Norðurljósið


Norðurljósið - 01.05.1913, Blaðsíða 4

Norðurljósið - 01.05.1913, Blaðsíða 4
36 Norðurljósið Fjöturinn »Gleipnir«. (Aðsent.) í »Goðafræði Norður!anda« er sagt frá dýri því, er Fenrisúlfur hjet. Hann var afkvæmi Loka, en Loki var persóna sú, er stríddi á móti goðunum og leitaðistvið að eyðileggja öll áform þeirra. Til þess nú að koma í veg fyrir það, að úlfurinn yrði goðunum yfirsterkari, hugsuðu þau sjer að binda hann. Ljetu þau þá búa til þrjá fjötra, hvern eftir annan. Sá fyrsti hjet Læðingur og sleit úlfurinn hann strax; sömuleiðis hinn næsta, sem hjet Drómi. Þriðji fjöturinn hjet Gleipnir; hann var ákaflega mjór og mjúkur. Ulfinum var mjög illa við að láta leggja hann á sig, og einn af ásunum varð að leggja hönd sína í munn úlfinum á meðan fjöturinn var lagður á hann, sem veð fyrir því, að þetta væri falslaust gert. En þeg- ar búið var að binda úlfinn og hann ætlaði að slíta sig lausan, eins og úr hinum fyrri fjötrum, þá herti fjöturinn því meira að, sem úifurinn tók meira á. Ulfurinn gat ekki slitið hann af eigin rammleik. Þannig fóru nú goðin með úlfinn. En hvernig fer freistarinn með syndarann, þegar hann er að koma honum til að syndga? Hann lokkar hann með alls konar fagurgala, til þess að geta komið fjötri syndar- innar á hann. En þegar hann er einu sinni kominn á manninn, hefir hann sömu eiginlegleika og fjöturinn Gleipnir: hann herðir því meir að, sem syndarinn reynir meira að losa sig undan yfirráðum hans. Enginn getur því slitið fjötur syndarinnar af eigin rammleik. Geta menn þá aldrei losnað úr fjötri syndarinnar? Jú, Guði sje lof og dýrð! Drotiinn Jesús hefir með dauða sínum á krossinum brotið fjötur syndarinnar og ef vjer að eins trúum algerlega á hans fullkomnaða friðþægingarverk á Golgata, þá erum vjer frelsaðir úr fjötri syndarinnar. Þetta er niín bjargföst trú. Hverju trúir þú, lesari minn ? H. B. S. (Húsavík). Um suðurheimskautsförina. I alkunnu blaði í Englandi er sagt frá því, að Bow- ers undirforingi, sein fór með Scott til suðurheim- skautsins og dó með honum á heimleiðinni, eins og skýrt var frá í síðasta tölublaði >>Norðurljóssins«, hafi verið sannkristinn maður í orði og verki. Hann sneri sjer til Krists þegar hann var námssveinn á herskipi einu, og var það fyrir áhrif sjómannatrúboða á sjó- mannahælinu í San Francisco á Kyrrahafsströnd, þar sem skipið var þá statt. Hann skrifaði einu sinni: »jeg þakka Guði ávalt fyrir dvöl mína í San Francisco.* Það er sagt, að vitnisburður hans hafi verið játningu hans samboðinn upp frá því. Það er gott að hugsa til þess að þessi maður, að minsta kosti, hafi öðlast þá huggun og kraft, sem veitist þeim, sem þekkja Krist af persónulegri reynslu, í öllum hörmungum þeirra á hinni síðustu ferð, og að hann hafi, í síðustu barátt- unui, vitað að hann mundi hverfa frá kulda og storm- um ísheimsins inn í yl og fríð himnaríkis. Athugasemdir ritstjórans. Mjer brá heldur en ekki við að lesa, nokkrum dög- um eftir að jeg ljet prenta iofsyrði um »Skólablaðið«, grein um »Kverkenslu« í maí tölublaðinu, sem stefnir í mjög ólíka átt og hinar greinarnar, sem mjer fundust svo ágætar. Jeg er höf. samdóma um það, sem hann segir um utanbókar-kverkenslu. Jeg hefi oft heyrt börn þylja langa kafla utanbókar og síðan spurt þau mjög einföldum spurningum um það, sem kaflarnir fjalla um; en þau liafa ekki vitað nokkurn hlut um hið andlega innihald þess, sem þau voru að hafa yfir. Það var einu sinni blindur maður í Skotlandi, Alexander Lyons að nafni, sem hafði lært hvert einasta vers i ritningunni og gat sagt hvaða vers sem menn óskuðu, ef að einsvarvitn- að til kapitula- og versa-tölunnar. Fundur var haldinn til að prófa hæfileika þessa manns og margir kennarar og aðrir koniu saman til að dæma um þá. Hann gat svarað öllu nákvæmlega rjett, en þegar menn báðu hann um að tilfæra eitt vers til sönnunar einni eða annari kenningu, þá strandaði hann óðara. Hann þekti aðeins orðin tóm, en innihald þeirra var hann gersam- lega ókunnugur. Börn eiga ekki að læra neitt utanbók- ar, nema þau skilji vel þýðingu þess. En það er öðru máli að gegna, er höL segist benda börnunum á »hvað Guð hafi á síðari tímum talað til sinna bestu spámanna t. d. Darvins«, og kvaðst oft hafa sagt börnunum að sumt í biblíunni væri ósatt. I vísdómi sinna 25 ára þykist höfundurinn þekkja hvað »vísindin hafa nú keut mönnum utn sköpun jarðarinn- ar o fl.« en jeg leyfi mjer að spyrja hvort sá, sem kennir börnum slíkt og tekur um leið laun fyrir að kenna þeim kristindóm, sje ráðvandur maður, og hvort það sje ekki óhæfa að menn skuli leyfa honum að kenna þenna »kristindóm«? Engin furða, þó »honum hafi alt af fundist svo mikill vandi við kenslu kristindóms« og að hann hafi »sjaldan gengið vel ánægður út úr kristinfræðslutíma«. Samvisku hefir hann þó! Þar sem jeg var farinn að hæla »SkóIablaðinu« finst mjer nauðsynlegt að gera þessa athugasemd.

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.