Fjallkonan


Fjallkonan - 20.10.1903, Blaðsíða 2

Fjallkonan - 20.10.1903, Blaðsíða 2
162 FJALLRANAN. nefnt, sera verulega mætti finna hon- um til foráttu, sera er tjón það, er hann af ýmsum óumflýjanlegum á- stæðum getur bakað dýrunum, auk annara skemda, er hann getur valdið á flutningi og fatnaði manna. Nokkur undanfarin ár hefi eg átt kost á að kynna mér ýms dæmi og hlýða á margar umkvartanir út af gaddavírs-girðingunni; hefðu til verið bannlög frá þinginu móti nefndum girðingum, hefði þeim óefað veríð beitt til að rífa upp gaddavírsgirðing- ar í mínu bygðarlagi, og bað með ástæðum. í mínum augum hefir þessi mótbára allmikið gildi; er óg hefi verið sjónarvottur að því, að skéra hefir orðið hálfrifnar sauðkindur, og hesta skað-skemda af völdum vírsins; auk 'þess er hann að sjálfsögðu ó- hafandi með þjóðvegum; því bæði hefi eg vitað til, að ferðamenn hafa rifið bagga sína á honum, og marg- sinnis mist niður úr þeim kornvöru; enda fólk oftsinnis flett utan af sér reiðklæðum sínum, hafi það komið svo nærri þyminum. Fyrst nú að alþingi okkar íslend- inga á eigi síður en að undanförnu verðugt lof skilið fyrir framtakssemi í eflingu landbúnaðarins með vernd- un gras- og garðræktar; og þar sem siíkt fyrirtæki hlýtur eðlilega að kosta landssjóð mikla iiltrú, stór- aukin fjárframlög; því þá ekki að vanda það, sem lengi ætti að staiida ? Því þá ekki varanlegri og hollari girðingu þó dýrari væri, eða seinna komið í verk? Eða þá ef fljótræðis- hugmyndin ætti að ráða úrslitunum, einungis að koma vörzlunum í fram- kvæmd, því þá ekki sléttan vír, gal- vaníseraðan, sem væri talsvert ódýr- ari, hættuminni og endingarbetri ? Eg segi endingarbetri, af því bæði ryðgar vírinn fyrst við gaddböndin og mætir meiri áreynslu af því, sem á honum festist, sem eru einkum sauð- kindur, bæði af eigin skynieysi og ógætilegum rekstri; enda sjást þess víða merki, einkum haust og vor. Síðan kemur eitt hið athugaverð- asta til sögunnar; hann mundi ó- mótmælanlega verða á vetrardag hinn meinlegasti farartálmi, bæði fyrir menn og skepnur; því eigi er ætið hægt á þeim tíma árs í fann- þyngslum að halda röktum vegum, og vanalega leita skepnur skjóls und- an veðri, án þess að reikna út, hvað á leið þeirra verður. Yér skulum hugsa okkur ferðamenn — menn í kafaldshríð á ókendum stöðum; gaddavírsgirðingarnar mundu í því tilfelli verða vegfarendum hið sama, sem landgrynnið sjófarendum. Þeir gætu lent í fullkomnum vandræðum, skemt sjálfa sig ogfarangur; aunars verður að öllu samanlögðu pródúktið hið sama, sem út kemur hjá hr. S. 8.: Að málið sé lauslega undirbú- ið, og fer þá svo, að „hastverk verða ástundum lastverk". Jafnframt þessu má búast við því, að gaddavírinn verði alls eigi notað- ur sem girðingarefni í sumum hér- uðum landsins, sökum hinna ómót- mælanlegu ókosta hans, þó að þing- ið samþykki lög um útbreiðslu hans; því einhversstaðar eru vonandi til dýravinir. Þortst. Jónsson. Andmæli. „Meiri gaddavír“, Það mætti virðast kynlegt, að vér Ijáum grein þessari rúm í blaði voru, þar sem hún fer í gagnöfuga áttvið vora eigin skoðun og eigin reynslu að því, er gaddavírinn snertir, og oss er óhætt að segja, í gagnstæða átt við skoðun og reynslu mjög margra annara. En hins vegar vitum vér líka, að sumir eru samdóma hinum heiðraða greinarhöfundi; en skoðun þeirra, sem andmæla gaddavírnum, er að voru áliti ekki á nægum rök- um bygð. Yér teljum hana mis- skilning, sem þarf að leiðréttast. — Greinina höfum vér því viljað birta til þess að skoðun þeirri, sem hún flytur, sé mótmælt með rökum í heyranda hljóði. Því það teljumvér bezt við eiga. Heiðraður greinarhöfundur játar sjálfur, að auðveldara só og kostnað- arminna, að girða með gaddavír en jafnvel nokkurri annari girðingu, og að hægt só að sannfæra alla menn um þetta. Um þetta erum vér al- veg samdóma hinum heiðraða höf- undi. Bóndanum er valla nokkur hlutur eins bráð-lífs nauðsynlegur sem sá, að geta girt tún sitt og helzt alt ræktað land. Gagnið, sem af því mundi leiða, að öll tún, þó ekki sé meira, væru girt, mundi óumræðilega mikið. En fátækt, mannleysi og víða skortur á góðu girðingarefni mun framvegis eins og hingað til sá Þránd- ur í Götu, sem heftir þær framfarir, ef halda á gamla hugsunarhættinum og gamla — oss liggur við að segja — sleifarlaginu. Nú er það girðingar- efni komið til sögunnar, nefl. gadda- vírinn, sem gerir auðveldara og kostnaðarminna en áður, að koma upp girðingum, jú, og það svo, að „hægterað sannfæra aila um“, segir höf., og til þess að sannfæra „alla“ hér á landi um nytsemi eins hlutar þarf þó mikið. Hví á þá að meina þeim bænd- um, sem vilja, að nota það girðing- arefni, sem er svo miklu betra en flest alt annað, að „hægt er, að sann- færaalla um“ yfirburði þess og ágæti? Er það máske ekki gott og gagn- legí verk, að hjálpa bændum til að girða túnið sitt? Er æskilegt, að þetta girðingar- leysis- og þarafleiðandi ræktunarleys- isástand vari fleiri aldir en búið er? Er búnaðarástandið svo hér á landi, að rétt sé af mönnum að rísa upp öfugir móti nýmælum til stór- bóta fyrir búnaðinn? Hvorutveggju þessu munu óvinir gaddavírsins svara neitandi, sem annaðhvort er. Hvað er það þá, sem gerir gadda- vírinn „óalandi og óferjandi?" Jú! Það er þetta, að hann á að vera skaðræðisgripur fyrir menn og skepnur. Þessi mócbára er satt að segja „hégóminn einber". Satt er að vísu, að menn og skepnur geta skaðað sig á honum. En — það er engin ástæða móti honum. Menn og skepnur geta skaðað sig á mörgu, sem engum þó dettur í hug að amast við fyrir það. Þó að að einn hlutur hafl í íör með sór möguleika til slysa, þá getur hann samt verið jafngóður og jafnsjálfsagð- ur til notkunar í þjónustu manna fyrir það. Vér vitum, að menn og skepnur hafa oft skaðað sig á Ijáum, en enginn hættir fyrir það við að nota ljáina. Vér vitum, að margir hafa drukn- að í fiskiróðrum; engum dettur þó í hug að hætta öllum fiskiveiðum fyrir það. Hnífurinn og öxin í hendi smiðs- ins, rakhnífurinn í hendi rakarans, skærin í hendi konunnar, eldurinn í hlóðunum, vatnið í brunninum, þetta og ótalmargt annað getur skaðað menn og skepnur og hefir skaðað og drepið menn og skepnur. Samt eru þetta alt góðir og gagnlegir hlutir, sem engum dettur þó í hug, að leggja fyrir óðal. Og svona er og mun verða með gaddavírinn. Vér efumst ekki um, að dæmi höf. séu sönn; en til slysa af gaddavírnum liggja þá jafnan einhver sórstök at- vik, sem alls ekki eru næg til að halda því fram, að hann eigi að hverfa, Vér höfum einnig allmikla reynslu af gaddavír og hún fer 'óll í þá átt, að gaddavírinn só „reglulegt bú- mannsþing*. Og þessa hina sömu reynslu hafafjölda, fjölda margir aðr- ir. Þessi sama reynsla er þar að auki margstaðfest í öðrum löndum. Vér höfum vitað girt með honum í þröngbýlum hverfum, og hann hef- ir ekkert grand unnið mönnum eða skepnum. Allar skepnur læra sem sé að varast hann og ganga vonum bráðar á snið við hann. Hitt er satt, sem höf. segir, að gaddavír ætti ekki að hafa meðfram þjóðvegum, því það getur orðið til meins. En það er svo langt frá, að vér álítum, að rétt væri, að rífa hann upp þar sem hann er kringum rækt- að land, að vér vildum hjartanlega óska þess, að gaddavír væri kominn kringum alt ræktað land á íslandi. Það væri búnaðinum og grasræktinni til ómetanlegs gagns. Sú mun líka raunin á verða, að þegar nýbreytnishrollurinn er úr okk- ur íslendingum, þá munum við ekki segja: „Burtu með gaddavírinn"; heldur munum vér æpa: „Meiri gadda vír“. * Einn hinn skynsamasti og búhygn- asti bóndi, er vér þekkjum, sagði við oss í hitteð fyrra: „Það hafa tveir hlutir komið beztir á mitt heimili; og þeir eru skilvindan og gaddavírinn". Og — það er öllum óhætt að trúa því, að þessi karl „veit, hvað hann syngur". Af því að heiðraður höf. er greind- ur maður, þá erum vér fullvissir þess, að hann muni fá réttari skiln- ing á máli þessu, er hann athugar það betur. Svo vonum vér og að verði um fleiri. Gætið heilsunnar. Kenslumálastjórnin í Weimar á Þýzkalandi hefir látið semja eftirfar- andi heilbrigðisreglur og hengja þær upp í kenslustofunum í skólum þeim, sem stjómin hefir afskifti af. Regl urnar geta átt jafnt við alla menn í í öllum löndum og alstaðar þurfa menn að gæta heilsunnar, eins hér á landi sem annarstaðar. Reglurnar eru þessar: 1. Vér eigum daglega að þvo lík- ama vorn, einkum andlit, háls og brjóst. 2. Vér eigum oft að þvo oss um hendurnar, skera neglur vorar og hreinsa imdan þeim óhrein- indi. 3. tVér eigum að hreinsa tennurn- ur með bursta á hverjum morgni og eftir hverja máltíð. 4. Vér eigum að greiða hár vort bæði fyrri og síðari hluta dags, áður en vór förum í skólann. 5. Vér eigum að halda fötum vor- um hreinum, berja þau og bursta á hverjum degi. 6. Vér eigum að fægja skó vora á hverjum degi. 7. Vér eigum að skilja skóna eftir fyrir utan kenslustofudyrnar, ef þeir eru óhreinir. 8. Vér eigum ekki að fleygja bréfa- rusli, plöntu- eða matarleyfum á gólfið í kenslustofunum. 9. Vér eigum ekki að hrækja á gólfið. 10. Vér eigum ekki að sitja i yfir- höfnunum inni í heitum kenslu- stofunum. 11. Gluggum á upp að Ijúka og hleypa inn hreinu lofti, einkum á milli kenslustundanna. 12. Vér eigum, ef mögulegt er, að vera úti í frístundunum. 13. Vér eigum að borða morgun- verðinn á þeim tíma, sem til þess er ætlaður. 14. Vér eigum að sitja, standa og ganga vel upprétt. 15. Vér eigum að styðja öllum il- vegnum á gólfið, er vér sitjum. 16. Vér eigum að sitja bein, hvort sem vér erum að lesa, skrifa eða fást við dráttlist. 17. Vér eigum að rita gerðarlega og skýra rithönd. 18. Vér eigum ekki að skyggja á oss sjálf, er vér ritum. 19. Vér eigum að forðast ofmikla sólarbirtu, hvort sem vér sitjum að lestri, ritum eða teiknum. 20. Vér eigum ekki að lesa í hálf- rokknu. 21. Vér eigum að skýra kennaran- um frá, ef oss er of kalt eða of heitt í sætum vorum, ef vór ekki heyrum eða sjáum, vel til, ef oss er ílt eða líður illa, eða ef næmir sjúkdómar eru á heim- iluiu vorum. Séu reglur þessar gagnlegar og nauðsynlegar unglingum á Þýzka- landi, sem ekki þarf að efa, þá eru þær líka gagnlegar unglingunum á íslandi. Nýfundinn þjóðflokkur. Landstjórinn yfir eignum Englend- inga í Nýju Guineu hefir nýlega skýrt ensku stjórninni frá því, að þar í landi hafi fundist þjóðflokkur, sem enginn hafi áður haft af að segja. Svo hagar þar til, að er inn í landið kemur, eru þar fen mikil og foræði, frumskógar og stórvaxinn vafningsviður. Verður þar hvorki komist um á faraldsfæti né heldur á bátum. Þessi nýfundni þjóðflokkur er líkari dvergum en vanalegum menskum

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.