Norðurljósið


Norðurljósið - 01.04.1913, Qupperneq 1

Norðurljósið - 01.04.1913, Qupperneq 1
JVORÐURLJÓSIÐ — JVIÁNAÐARLEGT HEIMILISBLAÐ — II. árg. * yXpríl 1913 V Hrakför frá suðurheimskautinu. mentaði heimur hefir verið hrif- þeirra Scotts sjóliðsforingja og um fund suðurpólsins og hin hörmulegu endalok ferðar þeirra. Scott fór frá Lundúnum í júní 1910 ti! Nýja Sjálands, og það- an suður á bóginn svo langt sem skipið gæti siglt. Það voru margir með honum í leiðangrinum, en hann tók ekki nema fjóra menn með sjer síðasta áfanga ferðarinnar. Hinir ur'ðu eptir til að gera vísindalegar athuganir á öðru svæðí. Scott komst að pólnum, eftir nokkra erfiðleika 18. janúar 1912, en þá fundu þeir fjelagar, að Amundsen Jnorski hafði orðið á und- an þeim. Þeir fundu tjaldið, sem Amundsen hafði skilið eftir og brjefið, sem hann hafði stílað til Noregs- konungs. Amundsen hafði náð suðurheimskautinu 14. desember 1911, eða meira en máuuði fyr en þeir Scott komu þangað. Að athugasemdum sínum loknum, snjeri Scott norð- ur, og þá byrjuðu hörmungar þeirra fjelaga. Fyrst datt einn þeirra (sem hjet Evans) og meiddist svo, að hann gat ekki gengið eins hart og hinir, sem þurftu því að seinka ferð sinni hans vegna. En þeim var lífsnauðsyn að flýta sjer norður að aðalstöð sinni, áð- ■urenveðrið versnaði og hefti ferð þeirra. Skömmu síð- ar dó Evans af afleiðingum slyssins, og hinir hjeldu daprir áfram. Þá veiktist annar þeirra, Oates herforingi, sem kól á höndum og fótum, svo að hann gat varla fylgst með, en fjelagar hans vildu þó eigi yfirgefa hann. Loks sá Oates, að hinir þrír mundu aldrei komast af, ef þeir þyrftu að leiða hann, veikan mann, með sjer. Scott sjóliðsforingi hefir skrifað í dagbók sína: »Það var hetjusál. Hann sofnaði um kvöldið með þeirri von, að hann mundi eigi vakna aftur, en hann vaknaði samt næsta morgun. Þá var stórhríð. Oates sagði: »Jeg ætla rjett að skreppa út, og það gétur verið að jeg verði nokkuð lengi.« Hann fór út í hríðina, og við höfum ekki sjeð hann síðan. Við vissum að Oates gekk í opinn dauða, og þó að við reyndum að telja það úr honum, fundum við samt að hann breytti eins og sönn hetja.« Eftir þetta hjelt Scott áfram, ásamt fjelögum sínum, Wilson lækni og Bowers undirforingja, í von um að geta náð í næsta forðabúrið, sem þeir höfðu skilið eftir á suðurleiðinni og sem nóg var í af matvælum og eldsneyti. Þeir tjölduðu í síðasta sinn, þegar þeir voru ekki nema 11 enskar mílur frá forðabúrinu. Þá skall á þá stórhríð, svo að eigi var hægt að fara úr tjaldinu. Þeir höfðu nóg fæði í tvo daga, en hríðin hjelst lengur, og síðasta orð í dagbók Scotts segja frá því, að þá hafa hríðað í fjóra daga og að þeir sjeu mjög máttfarnir. Þann 10. nóvember 1912, um 9 'k mánuði eftir að þeir dóu, urðu þeir fundnir af leitar- mönnum, sem sendir voru á móti þeim, nákvæmlega eins og þeir höfðu dáið. Skýring Scotts á ferðinni og hinum mörgu óvæntu erfiðleikum, og hvernig þeir unnu bug á þeim öllum, nema hinum síðasta, hefir vakið mjög mikla eftirtekt, því að hann var velþektur og virtur, áður en hann fór í þenna síðasta leiðangur sinn. Oates herforingi var líka kunnur að hugrekki og karlmensku. Einkum eru menn hrifnir af sjálfsfórn Oates, og reyndar hinna allra, og dást allir að þrautseigju þeirra og ásetningi að ná marki sínu þrátt fyrir alla erfið- leika. Vjer getum ekki, f þessu sambandi, hjá því kom-

x

Norðurljósið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.