Norðurljósið


Norðurljósið - 01.03.1913, Blaðsíða 4

Norðurljósið - 01.03.1913, Blaðsíða 4
20 NORBURIJÓSIB ur úr mannfjetaginu vegna sjúkleika síns, skilinn frá ættingjum sínum og var þessvegna farinn að missa manndóm sinn, svo að segja, farinn að gleyma því að hann var maður eins og aðrir menn. Það saurgaði menn að nálgast hann, — en þegar Jesús snerti hann þá varð hann maður aftur. Trúuð kona, sem starfaði fyrir Krist á meðal hinna föllnu í stórborg einni, fann einu sinni djúpt fallna stúlku hættulega veika í fátæklegu her- bergi sínu. Hún fór sjálf að hjúkra henni, skifti um rúmfötin, útvegaði meðöl, góða fæðu og eldsneyti, breytti til í herberginu og gerði það eins skemtilegt og hægt var. Síðan sagði hún við hana: »Má jeg ekki biðja með þjer?« »NeU, svaraði stúlkan, »þjer er ekki verulega ant um m'g; þú gerir þetta aðeins til þess að konn til himnaríkis*. Svo leið og beið í marga daga og trúaða kon- an þreyttist ekki að sýna hinni kærleika, en synd- uga stúlkan var hörð og jafnvel beiskyrt. Loksins sagði konan við hana: »Nú ert þú búin að ná þjer aftur, elskan mín, og jeg ætla þess vegna ekki að koma oftar til þín, en af þvíað þetta er síðasta heimsókn mín, þá bið jeg þig um að lofa mjer að kyssa þig«, og hinar hreinu varir, sem höfðu aðeins þekt bænir og heilög orð, komu við varirnar, sem saurgaðar voru með blótsyrðum og óhreinu kjassi, — og þá brast hið harða hjarta. Slík er aðferð Krists. III. Auðmýkt hans. Auðmýkt Jesú Krists var »öll yndisleg«. Hann, sá eini, sem nokkurn tíma hefði getað kosið, hvernig eða hvar hann skyldi fæðast, kom í þenna heim sem »almúgabarn«. Hvílík auðmýkt, hvílíkt lítillæti! »Jeg er meðal yðar eins og sá, er þjónar.« Hann »tók að þvo fæt- ur lærisveinanna«. »Hann illmælti eigi aftur, er hon- um var illmælt.« »Eins og sauðurinn þegir fyrir þeim, er hann klippir, eins lauk hann ei upp sín- um munni.« Getum vjer hugsað það um Jesúm, að hann hafi nokkurn tíma gerst heimtufrekur og gengið hart eftir rjetti sínum? IV. Blíða hans. En hinn yfirgnæfandi yndisleiki Jesú sjest best á framkomu hans gagnvart syndurum. Hann er svo blíður, svo hreinskilinn, en samt svo nærgæt- inn og kurteis. Nikódemus, sem var hreinskilinn og einlægur, en þó stoltur af stöðu sinni sem »lærimeistari í Israel« og hræddur um að stofna henni í hættu, »kemur til Jesú um nótt«. Aður eu »lærimeistarinn« fer, hefir haun komist að raun um hina miklu vanþekkingu sína um fyrsta spor- ið í Guðs ríki, og fer leiðar sinnar til að hugleiða og heimfæra upp á sjálfan sig þau crð, sem Jesús talaði við hann: »Mennirnir elskuðu myrkrið meir en Ijósið, því að verk þeirra'voru vond«. Þó heyrði hann ekki neitt óþýtt orð af vörum hans, ekki neina setningu sem gæti sært tilfinningar hans! Þegar Jesiís sjer hina syndugu, örvæntingarfullu konu, sem Farisearnii höfðu leitt til hans, og sem hlaðin var mikilli sekt, þá ávarpar hann hana þeg- ar ákærendur hennar voru horfnir, hver eftir annan, og notar hið sama orð (á frummálinu), og sem þýit er »kona«, sem hann notar er hann ávarpar inóður sína frá krossinum. Heyrum hann tala við samversku konuna við Jakobs-brunninn. Hann útskýrir fyrir henni með mikilli þolinmæði hinar helgustu kenningar, oggríp- ur nærgætilega, en þó ákveðið, á hinu mikla kýli syndarinnar, sem var að eta um sig í sálu hennar. En hann talaði eins kurteislega við hana eins og það hefði verið slík kona sem María frá Betaníu. |afnvel í dauðans angist gat hann heyrt stunu hinnar örvæntandi sálar, sem sneri sjer til hans. Það var siður sigurvegara, er þeir sneru aftur frá hernaði í fjarlægum löndum, að flytja heim hinn mikilfeng- legasta fanga sem sigurmerki. Nægði það Kristi að leiða með sjer til himins sál eins ræningja! V. Hið fullkomna jafnvægi haps. Já, allur er hann yndislegur. Mig skortir tíma tit að ræða um göfugleika hans, karlmensku hans, hina fullkomnu hugprýði hans. í persónu Jesú halda allir fullkomleikar jafnvægi sínu. Alt það, sem lýsir fullkomleika, finnst hjá honum í jöfnum mæli. Blíða hans er aldrei veikleiki, hugrekki hans kemur aldrei fram sem harðneskja. Vinur minn, þú getur athugað þetta sjálfur. Fylg þú honum í anda í alla þá háðung og smán, sem hann þoldi þá nótt, er hann var handtekinn. Sjá þú hann standa fyrir æðsta prestinum, fyrir Pílatusi, fyrir Heródesi. Sjá þú hann þola ógnanir, hýðing; menn slá hann í andlitið, hrækja á hann og hæða hann. I því sjáum vjer mikilleika hans. Aldrei missir hann stjóm á sjálf- um sjer, hinn konunglega göfugleik sinn. Já, fylg þú með honum víðar. Fylg þú honum með hópnum, sem hæðir hann, um leið og hann fer út úr borgarhliðinu; sjá þú hann, er þeir leggja hann á hinn mikla, stórgerða kross, og heyr þú hið óttalega hljóð, þegar hamarinn rekur naglana (Framhald á 24, bls. 2. dálki.)

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.