Norðurljósið


Norðurljósið - 01.03.1913, Blaðsíða 2

Norðurljósið - 01.03.1913, Blaðsíða 2
i8 Norðurljósið ið verk mitt!« En sjórinn reis upp eitt kvöld og tók vitann og hinn drambláta byggingameistara þess! Árið 1706 reisti annar verkfræðingur vita úr trje og steini á sama stað, en hann brann eftir 49 ár. Þá var hinum mikla verkfræðingi, Smeaton, falið að reisa vitann. Hann gerði fyrst mikla undirstöðu af grjóti úr sjálfum klettinum, og tengdi hana með járnsveigum við bjarg- ið. Hann gerði engar drambsemisáritanir eins og Win- stanley, heldur ljet hann höggva á undirstöðuna: „Ef Drottinn byggir ekki husið, þá erfiða smiðirnir til ein- skis," og þegar vitinn var fullger setti hann Iatnesku orðin: »Laus Deo!« (»Lof sje Ouði!«) á toppsteininn rjett fyrir ofan ljósið. Þessi viti stóðst árásir vatns og veðurs í 120 ár, og stóð þá óhaggaður. Varð hann til þess að leiðbeina ótalmörgum skipum fram hjá skerjunum og eflaust að frelsa mörg mannslíf. En nákvæm rannsókn sýndi, að hann var farinn að slitna, sem von var, og nýr viti var þá reistur í nánd við hann, sem varð fullger 1882. Ljósið frá vita þessum sjest meira en 4 mílur (danskar) í burtu; og stendur vitinn enn. í stormunum, sem geysuðu um Norður-Evropu í Desember- og Janúarmánuði í vetur, var ekki hægt að komast að einum vitanum á austurströnd Englands í sex vikur vegna þess hve brimið var mikið. Mennirnir, sem gættu hans, voru farnir að líða skort, þegar bátur gat loksins komist til þeirra. Vitamennirnir þurfa oft að neita sjer um margt, til þess að geta gengt hinu nytsama starfi sínu. Þegar vjer lítum á myndina á 1. blaðsíðu, kemur oss ósjálfrátt í hug, hvað grundvöllurinn hlýtur að vera traustur undir vitanum, til þess að hann geti staðist sjávargang og storma, sem knýja svo oft á hann. Sömu- leiðis verður hver sá maður, sem vill vera til leiðbein- ingar þeim, sem velkjast í ólgusjó lífsins,—og það eiga nú allir að vilja, — að vera sjálfúr tengdur við þann eina grundvöll, sem Guð hefir lagt, Jesúm Krist. Ann- ars er hætt við því, að hann fari sjálfur í sjó spillingar- innar, eða faili fyrir stormi efasemdanna. Margir eru þeir uppi nú á dögum, sem þykjast ætla að leið náung- ann á rjetta leið, svo sem andatrúarmenn, »guðspek- ingar« og aðrir, en grundvöllurinn er ekki nógu góður. »Annan grundvöll getur enginn lagt en þann, sem lagð- ur er, sem er Jesús Kristur.« (I. Kor. 3. 11.) Vitar eru aðallega til þess, að leiðbéina skipum þeg- ar dimt er og stormasamt. Þegar fer að dimma á vegi vorum, þegar menn hrekjast fyrir vindi og sjó og vita ekki hvað þeir eiga að gera eða að hverju þeir eiga að snúa sjer, þá getur aðeins það, sem bygt er á bjarg- inu: Kristi, orðið til að leiðbeina oss rjett, enda kann- ast flestir við þetta, þegar stormana ber að. Velþektur vantrúarmaður, sem hafði átt trúaða konu, stóð við banasæng dóttur sinnar og horfði með örvæntingu á hið fagra, fölva andlit hennar. »Á jeg að trúa á van- trúarkenningar þínar nú, eða á jeg að snúa mjer að trú móður minnar og að Guði hennar? Segðu mjer það, pabbi!« sagði hún. Faðir hennar varð hugsi um stund, og átti í mikilli baráttu við sjálfan sig, áður en hann vildi gefa það svar, sem samvizka hans bauð honuin að gefa. Hann stóð augliti til augliti; við von- leysi vantrúarinnar og sá, að það var ekkert í henni til að lýsa veginum fyrir dóttur hans. Hann svaraði: »Snú þjer að trú móður þinnar, elsku dóttir mín!« Vitar standa oft við hafnir, til að sýna veginn inn í þær. Kristur er ljósið, sem vísar oss á leið inn í dýrð Föðurins. Ljósíð, sem sjest lengst að, er skærast heima fyrir, og margir, sem hafa leitað Krists, hafa fundið, að það Ijós, sem þeir sáu álengdar, er þeir voru að berj- ast við vind og sjó, er hið indælasta »ljós lífsins«, sem hægt er að ímynda sjer. Vitar eru líka til þess, að vitaverðirnir geti bjargað þeim, sem hafa ekki tekið viðvörun, og annaðhvort af gáleysi eða getuleysi hafa rekið sig upp á skerin. Kristur fór sjálfur upp á sker syndarinnar til þess að geta bjargað oss, þegar hann dó á krossinum, og|nú er hann fús til að taka á móti öllum og blessa alla, sem hafa ekki skeytt viðvörun hans, hafa mist innsigl- inguna í höfn Guðs og rekið sig upp á skér. Er lesarinn einn þeirra? Hver stjórnaði síldinni? Raddir heyrast við og við, sem neita kraftaverkun* Jesú Krists, eins og þeim er lýst í guðspjöllunum. Það er þá sjálfsagt, að slíkir menn neita því, að hinir yfir- náttúrlegu fiskdrættir hafi átt sjer stað, eins og segir t. d. í Lúkasarguðspjalli, 5. kapítula og í Jóhannesar- guðspjalli, 21. kapítula. Ritstjóri þessa blaðs fjekk brjef fyrir fáum dögum frá manni, sem hann þekkir vel og sem hann hefir fulla ástæðu til að ætla að sje sannorður maður, enda hefir hann reynst honum í alla staði áreiðanlegur. Brjefritarinn er fátækur barnamaður og stundar sjó í norðlensku sjávarþorpi; hann skrifar á þessa leið: »Og skal jeg segja þjer dæmi upp á það, hvað Guð er mjer góður. . , . Það var 18 vikur af sumri, að það kom aflahlaup, en allir voru beitulausir. Þá frjettist í símanum, að gufuskip hefði komið inn á —fjörð með síld, Slógu allir sjer saman, á laun við mig, með að gera út mótorbát á—fjörð eftir síld. Mótor- inn fór, og kom aftur með nóga síld. Svo gekk jeg til allra og bað þá um síld, en enginn af öllum kunn- inngjunum þóttist hafa munuð eftir mjer; þeir sögðust

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.