Fjallkonan


Fjallkonan - 21.08.1909, Síða 3

Fjallkonan - 21.08.1909, Síða 3
FJALLKONAN 127 " landið eins og sæmir mönnum með íullri greind? ■----»0^------- Sáttgirni. Minnihlutablaðið á Akureyri, Norðri, minnist nýlega á bréfkaílann fráGuðm. Friðjónssyni, sem prentaður var i Norðurlandi og Fjallkonunni, einkum þessi 01 ð: einhver verður að byrja á því að fyrirgefa. Jafnframt lætur blaðið uppi friðar- skilinálana, som það vill ganga að. Ihið segir: ,Vilji meirihlutinn i alvöru stíga nokkurt spor í friðar-og samkomu lagsáttina, þá er það fyrsta skilyrði, að þeir unni oss sannmælis, viður- kenni að vér höíum sagt satt og rétt“. Fað er ekki nema sjálfsagt að all- ir verða að fá að njóia sannmælis. En seint komast sættir á ef allir gera, það að skilyrði, að viðurkent sé, að þeir hafl altaf sagt satt og haft rétt fyrir sér. — Norðri var i sumar með dyigjur sem studdu þann orðróm, sem þá var verið að útbreiða, að mót- stöðumenn Sigurðar heitins fiá Fjöll- um hefðu banað honum á eitri. Á það nú að vera samkomulags- skilyrði, að mótstöðumenn blaðsins viðt’.rkenui að það hafi gert rétt i því að llytja þær dylgjur? Og hvað segja nú landsmenn um svona íriðarskilmála ? Frjálslyndií —o— Svo sem kunnugt er hefir ríki og kirkja verið skilin með lögum í Frakk- landi íyrir fáum árum. I’að var gert í frelsisins nafni sem ekki er tiltöku* mál, og þótti þó mörgum kenna nokk- urrar harðstjórnar af rikisins háliu í því skilnaðarmáii. Páfakirkjan hefir löngum þótt þröngsýn og ófrjálslynd, og verður því eigi niótmælt með rökum. Ætla mætti að þeir, sem mest hafa hneyksl- ast á ófrjálslyndi hennar, létu sig eigi henda lík afglóp og þau, er þeir hafa mest vítt kirkjana fyrir. Eu hvernig hefir nú farið í Frakk* landi, þessu glæsilegasta heimkynni frelsisins, sem lof er sungið um í öllum áttum? Fianska stjórnin hefir nú á prjón- unum lög, er leggja hegningu við því, ef prestar finna að íræðslumálaráð- stöfunum stjórarinnar í ræðu eða riti, og biskupar hafa verið sektaðir fyrir umburðaibréf til presta sinna, aí því að þeir ámæltu uppeldismálalöggjöf ríkisins, og hver prestur, sem las bréfin fyrir söfnuði sinum, varð líka fyrir sektum. Minnir ekki þetta eitthvað á bann- færingar kaþólsku kirkjunnar? Svona er nú trúarbragðafrelsið orð- ið mikið í Frakklandi! — Skelflng er mikið til af hræsni og mis- skilningi og þröngsýni og mannúð- arleysi og hefnigirni hjá þessum dýraflokki, sem kaliaðir eru menn. Mundu þeir vera margir, sem hafa fullan rétt til þess að kasta fyrsta steininum að bræðrum sínum fyrir það, að þeir eru ófrjálslyndir ? ■ ■■ . OOO------- Erlendar ritsímafréttir til Fjallkonunnar. —0— Kh. */8 kl. 10 árd, Verkfall I Sviþjóð; kvartmiljón manna atvinnulausir. Fró Danmörku. Það er óráðið enn, hver ]>ar verður y/irráðgjafi eftir Neergaard. Kh. w/s Frijs er falið að stofna nýtt ráðu- neyti. Kli. H/g Frijs hefir gefist upp við að mynda nýtt ráðuneyti. Holstein Ledreborg greifi, hefir verið kvaddur til Jiess. Hans fyrirœtlun er að láta hin g'ómlu landvirki standa eina tylft ára. Land- varnarvinir hafa tekið höndum saman við Cliristensen. Frestað er að útvega hermálaráðgja/a. Kh. tt/9 Holstein Ledrtborg er orðinn yflr• ráðgjafi, en veitir engri sérstakri stjórn■ ardeild forstöðu. Keergaard er fjár• inálaráðgjafi, J. C. Christensen hermálu- ráðgjafi og Thomas Larsen fólksjtings• «laður samgöngumálaráðgjafi, Aðrir kyrrir. ... i Frá Vestur-íslendingum, Tveir söínuðir hafa sagt sig úr kirkjufélaginu vestra út af samþykt- unum á siðastakirkjuþingi i ágreinings- málunum þar. Fað er Tjaldbúðarsöfn- uður í Winnipeg, sem hefir síra Frið- rik J. Bergmann fyrir prest, og Garð- arsöfnuður. Sá söfnuður hefir þo klofnað og mun minnihlutinn ganga inn í kirkjufélagið aftur. Kirkjuþingið samþykti að bjóða biskupi íslands sem heiðursgesti á næsta kirkjuþing; en þá er kirkjufé* lagið 25 ára gamalt. Sömuleiðis var samþykt að bjóða þangað kand. Sig- urbirni Á. Gíslasyni. Félagið ætlar sér að safna 5000 doll. á þessu ári i afmælis-minning- arsjóð til eílingar trúboði. Ekki eru þeir smátækir, landar vorir vestra. ----<^o*<>----- Slys. Seint í júlí diuknaði maður í Ólafs- fjarðarvatni nyrðra, Friðrik Helgason, piltur um tvítugt. Hann var ásamt 2 félögum sínum að baða sig í vatn- inu, kunni eitthvað til sunds og hætti sér út á óvætt vatn, en sökk þá, annaðhvort af því að hann hefir feng- ið krampa eða fatast sundið. Á ísafirði féll barn i sjóinn 2. þ. m. og druknaði; varð engin var við slysið fyr en um seinan. Það var drengur á þriðja ári, sonur Páls Jó’ súasonar skipstjóra. i 44 — í>að segið þér ekki satt, og mér er litið gefið um fólk, sem segir ósatt: — Pér hafið sjálfar gabbað míg, og það í máli sem miklu meira var um vert, mælti sveitarforinginn. Maríu leizt ráðlegast að þegja við þessu. — Eruð þér þá ekki liræddur um að eg muni leika yður svona illa siðar? spurði hún os leit hvast á hann. — 0, cg mun geta gætt min fyrir því. — Frænka mín vonast eftir að eg komi trúlofaður heim, og það væri illa gert að láta benni bregðast þær vonir. — Pað eru lika meðmæli, sagði María hlægjandi. En þér eruð svo fastráðinn í því, að kvongast aldrei, og allra sízf. mér. — í því efni hefi eg algerlega skift um skoðun, sagði Yalen- tínus. Jungfrú María Hervey leit til hans með því augnaráði, sem tjáði honum meira en nokkur orð heíðu getað gert. Par leit hann upphaf hamingju sinnar. 41 — Kötturinn kúrir undir ofninum, stúlka mín, sagði Mana vingjarnlega. — 'En eg heyrði áreiðanlega eitthvað þarna inni. — Kannske þar sé rotta. Á eg að gæta að þvi? — Ekki mín vegna. Heyrðu nú jungfrú María Honoría Hervey, láttu það nú vera, að vera að erta mig, og skopast að mér. Pú veizt að þessi óttalegi maður, Valentínus sveitarforingi- getur komið á hverri stundu. Hvað skyldi hann segja, þegar hann fær að vita um trúlofunina? — Pað get eg sagt þér, sagði María svo hátt og skýrt sem hún gat. Undir eins og hann kemur inn, lemur hann glófunum í borðið og æpir um það, að hann vilji ekki einu siuni líta við þér, og svo æðir hann fram og aftur um gólfið si svona. María reyndi að herma eftir Vaientínusi. — Uss! sagði jungfrú Warren og gretti sig, svona ruddalegur getur hann þó ekki verið. — Jú það er hann alveg áreiðanlega. Eg ætti að fara nærrl um það, sem hefi séð hann. — Hefir þú séð hann? Hvar er hann þá ? — Parna inni í neðri skápnum. — María sagði jungfrú Warren með alvörusvip. Ertu gengi frá vitinu? Við hvað áttu? — Ekkeit annað en það sem eg segi. •— En hvernig getur hann komist fyrir þar ? —- Ja, þröngt er þar að visu, það skal eg játa; en hann hefir einkennilega gott lag á að gera litið úr sér, þótt hann sé bæði hár og digur. Viltu gera svo vel að rétta mér sykrið? — En . . . . en góða, ef hann er þarna inni, hví kemur hann þá ekki út? — Hann gelur það ekki. Eg læsti skápnum og er með lykil- inn i vasanum. — Jungfni Warren greip báðum höndum um höíuðið. — Er mig að dreyma? Eða hvort er það heldur þú eða hann, sem hefir mist vitið? — Hvorugt okkar, svaraði Marfa glaðlega. Petta er dæma- laust auðskilið, ef þú vilt hafa fyrir að skilja það. — En þarna inni i bkápnum! Endurtók jungfrú Warren.

x

Fjallkonan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.