Norðurljósið


Norðurljósið - 01.03.1913, Blaðsíða 5

Norðurljósið - 01.03.1913, Blaðsíða 5
NoRBURLJÓSIB 21 Heimilislœkn ingar. XV. Höfuðverkur. (Frh.) Sá, sem álítur þessi ráð (sbr. síðasta tbl., 13. bls.) »of einföld«, er sjálfur einfaldur, því að ef örlítið heitt vatn getur læknað hann, þá er það tilefni til þakklæt- is, en engin ástæða er til að fyrirlíta meðalið, sem náttúran hefir sjálf lagt til í svo ríkum mæli. Þegar eitthvað, sem ekki vill leysast upp fljótlega, hefir lent í maganum, er oft ekki þörf á öðru er heitu vatni, teknu inn eins og sagt hefir verið. Það ætti ekki að þurfa að taka það fram, að menn eigi altaf að tyggja svo vel fæðuna, að hún sje sem þykkur vökvi er hún fer ofan í magann, því að það er skaðlegt ef maginn tekur við henni þurri og hálf tugginni. Sumir segjast, ef til vill, ekki hafa tíma tii þess, vera undir aðra gefnir og þurfa að flýta sjer með máltíð- irnar. Þeim skal svarað því, að það er betra að borða helming fæðunnar vel tugginn, heldur en alla fæðuna hálf-tuggna. Næringargildi hins vel tuggna er töluvert meira en þess, sem illa er tuggið, og meltingarfærun- uni er þá ekki misboðið. Ef ólag er á maganum.vakna menn stundum á morgnana með höfuðverk. Þá á að drekka tvo kaffibolla af heitu vatni, með 10 mínútna millibili. Fimm eða sex dropar af ediki í vatninu hjálpa töluvert, einkum ef ónota-þraut í innýflunum fylgir höfuðverknum. Haldið áfram allan daginn að taka heitt vatn, hálfan kaffibolla í senn, svo sem fimm eða sex sinnum á dag. Höfuðverkur og áhyggja. Höfuðverk fá menn oft, þó að heilsan sje annars ó- biluð, eingöngu af áhyggju, sem menn bera fyrir ó- komnum hlutuni, eða óvissu, þegar um eitthvað er að ræða, sem þeim þykir mikils um vert. Auðvitað eru menn veikari fyrir þessu, þegar heilsan er á völtum fæti; en margir eru þeir, sem bera áhyggjur að óþörfti, og hafa enga afsökun vegna heilsunnar. Áhyggjur um hversdaglega hluti verða oft' að illum vana og hafa vond áhrif á heilsuna fyr eða síðar, gera menn geðstirða og önuglynda og eyðileggja oft heim- ilisfriðinn. Neyðin hefir »felt sín þúsund« en áhyggjur út af henni >sín tíuþúsund«. Erfiðið drepur menn ekki, en áhyggjan er mestur morðingi. Áhyggjan gerir and- litið hrukkótt, gerir menn gamla á undan tímanum, gerir þá oft meira eða minna ókurteisa og spillir mjög fyrir mönnum í fjelagslífinu. Til þess að yfirstíga þenna óvana, verða menn fyrst að gera sjer glögga grein fyrir því, að hann er alger- lega óþarfur og að það er vel hœgt að losast við hann. Margar þúsundir hafa losast við hann, sem áður hafa verið þrælar hans í mörg ár. Margír hafa á einn eða annan hátt lært að nota viljakraft sinn gegn þessum óvana og þeir hafa þá fundið, að þeim er aftur veitt sú stilling og ró, sem þeir hafa ef til vill haft á æsku- árum sínum. Þeir finna þá um leið, að starfsþróttur þeirra hefir aukist stórum. Ef um eitthvert málefni er að ræða, sem vel þarf að at- huga, en sem ekki er sem skemtilegast viðfangs, þá verða menn að gefa sjer tíma til að hugleiða og »hugsa út í það« sem fyrst, til að rökræða það með sjálfum sjer og komast að einhverri vissri niðurstöðu eða ákvörðun. Ef ekki er hægt að útkliá það að svo stöddu, eiga menn að viðurkenna þaö með sjálfum sjer, að ekki sje hægt að komast að neinni niðurstöðu, og láta hug- leiðingarnar nema staðar við svo búið. Ef málefnið kemur þá aftur óboðið í hugann, þá verða menn að gera sjer grein fyrir því, eitt skifti fyrir öll, að/>e/r, og þeir einir, ráði því, hvenœr eigi að taka málið til íhugunar aftur, og vísa því frá sjer eins og þjóni, sem húsbóndinn þarf ekki lengur í svipinn. Með öðr- um örðum: þegar á að hugleiða eitthvert erfitt málefni, þá á að gera það af öllum huga, og láta þá ekkert ann- að tvístra hugsununum, en á öðrum tímum á alls ekki að Iáta hinar sundurlausu hugsanir sínarfjalla um málefnið. Hafi eitthvað ilt komið fyrir, þá er best að leita sem fyrst tækifæris til að hugsa um það út í ystu æsar, að yfirvega allar afleiðingar, sem af því geta stafað, og ákveða, ef hægt er, hin bestu ráð til að koma í veg fyrir það, að meta öll þau persónulegu óþægindi eða missi sem maður verður sjálfur að þola, og hugsa um hversu best er hægt að ráða bót á því. Ef það er sorg- legt atvik, þá má láta tilfinningarnar njóta sni til fulls; það er oft mikil svölun, enda lýsir það harðlyndi, ef menn eru snauðir af viðkvæmaii tilfinningum. Þegar menn eru þannig búnir að jafna sig í einrúmi, eiga þeir ekki að láta málefnið koma sí og æ í hugann til að draga kjarkinn úr sjer, baka sjer vondan höfuðverk og gera sig ófæra til að vinna skyldustörf sín. Jeg veit áð vísu, að lyndiseinkenni Islendinga eru þannig, að þessi ráð eru þeim ekki eins bráðnauðsyn- leg og íbúum sumra annara landa sem eru meiri »til- finningamenn-s, en jeg þykist vita, að þau muni samt eiga erindi til margra karla og kvenna hjer á landi, samkvæmt reynslu minni. Það yrði ófullnægjandi og ómannúðlegt, að sleppa því að nefna þau ráð, sem ein eru óbrigðul gegn á- hyggjum þessa lífs. Reynsla ótalmargra manna hefir sannað, að þau eru góð. Ekki var það samt læknir, sem fyrstur raðlagði mönnum þau, heldur gamall fiskimað- ur sem Pjetur hjet, sem varð postuli Jesú Krists; hann sagði: „Varpið allri áhyggju yðar upp á hann (Guð), þvi að hann ber umhyggju fyrir ybur." (1 Pjetur 5. 7.) Þetta stílaði hann til þeirra, sem meðtekið höfðu Jesúm Krist. Má því varla ætla að það eigi við aðra. (Framhald.)

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.