Norðurljósið


Norðurljósið - 01.02.1913, Blaðsíða 5

Norðurljósið - 01.02.1913, Blaðsíða 5
Norðurljósið 13 Höfuðverkur. t*að eru fáir menn og enn færri konur, sem ekki Ihafa haft höfuðverk. Þessi kvilli er svo algengur og sumir hafa hann svo oft, að þeir fara með tímanum að álíta að hann sje einsog sjálfsagður og umbera hann svo sem ekki verði hjá honum komist á hinni þungbæru æfileið þeirra. Ef vel er að farið, þá er samt hægt að losast við hann, þegar tillit er tekið til orsaka höfuðverkjarins og þær læknaðar. Höfuðverkur er oftar einkenni annara sjúkdóma held- ur en sjúkdómur út af fyrir sig. Þess vegna eiga menn altaf að fá læknishjálp, ef þeir hafa mjög vondan höfuð- verk, eða ef hann stendur yfir í langan tíma. Áður en vjer ræðum um þá sjúkdóma, sem valda höfuðverk, ætlum vjer að benda á einföld ráð við væg- um höfuðverk, svo sem getur komið fyrir hjá öllum mönnum af ýmsum orsökum, hversu heilsugóðir sem þeir kunnu annars að vera. Ef höfuðverkur kemur af vöku eða þreytu við lestur eða skriftir, þá liggur það í augum uppi, að sjúkling- urinn verður að hvíla sig vel. Ef menn verða nauð- synlega að leggja hart á sig, eins og vill stundum vera, til þess að Ijúka einhverju starfi, þá munu þeir gjalda þess síður, ef þeir vinna í góðu lofti og standa við og við nokkur augnablik við opinn gluggann og anda að sjer hreinu lofti. f*eir munu líka geta unnið meira og betur ef þeir gera þetta. Einnig eiga þeir að vara sig á því að nota tóbak eða drekka sterkt te eða kaffi við slíkt tækifæri. Fáir geta gert það að ósekju. Alt óhóf getur leitt af sjer hofuðverk. Þess vegna verður að gæta hófs í öllu, ef menn vilja hafa heil- brigt höfuð. Hjer er átt við óhóf í kaffi- eða te- drykkju, áfengisnautn, tóbaksnautn og eins við ofát, sem getur alt að meira eða minna leyti valdið höfuðverk. Fótakuldi orsakar höfuðverk mjög oft. Jeg sje oft konur og stúlkur, og stundum jafnvel karlmenn, á göt- unni, þegar dálítið frost er, eða þá blátt áfram í sum- arblíðu, og hafa þau fast bundið þykku sjali um höfuð- ið svo að varla sjer í annað en nefið og augun, — en fœturnir, hvernig eru þeir útbúnir? Oft eru þeir rnjög illa klæddir og öllu til skila haldið, ef þeir eru ekki blautir. Þetta er nú heimskulegt. Ekki er það höfuðið, sem þarf að vernda og hlýja, en öllu heídur fœturnir. Þegar frost er mikið, þarf að vernda eyrun, en annars mundi fara betur að selja sjalið og kaupa góða skó, sem gæhFhaldið fótunum þurrum og hlýjum. Þá mundi ekki vera eins oft ástæða til að kvarta yfir höfuðverk. Ef menn hafa samt mikinn fótakulda, er oft gott að gera eins og hjer segir: Takið fötu sem er svo stór að fæturnir geta staðið í botni hennar, og svo djúp, að vatn geturjverið í henni upp að hnjám, og baða fæturna í fjörutiu mínútur. Ef heitt vatn er látið strax í fötuna, er hætt við því að það líði yfir sjúklinginn áður en tíminn er úti. Það á heldur að hella volgu vatni (við blóðshita) í fötuna svo sem þumlungs djúpt og hafa mikið af heitu vatni við höndina. Eftir tvær mínútur á að hella dálitlu heitara vatni í fötuna, og enn þá heit- ara vatni eftir aðrar tvær mínútur. Með tveggja mín- útna millibili á altaf að hella dálitlu vatui, heitara og heitara í hvert sinn, og dálitlu meira í hvert sinn. Eftir hálfan tíma verður vatnið orðið djúpt og heitara en svo, að allir hefðu þolað það, ef byrjað hefði verið á þessu heita vatni. Þessi fótaböð hafa mjög góð áhrif og lækna oft höfuðverk, ef hann er i sambandi við fóta- kulda. Einföld ráð sem kosta ekki neitt reynast oft betri en dýr lækning. Það er sagt um Dubois, hinn mikla frakk- neska lækni, að hann hafi sagt hvað eftir annað við menn, sem leituðu hans: »Drekkið vatn, drekkið vatn, jeg segi yður satt! <- Du Moulin, sem var einn hinn frægasti lækna sinna tíma, skrifaði líka rjett áður en hann dó: »Jeg skii eftir tvo mikla lækna, — rjett matar- hæfi og vatn.« Og ekki síst við höfuðverk er vatn góð lækning, þeg- ar það á við. Þegar höfuðverkurinn stafar af ólagi í maganum, á sjúklingurinn að drekka tvær matskeiðar í einu af heitu vatni með 5 mínútna millibili. Mjög oft mun þetta reynast vel. (Framh.)

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.