Norðurljósið


Norðurljósið - 01.03.1913, Blaðsíða 8

Norðurljósið - 01.03.1913, Blaðsíða 8
24 NORBURLJÓSIB ? • • • -•-•-•-*-• legum vitleysum, eins og t. d. sköpuuarsaga Búddha- trúarmanna. Sönn vísindi koma ekki í bága við frásögn Móse; það vitna fjöldamargir merkir vísindamenn, sem í ein- lægni hafa trúað sköpunariögu biblínnnar, og margar bækur hafa verið ritaðar til að sýna, að það er ekki þekkingin, heldur þekkingarskorturinn, sem elur á van- trúnni i þverúðarfullum mannshjörtum. Það er eftirtektavert, að á eftir hinu fyrsta versi er aðeins á tveim stöðum getið um sköpun, sem sje í 21. versi, er segir frá sköpun dýraríkisins, og 27. versi, er segir frá sköpun mannsins. í kapitulanum er hvergi annarstaðar bent á sköpunarathöfn, heldur miklu frem- ur á guðdómlega niðurröðun þeirra hluta, sem þegar voru skapaðir. Það stendur t. d. hvergi, að Quð hafi skapab Ijósið. Ljósið er ekkert efni, heldur óumræðilega fín hreyfing í gufuhvolfinu eða geimnum. Það var því frá visindalegu sjónarmiði rjettara að segja: »Guð sagði: Verði ljós«, í stað þess að segja: >Guð skapaði ljósið«. Herbert Spencer, sem var efamaður í trúarefnum og fylgdi stefnu Darwíns, ritaði um það sem hann kallaði: »Opinberun hins óþekta«. Vm þessa opinberun fullyrti hann með vísindalegri röksíuðning, að hún yrði að koma fram í fimm ákveðnum myndum, sem hann til- greindi: Rúmi, tíma, efni, hryefingu og afli. Einhver hefir vakið athygli manna á því að í 2 fyrstu versum 1. bókar Móse, þar sem skýrt er frá því, hvernig Guð opinberaði almætti sitt í fyrsta skifti á þessari jörðu, eru þessar fimm frummyndir tilverunnar taldar upp þanr.ig: »1 upphafi« = //m/;»skapaði Quðhimin« = rúm; »og jörð« = efni; »og Ouðs Anda« = afl ;->sveif yfir vötn- unum.« -— hreyfing, Um sköpun mannsins er það að segja, að jarðfræðing- arnir hafa árangurslaust leitað að steingerðum manna- leifum; slíkar leifar hafa aldrei fundist; en afturámóti hafa oft fundist leifar útdauðra dýrategunda. Það er ekki heldur neitt í biblíunni, sem stríðir á móti þeirri kenningu, að á undan Adam hafi lifað á jörðunni ótal kynslóðir dýra, sem ntí eru útdauð. Menn hafa haft á móti þeirri kenningu ritningarinn- ar, að Ouð hafi skapað manninn af dufti jarðar, en á hinn bóginn er það sannað, að ekki færri en fjórtán af frumefnum þeim, sem duft jarðarinuar hefur í sjer, eru hin sömu og fjórtán frumefni í mannlegum líkama. Um þetta efni hefir margt og mikið verið rætt og ritað, en þessar sundurlausu athugasemdir erueftilvill nægilegar til að sannfæra lesarann um, að 1. kapítulí í 1, bók Móse hindrar alls ekki þann, sem leitar sann- leikans einlæglega, frá að viðurkenna bíblíuna sem Ouðs orð, þó að margir reyni að fá oss til að trúa því gagn- stæða. (Framh.) Prentsmiðia Odds Björnssonai' fFramhald frá 20. bls.) gegnum hendur hans og fætur. Sjá þú, þegar hinn æpandi skríll víkur undan, og hermennirnir lypta upp krossinum, sem ber þenna blíðasta, hreinasta, göfgasta allra manna, hærra og hærra, uns þeir láta hann falla niður í holuna í klettinum. »Og þeir settust og gættu hans þar.« Gæt þú hans líka! Hlust- aðu á, er hann biður Föðurinn að fyrirgefa morð- ingjum sínum, hlustaðu á alt, sem hann hrópar frá krossinum. Er hann ekki allur yndislegur? Hvað þýðir alt þetta? „Hann bar sjálfur syndir vorar á llkama sínum upp á trjeð." „Hver sá, er trúir, rjettlætist i honum af öllu." „Sannlega, sannlega segi jeg yður: hver, sem á mig trúir, hefir eilíft líf." Jeg vil enda með vitnisburði mínum: »Þessi er minn elskaði, þessi er vinur minn.« Vilt þú ekki taka á móti honum sem frelsara þínum og vini þínum? . C. I. S. y\thugasemdir ritstjórans.l Þetta tölublað verður sent öllum, sem ekki hafa sagt blaðinu upp, í því trausti, að þeir, sem eiga eftir að borga fyrir 1Q13, sendi gjaldið tafarlaust. • 1 Nóvember-blaðinu f. á. var grein um nýju biblíuna og var sagt að mjer væri veitt aðalútsala á henni hjer á Norðurlandi. Jeg bað breska biblíufjelagið um að veita mjeraðalútsölu á Norðurlandi af því að jeg hefi svo marga útsölumenn; tók það því vel og lofaði að láta mig hafa ákveðið svar síðar. Jeg pantaði þá mörg eintök upp á það að jeg fengi einkasölu, og þegar biblían kom út, fjekk jeg þau öll, eins og jeg pantaði, en ekkert brjef fylgdi. Áleit jeg sjálfsagt að mjer væri veitt aðal- útsala, því að annars hefði jeg ékkert að gera með svo mikið, ef biblían væri til hjá hverjum bóksala. Nú hefir verið kvartað yfir grein minni frá Reykjavík, og hefir breska biblíufjelagið beðið mig um að taka aftir það, sem sagt var um aðalútsöluna. Er því bóksölum tilkynt, að þeir eiga að snúa sjer að hlutaðeigendum í Reykjavík, ef þeir vilja fá biblíur til útsölu, en ein- stakir menn mega kaupa biblíuna hjá mjer eftir sem áður. Hún verður send með pósti fyrir 5 kr. JNORDURLJÓSIÐ kemur út einusinni á mánuði, og verð- ur 96 blaðsíður á ári. Árgangurinn kostar 50 aura og borgist fyrir fram. Menn mega senda útgefandanum verð- ið í ónotuðum frímerkjum. Verð í Veslurheimi, 30 cents. Ritstjóri og útgefandi: ^rthur Gook, Akureyri. (Afgreiðslumaður blaðsins á ísafirði er hr.James L.Nisbet.)

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.