Norðurljósið


Norðurljósið - 01.04.1913, Blaðsíða 5

Norðurljósið - 01.04.1913, Blaðsíða 5
Norðurljósið 29 Höfuðverkur. (Framhald.) Vjer höfum skrifað um vœgan höfuðverk í 2. tbl. Nú skulum vjer nefna þær helstu orsakir, sem valda höfuðverk og gefa ráð við þeim, sem má fylgja þegar ekki er hægt að fá læknisráð við þeim, eða þegar mönn- um þykir ekki næg ástæða til þess. (1) Höfuðverkur stafar stundum af því, að blóð renn- ur til höfuðsins, og þá er verkurinn oftast nær »dunk- andi« og það er hægt að sjá blóðið slá í æðunum á hálsinum. Ef þrautin fer vaxandi, fylgir oft uppsaia. Höfuðverkurinn er verri, ef sjúklingurinn hristir höfuð- ið eða hreyfir það, og þegar hann beygir sig eða leggur sig út af, en er stundum vægari á meðan hann * stendur. Af þeim hlutum, sem fáanlegir eru á flestum heimilum, er edik besta ráðið við þesskonar höfuð- verk. Bleyt brauðstykki í ediki og lát þau á gagn- augun. F*á er gott að setja sjúklingnum stólpípu, með svo sem kaffibolla af volgu vatni. Ef þetta hjálpar ekki, á að gera það aftur og hafa í þetta sinn ögn af ediki (um teskeið) í vatninu. Baða fæturna í heitu vatni og núa þá á eftir með hlýju ullarstykki, (en helst flóneli). Þeir, sem eiga vanda fyrir þesskonar höfuð- verk, eiga að venja sig á það, að drekka mikið af köldu vatni; núa höfuðið á morgni hverjum með klút, undn- um upp úr köldu vatni, einkum ennið og gagnaugun, og baða fæturna úr köldu vatni á hverju kvöldi um leið og þeir hátta. (2) Höfuðverkur kemur stundum af kvefi, og er þá oftast í enninu, með þyngslum og brunaverk. Hann er skárri á morgnana en lakari aftur á kvöldin; augun eru full af tárum, þurr hiti er í nefinu, manni er kalt, hann hnerrar oft og hefir stundum hósta. Sjúklingur- inn á að sjúga dálítið volgt vatn upp í nefið við og við og drekka kalt vatn um leið og hann háttar. (3) Þegar höfuðverkur stafar af gigt, er auðvitað best að fá læknisráð við henni, en það getur hjálpað töluvert að baða fæturna oft úr heitu vatni, kemba hárið nokkra stund á kvöldin og sjúga heita gufu upp í nefið. (4) Jeg hefi áður nefnt (á 21. bls.) höfuðverk, sem stafar af ólagi á maganum og bent á ráð við honum. (5) Það kemur mjög oft fyrir að menn þjást af höfuð- verk vegna hœgðarleysis eða tregra hægða. Það er ekki gott að nota sterk hreinsunarmeðul, því þau gera oft meiri skaða en gagn, þegar alt kemur til alls. Þau hjálpa í bráðina, en sjúklingurinn verður oft fljótlega eins slæmur aftur. Breyting á matarhæfi er oft nægilegt ráð en það er því miður oft ekki hægt að fá neina veru- lega breytingu, þar sem menn geta svo sjaldan fengið ávexti o. fl. Eitt pund af eplum eða fjórar eða fimm appelsínur reynast oft betri en hreinsunarmeðul fyrir sama verð, ef hægðarleysið er ekki á háu stigi, og hafa þann kost að gera engan skaða, þar sem þau eru hið einfaldasta og náttúrlegasta meðal. Qott er það að kaupmenn eru farnir að flytja þessar vörur til Iandsins. Væri það stórkostleg bót, ef menn alment lærðu að líta á ávexti meira sem fæðu en ekki sem munaðarvöru. Ef meira væri keypt, yrði varan ódyrari og betri heldur en hefir verið hingað til. Ef nauðsynlega þarf að halda á hreinsunarineðulum, þá er best að nota laxerolíu. Þó skal þess getið að það er altaf betra, sem régla, að setja sjúklingnum stól- pípu, sem gerir engan skaða og er oftast nær fullnægj- andi. Þeir, sem eiga vanda fyrir hægðarleysi, eiga að borða mikið af hafragraut og drekka einn kaffibolla af köldu vatni á hverjum morgni á fastandi maga og aftur á kvöldin um leið og þeir hátta. Þeir eiga að venja sig á það að draga andann djúpt, svo að kviðurinn hreyf- ist upp og niður við hvern andardrátt, en ekki brjóstið. Allir eiga að draga andann á þann hátt, því það hefir töluverð áhrif á heilsuna yfirleitt að andað sje rjett. Líkamsæfingar hjálpa þeim, sem þjáðst af hægðarleysi, sjerstaklega ef að æfingarnar reyna á kviðarvöðvana. (Framh,) eir, sem leita til min um lækningar eru sjerstaklega beðnir að gæta þess, að mjer er ekki hægt, vegna annara starfa, að sinna ueiuum um lækningar nema á miðvikudögum og laugardögum einum frá kl. 11 árd. til kl. 5 síðdegis. Arfhur CooK

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.