoldar grein fyrir göllum þeim, er honum þykja helzt vera á smérgerðinni ogbendir áumbóta- þörfina og umbótaleiðina. Og af því að mál þetta tekur til margra og þessi góða vísa er ekki of oft kveðin, þá skulum vér samkvæmt óskum til- færa hinar heiztu bendingar hans. , Grönfeldt segir, að það, sem helzt er aðfinsluvert, sé það, að tólgarbragð og lykt er oft að rjómanum, og beiskju- súrt væmubragð og lykt. „Hættið", segir hann, „að bera tólg á kýrspen- ana, ef þér metið nokkurs velgengni yðar og þjóðarinnar; því að hvorki er það ósvikin vara og eigi heldur neitt sælgæti, að smakka á rjóma, sem er mengaður af gamalli tólg jafn- vel hvað lítið sem er, og verið vissir um, að Englendingum, sem eiga að borða þetta íslenzka smér, þykir það meira en lítill ókostur, að tólgarbragð er að því.“ Hann segir, að bændurnir verði að hafa gát hver á öðrum og vara hver annan við, að láta ekki tólg koma nærri mjólkinni. Rjómabúin séu stofn- uð til að fá betra smér en hver fær heima hjá sér, og sá, sem ekki hættir að blanda tólg saman við rjóma sinn, hann verði að útilokast úr þessum félagsskap. Mjaltakonurnar verða að hætta að bera tólg á kýrspenana. Hreinlætið, vöruvöndunin heimta það. Framleiðsl- an eykst árlega og samkepnin vex. Ef íslenzka smérið, sem til Englands kemur, er lakara en annað smér, þá fellur það í verði og verður ef til vill óseljandi; því nóg er af smérinu og smérsölunum. „Það er því hin fyrsta og helzta skylda hvers manns, að gera sitt tii þess, að smérið geti orðið svo gott sem unt er, í því verða allir að vera samtaka. “ Hver mjaltakona, segir hann, að geti komist upp á að mjólka án þess að bera tólg eða nokkuð annað á spen- ana; en þær verða að læra öll hand- tök að mjöltunum frá fyrstu byrjun. „Þeir, sem læra að mjólka með allri hendinni, vinna gagn með því bæði sjálfum sér og öllu landinu, með því að sú mjaltaaðferð útilokar þann sið, að bera feiti á spenana, og á þann hátt fæst trygging gegn því, að smérið verði svikið með tólgarblöndun. “ Beiskjubragðið að rjómanum hygg- ur hann, að sé mjólkurfötunum að kenna. Þær séu gerðar úr tré, mis- jafnlega útlítandi, gamlar, brenglaðar, svartar, myglaðar, með ýmsum an- mörkum og á misjöfnum stöðum geymdar. Oft notaðar til alls annars, til að þvo úr þeim, bera í þeim vatn; og — það megi sjá gamlar mjólkur- leyfar í löggunum og milli stafanna. í þessum leyfum séu bakteríur, sem lifni við af nýmjólkurhitanum og geri á svipstundu rjómann óhæfan til smér- gerðar. í lögum hvers rjómabús ætti því að vera svo hljóðandi grein: „Skyldur er hver sá, er mjólk legg- ur til mjólkurbúsins, að láta mjólka í tinaðar blikkfötur, og láta mjólkina eða rjómann aldrei í tréfötur. Brot gegn þessu varðar sektum í fyrsta sinn; en sé brotið ítrekað, hefir sá, er brotið fremur, fyrirgert rétti sínum til hlut- töku í mjólkurbúinu.“ Hefðu allir mjólkureigendur látið mjólka í blikkfötur, er eg viss um, að flestir hefðu komist hjá því, að rjóm- inn súrnaði, og smérið frá flestum rjómabúunumhefðiþá orðið mun betra en það var. Til að sýna áþreifanl. tjónið af vonda rjómanum, skifti hann á ýms- um stöðum rjómanum, hinum góða sér og vonda sér. Var síðan strokk- að úr hvorum fyrir sig. Gæðamun- urinn á smérinu varð svo mikill, að nema mundi 10—20 aurum á hverju pundi. Samt var lakasti rjóminn sendur heim aftur og ekki strokk- aður nema sá, er óverulegt beiskju- bragð og lykt var að. Loks farast honum þannig orð: „Nú erhættvið, að einhverjum verði svo að orði: „Okkur er ómögulegt að að hafa rjómann eins góðan og hann þarf að vera.“ Nei, ómögulegt er það ekki, góðir hálsar. En vér verðum að taka mjólk- urbúskapinn fyrir frá rótum. Það stoðar ekkert þótt vér komum á fót mjólkurbúum, kaupum dýr áhöld og fáum dugandi forstöðumenn eða for- stöðukonur, ef þér hirðið eigi um að hjálpa til sjálfir. Mjólkurbúskapurinn hlýtur að verða sömu lögum háður hér og í öðrum löndum. Það er ekki hlaupið að því að koma honum í gott lag á 3 — 4 ár- um, og eigi unt að heimta undir eins sama verð fyrir smérið hér og t. d. í Danmörku, þar sem menn eru komn- ir lengra á leið í þessu efni en í nokkru öðru landi. Danir hafa unnið að því í 40 — 50 ár, og haft mörgum dugandi mönnum á að skipa til þess starfa. Það er ekki fullnægjandi að fá mann frá Danmörku og segja við hann: „Nú skaltu kenna stúlkunum okkar að búa til smér, sem við get- um fengið hæsta verð fyrir á markað- inum, og gera þær færar um að veita forstöðumjólkurbúunum okkar; að öðr- nm kosti höfum við ekkert með þig að gera, og þú getur þá farið þína leið.“ Nei hér verða allir að vera samtaka, sem að verkinu vinna, eins sá, sem mjaltirnar hefir á hendi, og sá, sem kennir að búa til smérið". Allir bændur ættu að taka bend- ingum þessum vel og leitast við að fara eftir þeim. Smérverðið í nútíð og framtíð er mikið undir bændum sjálfum komið. Þessar umbætur, sem hér eru brýndar fyrir mönnum, eiga bændur ekki undir þingi eða stjórn; en þó ræður það miklu um búnað inn framvegis, hvernig þetta mál ræðst. Hreinlætið og hirðusemin afl- ar okkur auðs og gæfu; óþi-ifnaður- inn og vanhirðan dregur okkur nið ur í sorpið og lokar öllum sundum. — Og væri þá illa farið. — Slysfarip á Vesturlandi. Tómas bóndi Sigmundsson á Fremri Dufansdal í Arnarfirði hafði keypt skektu litla á Suðureyri í Tálknafirði. Framan til í ágústmán. fór hann með syni sínum, Júlíusi, efnispilti um tvítugt, landveg suður í Tálkna- fjörð til að sækja skektuna. Þeir fóru frá Suðureyri í góðu veðri og ætluðu sjóleiðis fyiirframan nesþað,

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.