Norðurljósið


Norðurljósið - 01.04.1913, Blaðsíða 3

Norðurljósið - 01.04.1913, Blaðsíða 3
Norðurljósib 27 4itn leiðist hún.« Og aftur: »Verðið að snúa ykkur til Drottins, ef þið viljið að börnin geri það.« Söfnuður Ouðs á Islandi mun eiga bjartari daga fyr- ir höndum, ef kennarar yfirleitt legðu þessa kenningu »Skólablaðsins« á hjartað. Óskum vjer blaðinu og rit- stjóra þess allrar blessunar. Vastí. Fyrir nokkrum árum fór sjóliðsmaður nokkur að venja komur sínar í »Hermannahæli« eitt, til þess að vera við samkomurnar, sem þar voru haldnar fyrir her- mönnum. Menn tóku sjerstaklega eftir honum, af því að hann var svo þunglyndislegur og dulur í framkomu sinni. Hann horfði æfinlega á gólfið, hvað sem fram fór, ræða, bæn eða söngur, og hvernig sem talað var, með fjöri eða með alvöru, — alt virtist hafa sömu áhrif á sjóliðsmanninn. Hann kom og fór stöðugt í þrjár vikur, án þess að tala við nokkurn, og án þess að gefa öðrum tilefni til að tala við sig. Þá talaði jeg fáein vingjarnleg orð við hann, um leið og liann var að fara út, og það reyndist svo að hann var í raun og veru fús á að tala við aðra, því að hann þráði einmitt hjálp og huggun. Hann var giftur maður og átti eina litla dóttur, fal- legt og fjörugt barn á sjöunda ári. En hann hafði verið svo vondur maður, að kona hans og barn voru farin frá honum til foreldra hennar. Einn dag, áður en mæðgurnar fóru frá honum, hafði litla stúlkan komið heim frá skóla með fallega mynda- bók, með mynd við hvern bókstaf stafrófsins. Hún sat glöð og ánægð og blaðaði í bókinni. »A stendur fyrir »asna«; B fyrir »barn«; D fyrir »dreng«; las hún upphátt. Eftir litla stund kallaði hún til pabba síns: »Pabbi! hvað er Vastí? iijer stendur; V fyrir »Vastí«. »Það veit jeg sannarlega ekki,« svaraði maðurinn. Hann tók bókina til að skoða konumyndina, sem var í bókinni, en gat ekki botnað í nafninu, Hann spurði aðra um, hver »Vastí« væri, en fyrst gat enginn sagt honum það; þá sagði einhver, að það væri víst nafn einhverrar konu, sein nefnd væri í biblíunni. Hann varð nú mjög forvitinn að vita, hver þessi »Vastí« hefði verið, og litla stúlkan vildi fegin heyra um hana líka. Þess vegna tók hann biblíuna ofan af hyllunni, þarsem hún hafði legið árum saman óhreyfð, og reyndi að finna nafnið. Honum tókst það samt ekki. Þegar kona hans og barn voru farin í burtu og hann var einn á heimilinu, hugsaði hann að það myndi stytta sjer stundirnar og svala forvitni sinni, að leita og finna hver þessi »Vastí« væri. Honutn hafði, sem sje. þótt minkun í því að geta ekki svarað spurningu barnsins síns. Hann byrjaði því á fyrsta kapitula í fyrstu bók Móse, og las áfram stöðugt, og hafði altaf opin augu fyrir nafninu »Vasti«. Sagan um þessa drotningu stendur í Esterar bók, og hann þurfti þess vegna að lesa töluvert mikið áður en hann komst svo langt. Arangurinn varð sá að hann var hættur að lesa eingöngu af forvitni, löngu áður en hann komst aftur að Esterarbók, því að Guðs órð hafði varpað ljósi í sálu hans, og hann sá að hann var ekki eins og hann átti að vera. Hann fann, að hann var syndari, og var hræddur við að deyja og þurfa að gera reikningsskil fyrir lífi sínu. Þá las hann í þeirri von, að fá huggun hinu særða hjarta sínu og frið fyrir hina ákærandi samvisku. Hann sagði mjer frá þessu öllu, og við töluðum lengi saman. Jeg las fyrir honum marga kafla úr Guðs orði, en hann virðist ekki geta hvílt sig í Kristi og við hina fullkomnu friðþægingu hans. Þá heyrðist fallbyssuskot, sem táknaði að allir her- menn áttu að vera komnir inn i hermannabúðirnar inn- an viss tíma, og hann þurfti að flýta sjer, því að nú bjó hann í hermannabúðunum. Við báðum stutta bæn saman, og hann var að fara, en þá kom mjer í hug að jeg ætti að sýna honum eitt vers enn. Jeg fann 53. kapitula í Esajasar spádómsbók, fjekk honum biblíuna og bað hann að lesa 6. versið. Hann tók bókina og las fáein orð: »Vjer fórum allir villir vega —« þá hætti hann. »Æ«, sagði hann hálfóþolinmóður, »jeg þekki þetta alt saman. Jeg hefi.lesið það aftur og aftur.« »Jæja,« svaraði jeg, »lestu það aðeins einu sinni enn.« Hann tók upp bókina aftur og las: »Vjer fórum allir villir vega, sem sauðir; hver vor stefudi sína leið; og þó lagði Drottinn á oss syndir vor allra.« Nú skildi jeg hví hann var svo hryggur. »A oss?« spurði jeg. »Já, á oss«, svaraði hann jafn þunglyndur og ávalt áður. Var það furða þó að hann hefði eng- an frið? »Lestu það aftur«, sagði jeg. »Vjer fórum allir villir vega, sem sauðir, hver vor stefndi sína leið; og Drottinn lagði áhann, — á hann— Æ! það er á »hann«, sagði hermaðurinn. Hann þagnaði, og undrun og lotning sást á andliti hans. Jegætlaði að útskýra það frekar fyrir honum, en hann sagði: »Nei, þakka yður fyrir. Jeg skil það nú, og mjer er það nóg.« Þegar maðurinn kom inn í hermannabúðirnar og ætlaði að hátta, kraup hann og gerði bæn sína án þess að hræðast fjelaga sína í sama svefnherbergi. Næsta daginn var hann að lesa upphátt úr biblíunni fyrir þeim. Ekki leið á löngu, áður en konan og litla stúlkan voru komnar heim, og þau bjuggu öll á litla heimili sínu aftur. Sál hans hafði fundið frið við Guð, og þess vegna einnig við alla á jörðu.

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.