Norðurljósið


Norðurljósið - 01.01.1913, Blaðsíða 2

Norðurljósið - 01.01.1913, Blaðsíða 2
2 Norðurljósið ••••••••••••••••oooooo«oo< erfitt að trúa á kraptaverk. Hann hafði of oft sjeð krapt Guðs opinberaðan sem svar upp á bænir sínar. Auk þess hafði hann sjálfur reynt hið sama og Elías, og því gat engin rökleiðsla mótmælt, því að reyndin er ólýgnust. Það var einu sinni, þegar Li átti alls ekki neitt til þess að halda áfram starfi sínu með. Hælið var tómt, og hann vissi ekki hvað hann átti að gera. Var þetta mikil trúarreynsia fyrir hann. 1 skurðgoðaniusterinu, í sama þorpi, bjó frændi hans, sem var goði. Goðinn heimsótti frænda sinn við og við, og tók þá stundtim með [sjer dálítið af brauði eða hveiti af gnægð sinni og gaf honurn. Þegar gamli maðurinn tók á móti slík- um gjöfum, þá sagði hann altaf: »T’ien-Fu-tih entien«, — »náð míns“himneska föður,« Hann átti við, að það væri vegna umhyggju Guðs fyrir honuni og kærleika hans, að honum væru færðar þessar gjafir. En goðinn leit öðruvísi á málið og sagði einu sinni við hann. »Mjer þætti gaman að vita, hvað náð þíns himneska föður kemur þessu máli við? Jeg á hveitið. Það er jeg, sem færi þjer það. Ef jeg gerði það ekki, þá mundir þú brátt svelta í hel, án þess að þinn himneski faðir hirti nokkuð um það. Það kemur honum alls ekki við.« »Jú, það er einmitt minn himneski faðir, sem blæs þjer því í brjóst að hjálpa mjer,« svaraði Li gamli. O, jæja, það er nú alt gott og blessað,< sagði goð- inn; »en við skulum sjá hvernig færi, ef jeg hætti al- veg að koma með brauð til þín. Og hann kom ekki til frænda síns í nokkrar vikur, jafnvel þótt hann fyndi hjá sjer hvöt til að hjálpa hon- um, því að hann gat ekki annað en borið virðingu fyrir gamla manninum, vegna allra þeirra kærleiks- verka, sem hann var sífeldlega að vinna. Það vildi svo til, að einmitt þennan tíma var neyð Lis gamla sem mest, og loks kom sá dagur er hann átti ekki neitt til næstu máltíðar og heldur ekki neina peninga til að kaupa fyrir. Hann kraup þá aleinn í herbergi sínu og úthelti hjarta sínu í bæn til Guðs. Hann vissi það vel, að Faðirinn á himnum vildi ekki gleyma, gat ekki gleymt honum. Þegar hann hafði beðið Drottin að blessa starfið yfirleitt og fólkið alt í þorpinu, nefndi hann það sem goðinn hafði sagt (að Guð kærði sig ekki um börn sín), og bað Guð, vegna eigin nafns síns, að senda sjer þennan dag daglegt brauð sitt. Svarið kont þá þegar. Áður en gamli maðurinn hafði iokið bæn sinni, heyrði hann óvenjulegan hávaða, krunk- hljóð og vængjaþyt úti fyrir, og síðan heyrði hann að eitthvað datt á jörðina. Hann stóð upp og gekk út til að sjá, hvað um væri að vera. Mikill flokkur hrafna, af þeirri tegund sem algeng er í Kína, var að fljúga í uppnámi í kring um húsið og á meðan hann horfði á þá, fjell stórt stykki af svínakjöti niður rjett við fætur ••••••••••••••••••••••••«• hans. Einn fuglanna, sem hinir voru að elta, hafði mist það. Gamli maðurinn tók upp þenna óvænta feng, þakkaði Guði í hjarta sínu og sagði: »Náð míns himn- eska föður!« þá leit hann í kring um sig til að sjá hvað það hefði verið sem dottið hafði niður áður en hann kom út; og sjá! Þar var stórt indverskt hveiti- brauð, vel bakað! Annar fugl hafði mist það, — og þá var kominn ágætur miðdegisverður handa Li gamla! Hrafnarnir hafa líkleg verið að leita sjer fæðu og náð þessu, en sterkari ránfuglar mætt þeim, og þeir orðið að sleppa herfangi sínu. En hvers hönd var það, sem stjórnaði þvi, að þeir sleptu sælgæti sítiu rjett fyrir ut- an húsið hatts Lis? Fullur gleði og ttndrunar gekk Li inn í hús sitt og kveikti eld til þess að sjóða þessa velkomnu máltíð; og áður en soðið var í pottinum, opnuðust dyrnar og frændi hans kom inn. Jæja, góði minn! hefir þinn himneski faðir sent þjer nokkuð til matar?« spurði hann hæðnislega; en hann mintist ekkert á litlu kornpokana sem Itann fól í löngu erminni sinni. »Lít þú í pottinn og sjá,« svaraði gamli maðurinn glaðlega. Fyrst vitdi goðinn ekki líta í poftinn því að hann var sannfærður um, að þar væri ekki antrað en sjóð- andi vatn, en loksins fann hann lyktina, og forvitni hans kom honum til að lyfta lokinu og lita í pottinn. Þegar hann sá hinn ágæta mat, varð hann alveg hissa. »Nei!« kallaði hann upp, »hvaðan hefir þú fengið þetta ?« »Minn himneski faðir sendi mjer það!« svaraði Li, »þú manst eftir því, að hann Ijet þig færa mjer mat við og við, en þegar þú vildir það ekki léngur, þá var það honum hægðarleikur að útvega annan sendimann!« Og þá sagði Li frænda sínunt frá þvt öllu saman. — hvernig hann bað og hvernig hrafnarnir höfðu komið. Goðínn varð svo innileg hrifinn, er hann heyrði þetta, að hann fór, upp frá þeim tíma, að leita Krists, og ekki leið á löngu áður hann sneri sjer frá heiðni og Ijet skírast. Hann hætti þá hinu vellaunaða starfi sínu í skurðgoðamusterinu, því að nú hafði hann fund- ið það, sem fullnægði sálu hans. Hann hafði ofan af fyrir sjer með því að kenna, og varð, með tímanum, mikil stoð söfnuðinum, þar sem hann bjó, og dó loks sigri hrósandi í Jesú Kristi. Li er enn á lífi og var myndin af honum sem hjer fylgir, tekin 1912. Þessi saga er ekki nema eitt dæmi meðal margra, sem trúaðir menn geta bent á, því til sönnunar, að Guð er enn þá hinn lifandi vinur þeirra bágstöddu, sem á hann treysta, alveg eins og á döguni gamla testamentisins. Himnafaðirinn er óbreyttur. »Sem hann var, hann er í dag.«

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.