Norðurljósið


Norðurljósið - 01.03.1913, Blaðsíða 3

Norðurljósið - 01.03.1913, Blaðsíða 3
NORÐURLJÓSIÐ 19 -• • • • • • • • • • ?»»••« ekki hafa tekið meira en það, sem þeir þyrftu sjálfir. Hjá einum þeirra átti jeg 25 síldar, sem jeg lánaði honum, upp á síld aftur, þegar Drottinn gaf mjer 70 ¦síldar í kastnet. Þessi maður fjekk 400 síldar utan af — firði, og treysti jeg honum best til að láta mig fá þessar síldar sem jeg hafði lánað honum áður af 70; en það var alveg afsvar, jeg fjekk ekki neitt. Mjer varð alveg orðfall; jeg hjelt heimleiðis, og var að hafa J>etta fyrir munni mjer: »Eitthvað þeim til líknar Iegst, sem ljúfur Guð vill bjarga.« Það reyndist Iíka! Drottinn Jesús mundi eftir ¦mjer. Það var kraftaverk, vinur minn. Jeg átti síld- arnet í sjónum, og allir aðrir áttu líka mörg net í sjónum á sama stað, sem voru, bæði að mínu álití ¦og annara, mikið betri net. En hvað varð ? Garmur- inn minn var fullur af síld um morguninn, en ekki ein -einasta síld í öllum netjatróssunum hinna! Þetta var viðvörun. Mennirnir urðu hissa, en jeg lofaði Guð af hjarta og útbýtti öllum af síldinni, því að jegáleit, að Drottinn vildi hafa það svo; því að jeg er búinn að reyna það, að hann gleymir hvorki mjer nje öðrum, sem ákalla hann einlæglega.t Fegurð Krists. I. Samanburður er ómögulegur. Mikilleika allra annara hefir ætíð fylgt einhver lítilmenska; vísdómi allra annara hefir fylgt einhver fáviska; góðsemi allra annara hefir fylgt einhver ó- fullkomleiki; aðeins um Jesúm Krist er hægt að segja án þess að ýkja: „Allur er hann yndislegur!" (Lofkvæði 5. 16.) Pessvegna er umræðuefni mitt: »Fegurð Krists«. Fyrst og fremst virðist mjer þessi yudisleiki Krists koma fram í því, að hann var fullkomlega mannlegur. Hjer á jeg ekki við, að hann væri fullkominn maður, heldur að hann væri fullkom- lega mannlegur. í öllum hlutum er hann einn með oss, að frá- skilnum syndum vorum og hinu spilta eðli voru. »Hann þroskaðist að visku og vexti og náð«. Hann erfiðaði og tárfeldi og bað og elskaði. »Hans var freistað á allan hátt ei:is og vor, áii syndar.« Vjer viðurkennum hann sem Drottin vorn og 'Guð vorn, eins og Tómas; vjer tilbiðjum og heiðrum hann, en samt sem áður er enginn, sem getur verið í eins nánum kunningskap við oss, •enginn sem kemur eins nærri hinum mannlegu »-• • • • • -•- hjörtnm vorum, eins og hann; enginn er sá í víðri veröld, sem vjer hræðumst eins lítið og liann. Hann kemur inn í nútíðar-líf vort og tekur þátt í því, alveg eins og hann væri fæddur og uppalinn í sama stræti og vjer. Hversu heilbrigt og ófalsað er hið mannlega eðli hans! Marta á- vítar hann; Jóhannes, sem hefir sjeð hann reisa upp dauða, kyrra vind og sjó og tala við Móse og Elía á fjallinu helga, hikar ekki við að halla höfði sínu að brjósti hans við kvöldmáltíðina. Pjetur leyfir honum ekki að þvo fætur sína, en biður hann þó strax á eftir að þvo höfuð sitt og hend- ur líka. Peir spyrja hann heimskulegum spurning- um, og ávíta hann, og heiðra og tilbiðja hann í sömu svipun. En hann talar við þá sem einka- vinur, set>ir þe'in rtð óttas* ekki og fullvissar þá uin kærleika sinn. I öllu þessu virðist mjer hann »allur yndislegur«. Fullkomleiki hans er ekki sem kaldur glampi, heldur sem hlýr bjarmi. Heilag- leiki Jesú cr svo hlýr og mannlegur, að hann laðar menn að sjer og blæs þeim heilagleika íbrjóst. Pað er ekkert óþýtt eða óaðgengilegt í heilagleika hans. Fegurð heilagleika hans minnir mann miklu heldur á blómabrekku. Jesús tekur á móti syndurum og hefir samneyti við þá, — allskonar syndara; jafnt við Nikodem- us, hinn siðvanda, trúrækna syndara og við Maríu frá Magdölum, »sem hann hafði rekið út af sjö illa anda,« — hinn ofboðslega syndara. Hann kemur inn í líf syndugra manna eins og hreinn, tær straumur rennur í óhreinan poll. Straumurinn ótt- ast ekki að óhreinkast af pollinum, en kraftur og hreinleiki hans gerir hann brátt tæran. II. Meðaumkun hans. Vjer lesum oft um Jesúm, að hann »kenni í brjósti tim þá«. Mannfjöldinn, sem var eins og sauð- ir, er engan hirði hafa; ekkjan í Nain, sem fylgdi einkasyni sínum til grafar, dauða barnið höfðingj- ans, hinn djöfulóði í Gadara, hinar fimm þúsundir, sem hungraði; — alt, sem þoldi nauð, vakti hlut- tekningu Jesú. Hluttekning hans er »öll yndisleg«. Jafnvel reiði hans við Farisea og hina skriftlæiðu var sprottin af hinni yfirgnæfandi hluttekningu hans við þá, sem þoldu ilt undir hinni hörðu hendi þeirra. Leitaði Jesús nokkurn tíma að verðleika hjá þeim, sem hann hjálpaði? Hann læknaði hina sjúku, en hvílík náð fólst. í meðaumkun haus! Hversvegna snerti haiin t. d. auminga líkþráa manninn? Hann hefði getað læknað hann með einu orði, eins og hann læknaði son höfðingjans. En hinn Iíkþrái hafði verið í nokkur ár útskúfað-

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.