Norðurljósið


Norðurljósið - 01.01.1913, Blaðsíða 3

Norðurljósið - 01.01.1913, Blaðsíða 3
Norburljcsib 3 Týndi konungurinn. (Saga frá miðöldunum.) Aldrei hefir verið hafin jafn sfórkostleg lierferð og þegar öll Norðurálfan varð hrifin af orðum Pjeturs ein- setumanns á 11. öld og fór í fyrstu krossferðina til að ná Jerúsalem úr höndum Tyrkja. Aldrei hefir verið eins mikil og almenn æsing og trúarofsi og þá, — þegar gamalmenni, konur1og börn keptust um að fara með riddurunum og hermönnunum, til þess að hjálpa í þessu heilaga stríði, — sem þeim fanst vera, — eða að minsta kosti ná í kórónu píslarvotta með því að falla fyrir sverði vantrúaðs Tyrkja. I'essi hundruð og þúsundir manna, sem ekki höfðu meiri hug- mynd um sannan kristindóm en svo, að þeir rændu og drápu á báðar liendur á leiðinni, þóttust vinna Ouði þægt verk með því að reka Tyrki úr Jerúsalem og drepa þá þúsundum saman. Oyð- ingana, — sem höfðu meiri rjett í borginni helgu held- ur en Tyrkir eða krossferða- mennirnir, — brendu þeir inni í samkunduhúsum þeirra. Þá, ekki síður en nú á dögum, var margt gert í nafni Krists og kristindóms- ins, sem á ekki meira skylt við hið heilaga nafn hans en myrkrið á skylt við ljós- ið; og margt hjet kristni þá eins og nú, sem átti ekki annað nje meira skylt við Krist en nafnið eitt. Táldregnir af blindri hjá- trú fóru menn þúsundum saman austur á leið að Mikla- garði til þess að fara yfir til Litlu-Asíu, en tiltölulega fáir lifðu það, að sjá landið helga. Samt voru margar frægar hetjur á meðal þeirra, sem gerðu það sem mönn- um sýndist vera afreksverk, eftir mælikvarða þeirra tíma, og saga vor er um einn þeirra. Það er Ríkarður hinn fyrsti, konungur Englands. Hjer verður ekki sagt frá ferð hans austur til Palestínu, heldur frá erfiðleikum þeim, er hann varð að reyna á heimleiðinni. Hann sigldi með fáeinum mönnum til Ítalíu, en braut skip sitt á leiðinni þangað. Hann hjelt þó áfram, sem best hann gat, áleiðis til Englands, en Tilbiðjendur við kínverskt helgiskrín (Sbr. 1. grein.) þurfti að fara um lönd hertogans í Austurríki, sem hafði orðið ósáttur við hann, þegar þeir voru báðir í Palestínu. Hann tók Ríkarð höndum og setti hann í fangelsi. Keisarinn í Þýskalandi var líka óvinur Ríkarðs og þegar hann frjetti að hann væri handtekinn, bað hann hertogann að senda hann til sín, svo að hann gæti geymt hann þar sem enginn vissi um hann. Nú voru menn Ríkarðs í Englandi í ráðaleysi, því að þeir höfðu frjett, að hann hafði orðið fyrir skipbroti, cn ekki vissu þeir nákvæmlega hvað orðið var af hon- um. En hann átti einn góðan og tryggan vin, aðals- mann, sem Blondel hjet, sem vildi ekki gefast upp við að reyna að finna vin sinn og konung. Með því að njósna um það, þar sem hann gat, hvar hann væri niður kom- inn, komst hann að því, að konungurinn mundi vera einhversstaðar í fangelsi á Þýskalandi, en honum var ómögulegt að fá neina vissu um það, eða vita hvar helst á Þýskalandi það mundi vera. Þá fann hann upp ágætt ráð. Hann dulklæddi sig sem fátækan umferðarsöng- vara og sigldi til Þýskalands með hörpu sína. Konung- urinn var sem sje mikill söngmaður, og hann og Blondel höfðu oft skemt sjer með því að syngja saman tvísöngva og Blondel ljek undir á hörpu. Hann þóttist vera viss um, að konungur- inn niyndi taka undir, ef hann heyrði Blondel, hinn gamla, trygga vin sinn, leika á hörpu fyrir utan fangelsi sitt! Hann fór því í hverja einustu borg í Þýskalandi, þar sem fangelsi var, og ljek fyrst nokkur lög á torginu eða öðrum opinberum stöðum og tók við samskotum, svo að engum gæti komið til hugar hvað erindi hans var. Þá kom hann því altaf við að leika einhver- staðar nálægt fangelsinu í hverri borg, og þá Ijek hann altaf að síðustu nokkur uppáhaldslög Ríkarðs konungs. Þetta gerði hann í langan tíma, án þess að nokkur tæki eftir honum, fremur en hverjum öðrum fátækum umferðasöngvara. Einn dag sat konungur Englands niðurbeygður og örvæntingarfullur í fangelsi sínu, gagntekinn af þung-

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.