Norðurljósið


Norðurljósið - 01.02.1913, Blaðsíða 6

Norðurljósið - 01.02.1913, Blaðsíða 6
14 Norðurljósið Molar frá borði meistarans. (Á þessari blaðsíðu verða jafnan fluttar uppbyggilegar greinar fyrir trúaða.) Hinn sanni söfnuður Guðs. eftir Ryle, biskup i Liverpool. [Ath. Þó að þessi grein sje ekki stíluð beinlínis til trúaðra manna, þá er samt svo margt í henni, sem trúuðum mönnum er nauðsynlegt að hugfesta, að jeg leyfi mjer að birta hana hjer á þessari blaðsíðu. Hefir hún sjerstakt erindi ti! okkar um þessar mundir, er svo mikið er talað um afstöðu ríkis og kirkju. Hinn heiðraði höfundur, sem nú er látinn, var einn hinn helsti skörungur í ensku þjóðkirkjunni. Er jeg honum fyllilega samþykkur í skoðunum þeim, er hann lætur hjer í Ijós. — Ritstj.] Ert þú í hinum eina, sanna söfnuði, — þeim söfnuði sem einn hefir hjálpræðið? Jeg spyr ekki um það, hvert þú fer á sunnudögum; jeg spyr að eins: »Ert þú í hinum eina, sanna söfnuði?« Hvar er þessi eini, sanni söfnuður? Hvað er þessi eini, sanni söfnuður? Hver eru þau merki, sem hægt er að þekkja þenna eina, sanna söfnuð á? Það er von að þú berir fram slíkar spurningar. Veit mjer athygli þína, og þá skal jeg svara þjer. Hinn eini, sanni söfnuður samanstendur af öllum, sem trúa d Drottin fesúm Krist, — af öllum hinum útvöldu Guðs, — af öllum frelsuðum mönnum og kon- um, — af öllum sannkristnum. Ef hægt er að sjá á nokkrum manni merki þess, að hann sje útvalinn af Guði Föður, hreinsaður í blóði Guðs Sonar og helgað- ur af Heilögum Anda, þá er hann einn í hinum sanna söfnuði Krists. Allir í þessum söfnuði hafa hin sömu kennimörk. Þeir eru allir fæddir af Andanum; þeir hafa allir »snúið sjer til Guðs og til trúarinnar á Drottin vorn Jesúm Krist;« og eru heilagir í lífi sínu og framkomu. Allir hata þeir synd, allir elska þeir Krist. Guðsdýrkun þeirra er með mismunandi hætti; nokkrir þeirra tilbiðja með bænabók og nokkrir án aðstoðar hennar; nokkrir tilbiðja krjúpandi, og nokkrir standandi; en þeir tilbiðja allir Guð með einu hjarta. Þeir leiðast allir af Anda Guðs; þeir byggja allir á einum grundvelii; þeir öðl- ast allir trú sína frá einni einustu bók, — það er, frá biblíunni. Þeir safnast um einn miðdepil, — það er Jesús Kristur,—og þeir sameinast í honum. Þeir geta allir sagt í samfjelagi, jafnvel nú, með einum rómi: »HaleIúja!«, og þeir geta allir svarað og sagt einróma »Amen, amenh Söfnuður Guðs er engum prestum eða þjónum háð- ur hjer d jörðu, þó að hann meti þá mikils, sem boða fagnaðarerindið. Andlegt líf þeirra, sem f söfnuðinum' eru, er ekki undir því komið, að þeir hafi gengið í neitt ákveðið kirkjufjelag, gengið undir neina skírn, nje tekið þátt í kvöldmáltíðinni, — þó að þeir meti þessa nefndu hluti mikils, þegar þeir eiga kost á þeim. En söfnuður þessi á aðeins einn mikinn höfðingja, — einn hirðir, einn mikinn biskup, — og hann er Jesús Kristur. Hann einn gerir menn að fjelögum safnaðar sins með anda sínum, þó að þjónar hans vísi mönnum til hans. Enginn maður á jörðu getur opnað dyrnar, fyr en hann sjálfur hefir opnað þær, hvorki biskupar, öldungar, prestafundir nje synodus. Ef maður iðrast og trúir náðar- boðskapnum, þá verður hann um leið fjelagi safnaðar Krists. Getur verið að hann fái ekki tækifæri til að- skírast, fremur en ræninginn á krossinum, en hann hefir fengið það, sem meira er um vert, og það er skírn Heilags Anda. Getur verið, að hann fái ekki að neyta brauðs og víns við kvöldmáltíðina, en hann etur líkama Krists og drekkur blóð hans á andlegan hátt hvern dag sem hann lifír, og enginn prestur á jörðu getur bannað honum það. Má vera að hann verði bannfærður af vígðum mönnum og settur út af hinum ytri siða-sakramentum hinnar ytri kirkju; en allir hinir vigðu menn í veröldinni geta ekki útilokað hann frá hinum sanna söfnuði Guðs. Tilveru þessa safnaðar er ekki háð neinuni fyrirskip- unum, viðhafnarsiðum, dómkirkjum, kirkjum, bænhúsum, ræðustólum, skírnarfontum, messuklæðum, orgelum,. fasteignum, peningum, konungum, landstjórum eðæ öðrum yfirvöldum eða neinu öðru, sem menn geta veitt honum. Oft hefir það komið fyrir, að söfnuður Guðs hafi lifað og þroskast, þó að hann hafi verið gersneyddur öllum þessum hlutum; oft hefir hann verið rekinn í eyðimerkur eða í holur og hella fjallanna af þeim, sem hefðu átt að vera vinir hans. Tilvera hans er engu öðru háð en nálægð Krists og Anda hans,. og fyrst svo er, getur söfnuður þessi aldrei dáið út. Þessi söfnuður einn getur tekið til sín þá háu titla og þau dýrmætu fyrirheiti, sem ritningin nefnir. Þessi er »líkami Kristsc; þessi er »hjörð Krists«; þessi er »fjöl- skylda Guðs«; þessi er »Guðs bygging« og »musteri Heilags Anda«. Þessi er »samkunda hinna frumgetnu,. hverra nöfn eru skrifuð á himnum«; þessi er »hið konunglega prestafjelag«, »hin útvalda kynslóð«, »hei- lagi Iýðurinn«; »Guðs eigið fólk«; »hús Guðs«, »ljós heimsins« og »salt jarðar«. Þessi er »hin heilaga, al- menna kirkja«, sem vitnað er til í trúarjátningunum;, það er þessi söfnuður, sem Kristur á við, er hann seg- ir: »Hlið Heljar skulu eigi verða honum yfirsterkari«, og sem hann segir við: »Jeg er með yður alla daga alt til enda veraldarinnar.« (Matt. 16. 18. og 28. 20.) (Framhald.),

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.