Norðurljósið


Norðurljósið - 01.06.1913, Side 1

Norðurljósið - 01.06.1913, Side 1
JMorðurljósið — JVIÁNAÐARLEGT HEIMILISBLAÐ — II. árg. • Júní 1913 Spaða-fimm! Vinur minn var einu sinni á ferð á járnbraut og voru níu menn í klefanum. Voru fimm þeirra fjelagar, og fóru þegar að spila. Það var auðsjeð á þeim, að þeir voru þorparar, og vildu svíkja peninga út úr fólki. Eftir litla stund skoruðu þeir á hina ferðamennina, að þeir skyldu spila með þéim, en allir neit- uðu kurteisiega. En þá sneri einn þeirra sjer að vini mín- um og sagði: »Við getum sjeð á andliti yðar, að þjer kunnið spilið fullkomlega. Komið nú, spil- ið við okkur!« »Jeg kunni það einu sinni,« svaraði vinur minn, »en það er svo langt síðan, jeg er far- inn að gleyma því.i »Hvaða vitleysa!* sögðu hinir; »ef að þjeu reynduð, þá gætið þjer unnið alla pen- inga okkar!« »Það yrði líklega ekki mjög mikiðU svaraði hann. »Að minsta kosti ætla jeg ekki að reyna. Fimm eru nóg; við skulum að eins horfa á.« En þeir fimm voru ekki ánægðir með það, og hjeldu áfram að reyna að koma honum til að spila með sjer, þangað til hann sagði: »Herrar mínir, jeg segi yður satt, jeg get ekki spil- að; en það er eitt samt, sem jeg get gert.« »Hvað er það?« »Jeg get lagt spil fyrir fólk.« »Ágætt! Viljið þjer leggja spil fyrir okkur?* »Já, ef þið óskið þess; en jeg læt ykkur vita fyrir- fram, að það verður, ef til vill, ekki að öllu leyti yð- ur að skapi.« »Hvaða spil viljið þjer fá ?« »Spaða fimm,« sagði vinur minn, og þeir fengu hon- um spilið og hlökkuðu til að heyra eitthvað, sem gaman yrði að. »Jeg þarf að fá einn hlut enn þá,« sagði hann. »Og hvað er það?« spurðu þeir hálfóþolinmóðir. >Biblía.'i En þeir höfðu enga biblíu. »Nei,« sagði vinur minn, »en þið áttuð víst biblíu einu 'sinni, og hefðuð þið fylgt reglum hennar, hefðuð þið ekki: orðið það, sem þið er- uð nú. En jeg hefi bibliu með mjer.« Og hann tók biblíu upp úr vasa sínum. Þó hann hefði tekið upp skammbyssu, hefðu hinir lík- lega ekki orðið eins hræddir. Vinur minn byrjaði: »Herrar mínir, sjáið þið þessa tvo spaða hjerna efst á spilinu ? Þeir eiga að tákna augun í ykkur; þessi hjerna í miðju táknar munn ykkar, og þessirtveir hjer fyrir neð- an tákna knjen á ykkur. Nú, nú, vjer lesum í Opin- berunarbók, 1. kap. 7. versi: »Sjá, hann kemur í skýj- unum, og hvert auga mun sjá hann.« Hjer er talað um Jesum frá Nasaret, sem einu sinni úthelti blóði sínu fyrir syndara eins og okkur; og augun ykkar munn sjá hann, þegar þið standið frammi fyrir honum til að dæmast. Það er framtíðin, sem bíður augna ykkar. Og nú skal athuga munn ykkar og knje; jeg skal lesa úr brjefinu til Filippiborgarmanna, 2. kap., 9,—11. versum; »Fyrir því hefur og Ouð hátt upp hafið hann og gefið honum nafnið, sem hverju nafni er æðra, til þess að

x

Norðurljósið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.