Norðurljósið


Norðurljósið - 01.01.1913, Qupperneq 1

Norðurljósið - 01.01.1913, Qupperneq 1
- MÁNAÐARLEGT HEIMILIS8LAÐ — : II. árg. Janúar 1913 [Á ársfundi trúboðafjelags, sem starfar aðaliega í Vestur-Kína, sagði frú Howard Taylor, hin velþekta trú- boðskona, eftirfylgjandi sögu um innfæddan kristinn mann, kínverskan, sem heitir Li. Hafði hún fengið nokkra áreiðanlega menn, sem hún þekti í pví hjeraði, þar sem Li bjó, til að rannsaka þessa atburði, og komist að þeirri niðurstöðu, að alt hefði átt sjer stað eins og hjer er sagt frá.] Skömmu eftir að Li hafði snúið sjer frá heiðni, hlustaði hann á hrífandi ræðu trúboða eins sem Iagði út af orðun- um: »Agirnd, sem er skurð- goðadýrkun.« Hann varð mjög áhyggjufullur, er hann hugs- aði til þess, að þrátt fyrir það, að hann var hættur að þjóna skurðgoðum, gæti hann samt orðið fyrir álíka freisting, með því aö gefa ágirnd rúm í hjarta sínu. Til þess að kom- ast hjá því, ásetti hann sjer að eiga aldrei neina peninga nje persónulegar eignir. Hann gaf bróðursyni sínum litlu jörðina sína, ásamt íbúðar- húsinu, og gaf sig eingöngu við þvt að boða löndum sínunt kristindóm. Starfi hans varð mikið framgengt, með bless- un Ouðs, og brátt myndaðist söfnuður kínverskra manna í Yohyang-hjeraði, þar sem Li starfaði lengi og gætti safnaðarins sem trúr hirðir. Þeg- ar fram liðu stundir, stofnaði hann hæli handa þeim, sem neyttu opíums, en sem vildu losna við vald þessa lyfs, sein er hjer um bil ó- mögulegt nema með hjálp Guðs og hluttekningarsamra manna. Þetta starf kostaði auðvitað ekki lítið fje, og það kom stundum fyrir, að lítið var til í forðabúri Lis; en hann fjekk þá opt tækifæri til að þreifa á trúfesti Ouðs á mjög sjerstakan hátt. Einhverju sinni heyrði Li gamli þá kenningu, sem sum- ir halda fram, að allar frá- sagnir gamla testamentisins væru ekki sem áreiðanlegast- ar, og að t. d. sagan um að hrafnarnir hafi fært Elíasi brauð og kjöt á hallæristím- anurn, væri ekki ábyggileg, en að það hefðu að líkind- um verið Arabar, sém fengu honum matvæli; því að ménn vildu ekki trúa því, að fuglar hefðu gert það, það væri þá kraptaverk! En Li gamli gat ekki samsint þessari útskýringu. Honum veitti ekki Li, kínverjinn, sem sagan er um.

x

Norðurljósið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.