Fjallkonan

Tölublað

Fjallkonan - 31.10.1906, Blaðsíða 1

Fjallkonan - 31.10.1906, Blaðsíða 1
Kemut út einn sinni og tvisvar í viku, alis 70 bl. um árið. Verð árgangsins 4 krönur (eriendis 5 krónur eða 1V4 dollar), borgist fyrir 1. júlí (erlendifi fyrirfram). BÆNDABLAÐ Cppsðgn (skrifleg) bund- in við áramðt, ógild nema komin sé til útgefanda fyr- ir 1. oktðber, enda hafi kaupandi þá borgað biaðið. Afgreiðsla: Stýrimannastíg 6. y E li Z L U N A íi B L A Ð XXIII. árg. Reykjavík, 31. október 1906. Xr. 55 Margarinið makalausa. Mörg liundruð puud nýkoinin í með s/s „Giambetta. Alveg f e r s k a r skökur — eins og b e z t a kúasmjör. Þar fæst iika Vega Plantefedt. Augnlœkning ðkeypis 1. og 3. þriðjudag í hverjum mán. kl. 2—3 í spítalanum. Forngripasafn opið á mvd. og ld. 11—12. Hlutabankinn opinn kl. 10—21/, og 51/,—7. K. F. U. M. Lestrar- og skrifstofa op- in 4 hverjum degi kl. 8 árd. til kl. 10 síðd. Almennir fundir á hverju fóstudags- og sunnudagskveldi kl. 81/, síðd. Landakotskirkja. Gnðsþjónusta kl. 9Ya og kl. 6 á hverjum helgum degi. Betel sd. 2 og 67a mvd. 8, ld. 11 f. h. Landakotsspítali opinn fyrir sjúkravit- jendur kl. 101/,—12 og 4—6. Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl. 10—2. Bankastjórn við kl. 12—1. Landsbókasafn opið hvern virkan dag kl. 12—3 og kl. 6—8. Landsskjalasafnið opið á þrd., fimtud. ld. kl. 12—1. Lœkningar ðkeypis í læknaskðlanum á hverjum þriðjudegi og föstudegi kl. 11—12. Náttúrugripasafniö, Vesturg. 10, opið á sunnud. kl. 2—3. Tannlœkning ókeypis í Pósthússtræti 14 og 3. mánud. hvers mán. kl. 11—1. Bækur. Jón Jónsson: Gullöld íslendinga í fornöld. Menning og lífshættir feðra vorra á söguöld- inni. Alþýðufyrirlestr- ar með myndum. (Sig- urður Kristjánsson) 1906. 458 bls. Bók sama höf. um íslenzkt þjóð- erni hefir víst fengið einna beztar viðtökur af öllum ritum, sem nýlega hafa verið út gefin hér á landi. Vér efumst ekki um, að Gullöld hans muni farnast jafn-vel. Bókin er 16 ritgjörðir. Ein er inngangur, 3 um þjóðfélagslíf, 4 um andlegt líf, 2 um atvinnu- og við- skiftalíf, 3 um ytri lífskjör og 3 um heimilislíf. Eins og menn sjá á þessu yfirliti, er sagt frá öllu þjóðlifi forfeðra vorra á gullöldinni. Höf. gerir eftirfarandi grein fyrir bók sinni í formála: „Eg hefi um undanfarin ár notið styrks af almannafé til alþýðlegra fyrirlestra um sögu íslands. Hefi eg sjálfur litið svo á þessa styrk- veitingu, að hún væri til þess ætluð, að eg gerði almenningi heyrinkunn- ar rannsóknir fræðimanna um téð efni. Eg hefi nú um sinn valið mér líf og menningu Islendinga á sögu- öldinni að umtalsefni, og birti hér þessa fyrirlestra á prenti, svo al- menningi út um land gefist færi á að kynnast þeim, eigi síður en al- menningi hér í Reykjavík. Hefi eg safnað hér saman í eina heild öllu því helzta, er að þessu máli lýtur. Hefir það með fram verið ætlun mín, að nota mætti rit þetta sem eins konar leiðarvísi og handbók við forn- sögurnar". Þetta ætlunarverk hefir höf. áreið- anlega tekist mjög vel af höndum að inna. Fróðleikurinn, sem lesanda er boðinn, er mjög mikill. Þeir eru fæstir, sem rýnst hafi eftir öllum rit- um fræðimanna um forfeður vora, fitum sem flest eru í óaðgengilegum búningi fyrir alþýðu manna. Allir aðrir , fá í þessari bók margvíslegan fróðleik, sem þeir hafa ekki vitað um nema óglögt. Að vér nú ekki nefnum þá, er ekki hafa lesið forn- sögur vorar annan veg en lauslega eða lítið eOa ekkert. Fyrir þeim mönnum lýkur Gullöld Islendinga upp eins og nýjum heimi. Og ekki er heldur lítils um það vert, hve skemtileg bókin hefir orðið hjá höf. og alþýðleg. J. J. er farið að láta snildarvel að rita fyrir al- þýðu manna. Alt verður hjá hon- um svo lipurt og auðskilið. Og ís- leuzkan tekur framförum hjá honum með hverri nýrri bók, sem eftir hann sést. Enginn vafi er á því, aðjafnframt því, sem þessi bók eykur þekkingu þjóðarinnar á gullöld landsins, eyk- ur hún og ástar og virðingarþel íslendinga til þessa tímabils. Hug- ur höf. er þar svo hlýr. Og ekki getur hjá því farið, að mörgum verði ljósara, eftir er þeir hafa lesið bók- ina, en áður, hve furðulega langt forfeður vorir komust í líkamlegum og andlegum þroska — þrátt fyiir skuggahliðarnar, sem sannarlega voru ekki dekkri hér en í öðrum löndum, heldur að ýmsu leyti bjartari. Og naumast getur heldur hjá því farið, jafnframt því sem bókin er einkar-vel fallin til að vera „leiðar- vísir og handbók við fornsögurnar“, eins og höf ætlast til, að hún örfi löngun þjóðarinnar til þess að lesa fornrit vor. Mjög þætti oss það kyn- legt, til dæmis að taka, ef engum yrði að líta í Sæmundar-Eddu, þeim er aldrei hefir áður lesið hana, eftir er hann hefði lesið ritgjörðina um skáldskap og sagnalist í bókinni. Furðuleg bók væri það, sem væri framt að 30 örkum, rituð um efni, sem að mörgu leyti verður um að dæma af líkum, af því að fullkomn- ar sannanir vantar, og allir væru sammála um alt í henni. Sú bók er auðvitað ekki til. Og Gullöld Islendinga er ekki heldur svo farið. Yms atriði eru þar að sjálfsögðu, sem skoðanamunur er um. Rétt til dæmis skulum vér minn- ast á tvö atriði: Höf. gerir töluvert úr því, hve „seint og treglega" kristnin hafi rutt sér til rúms hér á landi, eftir er hún hafði verið tekin í lög. Oss virðist meiri ástæða tii þess að tala um, hve fljótt og greiðlega hún hafi náð haldi á landsmönnum. ísland er eitt af þeim fáu Iönd- um veraldarinnar, er kristnast hafa ofbeldisláust af valdhafanna hálfu. Eftir kristnitökuna á alþingi var hér í raunogveru trúarbragðafrelsi. Vald- ið yfir landinu var að miklu leyti í höndum manna, sem kosoið höfðu heiðnir á þingið, og fóru auðvitað heiðnir af því, að öðru en nafninu. Samt verður heiðninnar að kalla má ekkert vart, svo séð verði, eftir kristnitöku. Eítir það amast aldrei nokkur maður við kristnum sið. Yíga- ferli leggjast niður á fám árum. Og landsmenn verða svo auCsveipir hin- um fyrstu innlendu biskupum að furðu gegnir. í vorum augum er kristnin ótrúlega fljót að breiða morgunroða sinn yfir þjóðina. Hitt er annað mál, að tiltölulega fljótt syrtir aftur í lofti. Eu það stend- ur ekki í neinu sambandi við hinn forna átrúnað. Hann er að engu orðinn. Hitt er það, hve börnin voru bráð- þroska í fornöld. Höf. tekur trúan- legar frásagnirnar um það í forn- sögunum. Hann trúir sögunum um Egil Skallagrímsson þrevetran og öðrum af svipuðu tægi. Hann hygg- ur, að þessi bráði barnaþroski hafi staðið í sambandi við sjálfrœði þeirra í uppvextinum. „Engin tilraun er gerð,“ segir höf.. „til að hefta frelsi barnanna, ekkert óttablandið eftirlit með hverju skrefl, eins og nú tíðk- ast. „Sjálfur leið þú sjálfan þig“ er meginregla í uppeldislögmáli for- feðra vorra, og eins og gefur að skilja, ýtir hún mjög undir sjálfstæð- isþroska barnsins“. Auðvitað getur það verið, að ein- stöku börn bafi verið óvenjulega bráðþroska í fornöld hér á landi, eins og einstöku börn eru það enn í dag um allan heim. En langsennilegast er, að mest af slíkum sögum sé á- líka áreiðanlegt eins og sagan um brandana yfir útidyrum Þóris Skeggja- sonar, sem voru svo veðurspáir, að í öðrum þaut fyrir sunnanveðri, en í hinum fyrir norðanveðri. Það er mjög vafasamt, hvortsjálf- ræði barna hefir verið öllu méira í fornöld en það gerist nú í sveit- um mjög víða. Það væri mikill misskilningur að ætla, að þar sé vakað yfir hverju fótmáli barnanna, frá því að þau fara að geta gengið. Þau eru látin hafa fyrir mestu sjálf. Eða svo hefir það að minsta kosti verið til skamms tíma. Og oft eru þau örlítil send langar leiðir, sem ekki mundi þykja hættulaust, þar sem siður er að gæta barnanna vandlega, látin eiga við hesta, látin fara ein yfir ekki alllítil vatnsföll og þar fram eftir götunum. Vitanlega flýt- ir þetta fyrir þroskanum. En þau ríða samt ekki ein þrevetur langar leiðir um verstu fen og foræði eins og Egill, né heldur yrkja þau á þeim aldri eins og hann. Oss grun- ar, að Egill hafi ekki gert það heldur. Gaman væri að rabba um ýmislegt fleira í þessari bók, sem skoðanamun- ur gæti að sjálfsögðu orðið um. En til þess er hvorki tími né rúm að þessu sinni. Vert er að geta þess, að ýmsar myndir eru til skýringar. Þær hefir gert Þórarinn B. Þorláksson málari. Vér erum höf. og kostnaðarmanni mjög þakklátir fyrir þessa óvenju- lega eigulegu bók. Og vér erum þessir fullvísir, að íslenzk alþýða verði það eigi síður. Einar Benediktsson: Hafblik. Kvæði og söngvar. 1906, (Sig- urður Kristjánsson) 184 bls. Til eru þeir íslenzkir alþýðumenn, sem hafa einna mest yndi af ljóðum Einars Benediktssonar, kunna þau, jafnvel hin þyngstu, og hugsa um þau vandlega. Óhætt er að fullyrða, að þeir eru ekki í fiokki grunnfærra manna né gáfnatregra. Enn eru þeir samt sjálfsagt fleiri, — því miður — sem ljóðadís Ein- ars Benediktssonar hefir ekki náð tökum á. Þeir eru sjálfsagt margir, sem hefir fundist hið sama eins og Þorsteinn Erlingsson hefir eftir Grön- dal um hann, að hann „skorti Ijóðlist og sé alt of myrkur." Hann getur ekki leikið sér með málið eins og Þorsteinn Erlingsson, vakið undrun og unað og hlátur og gremju með orO*

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.