Norðurljósið


Norðurljósið - 01.01.1913, Blaðsíða 7

Norðurljósið - 01.01.1913, Blaðsíða 7
Norðurljósis 7 Er biblían ábyggileg? [Greinar þær sem fylgja með þessari fyrirsögn hefur ritstjórinn gefið út í bók á dönsku og ensku. Þær hafa fengið mjög góðar viðtökur og norskir bókaút- gefendur hafa nýlega sótt um leyfi til að prenta norska útgáfu af bókinni. Nokkrir menn hafa hvatt ritstjórann til þess að gefa greinar þessar út á íslensku, og sjer hann ekki betra ráð til þess en að láta þær koma út í »Norðurljósinu.« Verða þær líklega sjerprentaðar síðar.] „Ekki fylgium vjer spaklcga uppspunnum skröksög- um." (Pjctur). „Jeg veit á hverjum jeg hefi fest traust mitt, og jeg er sannfaerður." (Páll). „Vjer vifum..........vjer þekkjum........., vjer vitum.........“ (Jóhannes, 27 sinnum endurtekið). „Haldið þjer, að ritningin fari með hjegóma?" •(Jakob). „Ef sá er nokkur. sem vill gera vilja hans, hann mun komasf að raun um, hvort kenningin er frá Guði.“ (KRISTUR). „Þeir (Bereamenn) rannsökuðu daglega rifningarnar, hvort þessu vœri þannig varið. Margir af þeim tóku nú trú og ekki alifátt af tignum griskum konum og karlmönnum." (Post. gern. 17. 11.—12.) „Dœmir lögmál vort nokkurn mann, nema menn hafi yfirheyrt hann áður og viti, hvað hann hefst að?“ , (Nikódemus). „Hversu mikil eru verk þin, Drottinn, harla djúpar hugsanir þínar! Fiflið eitt skitur eigi og fáráðlingur- inn skynjar eigi þetta.“ (Sátm. 92. 6—7.) Formáli. Er ritningin ábyggileg? Jeg svara: já. En áður en jeg get búist við, að menn verði mjer samdóma, og áður en jeg kem fram með nokkrar ástæður fyrir því, hversvegna menn ættu að verða mjer samdóma, vil jeg : gera grein fyrir því litla sem jeg legg fram í viðbót við alt hið marga og mikla, sem ritað hefir verið um þetta efni, og sem almenningi þykir, ef til vill, að meira eða minna leyti þurt og leiðinlegt að lesa. )eg hefi frá blautu barnsbeini lifað meðal fólks, seni 1 hefir neitað því, að biblían væri Guðs orð. Faðir minn talaði oft við mig um það efni, og leitaðist við að færa mjer heim sanninn uni, að það væri ómögulegt : að reiða sig á orð biblíunnar sem opinberun Guðs. Síðastliðin 7 ár hefi jeg átt heima í bæ einum, þar sem tnjög fáir hafa ákveðna trú á orðum ritningarinnar, og jeg hefi oftsinnis áttlangt samtal við fólk á öllum aldri, ' ýmiskonar lífsstöðu og með mismunandi lífsskoðanir, og jeg held að jeg megi fuliyrða, að það hafi ætíð verið einlæg ósk mín, að fyigja einungis því, sem ó- hætt væri að reiða sig á, og að finna sannleikann, hver svo sem hann væri. Jeg get fullvissað lesarann um það, að jeg hefi enga löngun til að trúa nokkurri bók og breyta samkvæmt kenningum hennar, eða leiða aðra til að gera það, nema jeg hafi algerlega áreiðan- legan grundvöll að byggja á. Jeg hefi ekki rætt þetta mál frá guðfræðilegu sjónar- miði, heldur frá sjónarmiði ungs manns, sem fanst trúin á biblíunni vera mörgum erfiðleikum bundin, og sem vildi ekki gera neina tilslökun til þess að geta orðið rjetttrúaður. Jeg sá að i þessu efni var tvö sker að forðast, annað það, að taka biblíuna sem óskeikult Guðs orð. og þagga um leið niður hinar einlægu mótbárur, sem komu upp í huga mítium; og á hinn bóginn það, að fallast á að sú kenning væri röng, sem hjelt þvt fram, að bókin væri i tnblásin af Guði, af því að mjer fanst að i hettni vera mótsagnir og ósamræmi. Mjer var nú aðeins einn vegur opinn; jeg fór að hugsa unt, að það mundi vera tnikið tjón fyrir mig að telja sjálfum mjer trú um, að hinn eilífi Guð væri höf- undur bókarinnar, ef svo skyldi reynast, að hann væri það ekki; en á hinn bóginn var mjer það Ijóst, hví- líkt tjón jeg mundi bíða, ef Guð væri í raun og veru höfundur hennar, án þess jeg fengi neina vitneskju um það. Þessvegna leitaði jeg, með mestu aivörugefni og samviskusenti, að gildum ástæðum til þess, annaðhvort að trúa eða neita afdráttarlaust, að biblían væri opin- berun Guðs. Jeg ætla mjer ekki að koma með allar þær ástæður, sem jeg hefi nú til þess að trúa á biblíuna sem Guðs orð; til þess eru þær of margar, og fjölgar með hverjum deginum sem Itður. Mig langar aðeins til að tala fáein orð til þeirra, sem eru í líku ástandi og jeg var einusintti, í þeirri von, að það geti veitt þeint dá- litla hjálp og leiðbeiningu, sem jeg hefði sjálfur þegið með mestu gleði fyrir nokkrum árunt síðan, hefði jeg þá vitað hvar hana var að finna. Kristur sagði: »Ef sá er nokkur, sem vill gera vilja ltans (Föðurins), hann mun komast að raun um, hvort kenningin er frá Guði.« Getur verið, að þessi tilraun mín hjálpi einhverjutn, sem vitl gera vilja Föðurins. Gefi Gttð það! II. Fundurinn, sem mistókst. Til voru gagnrýnendur á dögttnt Krists, en þeir voru ekki biblíugagnrýnendur, heldur Kristsgagnrýnend- ur. Ágreiningurinn var ekki utn það, hvort sú bók væri sönn, er skoðuð var sem hið ritaða Guðs orð,

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.