Norðurljósið


Norðurljósið - 01.03.1913, Blaðsíða 7

Norðurljósið - 01.03.1913, Blaðsíða 7
N ORÐURLJÓSIB 23 Er biblían ábyggileg? (Framhald.) IV. Sköpunarsagan. Þess er getið tvisvar í guðspjöllunum, að Kristur hafi staðfest sköpunarsöguna í 1. bók Móse (Matt. 19.4,—5. og Mark. 10. 5.-8.), og þar af leiðir, að þeir, sem van- treysta frásögn Móse um sköpunina, vantreysta og orð- um Krists, eins og hann hefir sjálfur sagt: »Því að ef þjer tryðuð Móse, þá tryðuð þjer og mjer, því að hann hefir ritað um mig. En ef þjer trúið ekki ritum hans, hvernig ættuð þjer þá að trúa orðum minum?« (Jóh. 5. 46.-47.) Það hefir verið mikið skrifað um það, hvað jarðfræð- in gerði mönnum erfitt að trúa sköpunarsögunni í 1. bók Móse. Það er sagt að jörðin sje miklu eldri, en gera megi ráð fyrir samkvæmt kenningu biblíunnar. En þó að vjer vitum vel, að jarðfræðin hefir hætt sjer út á hálan ís, er hún leitast við að fastákveða aldur jarðarinnar, viljum vjer samt ekki þrátta um það, hvort ályktanir þeirra geti verið sennilegar og útreikningur þeirra nokkurnveginn nákvæmur í þessu atriði eða ekki. Það er í raun og veru ekkert ósamræmi milli 1. bók- ar Móse og jarðfræðinnar. Blind vantrú og fastur á- setningur að gera biblíuna tortryggilega í augum manna hafa samt lagst á eitt og neytt alla bragða til að koma mönnum á gagnstæða skoðun. Farisearnir hefðu eflaust getað komið með ótal sann- anir fyrir því, að Messías ætti ekki að fæðast í Galileu, en vjer höfum þegar sjeð, að röksemdir þeirra urðu að engu gagnvart þeirri staðreynd, að Kristur fæddist ekki í Galileu, heldur i Betlehem. Þannig geta og vantrúarmenn komið með margar sannanir fyrir því, að jörðin sje svo og svo margra miljóna ára gömul, og ímyndað sjer að þetta kollvarpi algerlega frásögn 1. bókar Móse, en þeim skjátlast stór- kostlega í þessari ályktun, því að 1, bók Móse fullyrðir alls ekkert um tímann, þá er himinn og jörð voru sköpuð. Það getur vel verið, að margar þúsundir ára hafi Hðið milli þeirra atburða, sem skýrt er frá i fyrsta og öðru versi fyrsta kapítulans í biblíunni, og þannig verið nægur tími til allra þeirra breytinga á jörðunni, sem jarðfræðingar vilja fá oss til að viðurkenna, að hafi átt sjer stað. Margir hinna frægustu jarðfræðinga trúa sköpunar- sögu Móse, en þeir hafa skiftar skoðanir um það, hvernig orðin: »sex dagar* eigi að skiljast. Sumir álíta að þau tákni sex afarlöng tímabil, og að á hverju þeirra hafi Guð framkvæmt vissan þátt af sköpunarverki sínu, (»annan daginn skapaði Guð festingu himinsins*. o. s. frv.) hjá honum sje »einn dagur sem þúsund ár, og þúsund ár sem einn dagur.« (2. Pjet. 3. 8.) Rannsóknir annara jarðfræðinga hafa aftur á móti leitt þá til að álykta, að þessir »sex dagar« sköpunar- innar hafi verið venjulegir dagar, 24 stundir hver, og að allar þær umbreytingar, sem jarðlögin beri vott um, hafi átt sjer stað á tímabilinu sem leið á milli þeirra atburða, sem skyrt er frá í fyrsta og öðru versi fyrstu bókar Móse.‘ Hugh Miller, jeinn hinna frægustu jarðfræðinga, að- hyltist þessa síðarnefndu skoðun á yngri árum sínum, en eftir margra ára vísindalega starfsemi sannfærðist hann um, að fyrri skoðunin væri hin rjetta. Skyldi einhver efast um, að svo afariangt tímabil hefði liðið á milli þess sem gerðist í þessum tveimur versum, án þess höfundurinn hefði gert frekari grein fyrir því, en hann gerir í kapítula þeim, sem hjer er um að ræða, þá vil jeg benda á það, að slíkt er alls ekki óvanalegt í biblíunni. Gott dæmi upp á það má finna hjá Esajasi, 61. 1—2. Þegar Kristur las þessa ritn- ingargrein í samkunduhúsinu í Nasaret, (Lúk. 4. 17,—20.) hætti hann, eftir að hafa lesið: »Og að kunngera hið þóknanlega ár Drottins*; öllum til undrunar las hann ekki versið til enda, sem hjá Esajasi heldur þannig á- fram: »Og hefndardag vors Guðs,« »Síðan ljet hann aftur bókina, . . . og settist niður, en allir, sem í sam- kunduhúsinu voru, störðu á hann,« (Lúk. 4. 20.) Þó að menn vissu það ekki þá, átti að Iíða afarlangt tímabil milli hinnar persónulegu starfsemi Krists, og »hefndar- dags vors Guðs«. Hún byrjaði fyrir nærfelt 1900 árum síðan, og var í því fólgin, »að flytja fátækum gleðileg- an boðskap, boða herteknum lausn, blindum að þeir fái sýn sína aftur, láta hina þjáðu Iausa,« en »hefndar- dagurinn« er enn ekki kominn. Jesús »ljet aftur bókina«. Um upphaf dómsins er svo að orði kveðið: »Og bók- unum var lokið upp.« Milli tveggja fyrstu versanna í fyrstu bók Móse var bók sköpunarinnar lokuð, ef svo mætti að orði kveða, og það ef til vill í margar miljónir ára, eða nógu lengi til þess, að allar þær breytingar gætu farið fram, sem jarðfræðileg vísindi kenna oss að hafi átt sjer stað. I raun rjettri gerir það mjög lítið til, hvora af þess- um tvennskonar skoðunum vjer föllumst á, þareð hvorug þeirra stríðir á móti því, sem jarðfræðin hefir sannað alt til þessa. Menn athuga venjulega ekki sem skyldi eitt mjög mikilvægt atriði, sém sje það, að hefði Móses reynt að Iýsa sköpuninni án guðdómlegrar Ieiðbeiningar, sam- kvæmt þeirri vísindalegu þekkingu, sem þá var fáanleg, og sem vjer vitum, að hann hafði til að bera, gat ekki hjá því farið, að frásögn hans yrði blandin jafn hlægi-

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.