Norðurljósið


Norðurljósið - 01.06.1913, Blaðsíða 3

Norðurljósið - 01.06.1913, Blaðsíða 3
Norðurljósið 43 eintök ókeypis, gegn því að senda 10 au. frímerki fyrir póstgjald o. fl. * * * Það eru mjög fáir eptir nú, sem ekki hafa borgað blaðið fyrir þetta ár, og er mjög ánægjulegt að vita það. Vilja þeir lesendur, sem hafa haft bústaðaskipti, en hafa gleymt að tilkynna mjer það, gera það hið fyrsta ? En við bústaðaskifti er einnig gott tækifæri til að útvega nýja kaupendur að blaðinu, og er jeg ávalt þakklátur fyrir hina góðu hjálp áskrifendanna í því efni. Vitnisburður mikilmenna. n. Davíð Livingstone. Hundrað-ára afmæli Davíðs Livingstones, hins mikla landkönnunarmanns og trúboða, hefir ekki verið nefnt á nafn nema í einu íslensku blaði, en lífstarf hans var svo þýðingarmikið, að það er þess vert að sem flestir fengju tækifæri til að kynnast aðalatriðum þess, Hann fæddist af fátækum foreldrum nálægt Qlasgow, þ. 19. marts 1813 og fór að vinna tíu ára gamall á bómullar- verksmiðju. Hann endurfæddist ekki fyr en hann var 20 ára og frá þeim tíma snerist allur hugur hans að því að þjóna Ouði. Eins og hann skrifaði sjálfur: »Það er löngun mín að sýna honum hollustu, sem dó fyrir mig, með því að helga líf mitt þjónustu hans.« Hann vann á daginn, en á kvöldin las hann af kappi og mentaði sig svo vel, að hann gat loksins farið á há- skólann i Qlasgow. Þar tók hann læknispróf og fór, árið 1840, til Suður-Afríku sem trúboði. Hann starfaði í 9 ár með Mr. Moffatt, alkunnum trúboða, en hann langaði altaf til að komast norður í Mið-Afríku og boða náðarboðskap Krists á meðal þeirra, sem aldrei höfðu sjeð hvílan mann, nje heyrt um hinn sanna Quð. Þá fór hann í leiðangur með nokkrum innfæddum mönnum, fann mörg ný lönd og boðaði allstaðar Krist. Hann gerði altaf landabrjef og ritaði skýrslur um alt sem kom fyrir á ferðum hans. Árin 1855—6 ferðaðist hann þvert yfir Afríku frá vestri til austurs. Þannig hjelt hann áfram hvíldarlaust í 30 ár og gafst aldrei upp, og fann marga óþekta þjóðflokka og mörg ný lönd. Varð hann fyrstur manna til að kanna Mið-Afríku og vöktu skýrslur hans allmikla aftirtekt um allan hinn mentaða heim. Fjórum sinnum voru leitarmenn gerðir út og séndir til að reyna að finna Livingstone, vegna þess að menn voru hræddir um að hann væri dáinn. Stanley, sem varð líka mjög frægur fyrir uppgötvanir sínar, var sá eini sem fann hann, tveimur árum áður en hann dó. Var hann þá mjög máttfarinn, en vildi ekki gefast upp, þrátt fyrir fortölur Stanleys. Enginn, sem ekki hefir ferðast í þeim löndum, getur ímyndað sjer, hversu miklir erfiðleikar eru við hvert spor. Hinir helstu land- könnunarmenn heimsins, en þó einkum þeir, sem þekkja vel Mið-Afríku, hrósa Livingstone einróma fyrir hina óviðjafnanlega dugnað hans. Uppgötvanir hans eru í miklum metum hjá visindafjelögunum, sem studdu starf hans að nokkru leyti, og hafa þær orðið til þess að ryðja braut öðrum trúboðum og landkönnunar- mönnum. Livingslone dó í mai 1873 eftir margvíslegar þján- ingar, í litlu þorpi þar sem enginn hvítur maður hafði áður komið. Hann gat ekki haldið lengur áfram og lá í hreysi, sem hinir trúu þjónar hans höfðu búið til handa honum. Þeir fundu hann einn morgun krjúp- andi við rúm hans, eins og á bæn. Þeir biðu stund, því þeir vildu ekki ónáða hann, en Ioks snerti einn þeirra hann á vangann, til að vita, hvort hann væri lifandi, — en þá var hann orðinn kaldur. Hann dó eins og hann lifði, í samfjelagi við Guð sinn og frels- ara. Þjónum hans tókst að flytja líkið alla leið til sjávar, þrátt fyrir það, að þarlendir konungar leyfa aldrei, að flytja lík yfir lönd þeirra, — þeir álíta það muni leiða óhamingju yfir þá, — og það var jarðað í Westminster klausturkirkju í London, að viðstöddum helstu mönn- um þjóðarinnar. Um hina miklu breytingu á lífi hans og hugsunar- hætti, sem átti sjer stað er hann var 20 ára, skrifar hann: »Foreldrar mínir höfðu gert sjer far um að kenna mjer rækilega allar kenningar kristindómsins, og mjer veitti ekki erfitt að skilja kenninguna um gjöf hjálp- ræðisins fyrir friðþæging frelsarans. En það var fyrst um þetta leyti, að jeg fór að finna hvað það var bæði dýrmætt og nauðsynlegf að taka á móti ávöxtum þess- arar friðþægingar persónulega fyrir sjálfan mig.« Li- vingstone segir enn fremur frá því, að hann var altaf að bíða eftir einhverri breytingu hjá sjálfum sjer, í staðinn fyrir að taka á móti frelsaranum alveg eins og hann var. Honum fanst hann vera svo óverðugur. En seinna opinberaði Quð honum, að hann yrði að koma til Krists, eins og hann var, vonarlaus, fátækur syndari, og treysta á mátt hans og fúsleik til að frelsa hann. í hans eigin orðum: »Jeg sá að það var bæði skylda mín og dýrmætur rjettur að taka á móti hjálpræði í Kristi þegar í stað. í þeirri auðmjúku trú, að jeg hefi gert það, fyrir óverðskuldaða miskun og náð Quðs, og þar sem jeg hefi að nokkru leyti reynt áhrif þess á hjarta mitt, sem þó er enn spilt og svikult, er það löngun mín að sýna honum hollustu, sem dó fyrir mig, með þvi að helga líf mitt þjónustu hans.«

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.