Norðurljósið


Norðurljósið - 01.06.1913, Blaðsíða 7

Norðurljósið - 01.06.1913, Blaðsíða 7
Norðurljósið 47 VII. Er biblían ábyggileg? (Framhald.) Árið byrjaði hjá Gyðingum með mánuðinum Tisri, og hinn sjöundi mánuður nefndist Abib. Þegar Isra- elsmenn fóru burt úr Egyptalandi í mánuðinum Abib var hann gerður að fyrsta mánúði ársins, til minningar um frelsunina frá oki Faraós (2. Mós. 12. 1.—2. og 23. 15.). Það var hinn 14. dag þessa mánaðar ár hvert, að páskalambinu (sem er táknmynd Krists, Guðslambs) var slátrað. (2. Mós. 12. 6.) Og vjer vitum af Nýja- testamentinu, að Drottinn vor Jesús Kristur var tekinn höndum og krossfestur einmitt þennan dag. Að sið Gyðinga var dagurinn talinn frá því klukkan sex (sól- setri) um kvöldið daginn áður, og ritningin skýrir frá því, að Kristur og lærisveinar hans neyttu páskalambs- ins »þegar tími var til kominn«, (Matth. 26.20.; Mark. 14. 16.—17.; Lúk. 22. 14.) það er að segja, strax eftir klukkan sex kvöldið fyrir hinn 14. dag rpánaðar- ins. Vjer lesum hjá Jóh. 18. 28., að æðstu prestarn- ir vildu ekki, nokkrum klukkustundum síðar, ganga inn í dómsalinn, þar sem Jesús var yfirheyrður, »svo þeir saurguðust ekki, heldur mættu neyta páskalambs- ins«, og sýnir þetta, að Jesús var yfirheyrður snemma á þessum degi. Hann var færður burt í flýti, og krossfestur »um sjöttu stund« (Lúk. 23. 44.), hinnsama dag, — 14. dag mánaðarins Abib. Á þriðja degi þar frá reis hann upp frá dauðuni, sem sje hinn 17. Abib, og það er nákvæmlega sami dagur hins sama mánað- ar og þegar Nói og fjölskylda hans frelsaðist frá flóð- inu, — einsog Kristur frá dauðanum, — og kom á þurt land til að byrja nýtt líf á nýrri jörðu; hann varð þann dag, í jarðnesku tilliti, upphaf nýrrar sköpunar, einsog Kristur varð það í andlegu tilliti fyrir upprisu sína. Það er alg^erlega ómögulegt, jafnvel fyrir hina svæsn- -ustu gagnrýni, að neita því, að frasögurnar í 1 og 2. bók Móse voru færðar i letur að minsta kosti nokkr- um hundruðum ára á undan dauða Krists og upprisu. Hinir vantrúuðu vinir vorir geta því ómögulega haldið iþví fram, að Kristur hafi dáið og upprisið þessa á- kveðnu daga, einungis til að uppfylla fyrirmyndirnar í 1. og 2. bók Móse. Ef þeir gerðu það, mundu þeir um leið viðurkenna guðdóm hans, og þá einnig guð- legan uppruna frásagnanna hjá Móse. Hvernig gætum vjér gert oss grein fyrir hinum' undraverðu, líkingar- legu spádómum um líf hans, sem þessar bækur hafa inni að halda, væru þær ekki innblásnar af Guði? Mósebækurnar. Fáir munu neita því, að þegar menn greinir á um innblástur ritningarinnar, eru hinar fimm bækur Mósé aðalþrætuefnið. Á síðari árum hefir risið upp gagnrýnisstefna, sem aðallega fæst við að rannsaka Mósebækurnar, og er hún Ijóst dæmi þess, hvernig hinn almáttugi Guð »ger- ir að engu spekinganna speki, og ónýtir viturleik hinna vitru« (I. Kor. 1. 19.). Þessi gagnrýnisstefna sýnir enn- fremur greinilega, hvernig mannleg skynsemi villist út í miklar öfgar og heimsku, þegar hún ris, af ásettu ráði, gegn þeim sannleika, sem Guð hefir opinberað oss mönnunum, svo að óhlutdrægum og rjetthugsandi mönnum verður brátt ljóst, að hún nær ekki nokkurri átt. Það lítur svo út, að sá sami Guð, sem svifti Nebúk- adnesar vitiiiu, þegar dramb hans var komið á hæsta stig, og gerði töframanninn Elýmas blindan um tíma, þegar hann reyndi að snúa landstjóranum frá trúnni (Postulas. 13. kap.), svifti þá menn enn í dag hvers- daglegri skynsemi, sem leyfa sjer að ráðast á orð hans, og virða vettugi vitnisburð Sonar hans, þó þeir annars hafi gáfur og hæfilegleika til að bera, sem eru ómet- anlega mikils virði, þegar þeim er beitt innan takmarka sannrar gagnrýni. Jeg er sannfærður um, að það er ómögulegt að gera sjer öðruvísi grein fyrir heimsku þeirri og fjarstæðum, sem þessir gagnrýnendur bjóða almenningi án þess að blygðast sín. »Þeir kváðust vera vitrir, en urðu heimskingjar.« (Róm. 1. 22.) Eins og síðar mun fram koma, þannig er því og varið nú, að »af því að þeir veittu ekki viðtöku kær- leikanum til sannleikans, að þeir mættu verða hólpnir, . . . sendir Guð þeim megna villu, til þess að þeir trúi lyginni*. (11. Þess. 2. 10.—11.) Mjer hafa blátt áfram ofboðið nokkur óviðjafuan- leg ummæli sumra lærðra guðfræðinga, sem þykjast finna óyfirstíganlega erfiðleika í ýmsum ritningarstöð- um, sem þó er hægt að útlista alveg rökrjett með öðr- um ritningarstöðuni, sem gagnrýnenduin getur ómögu- lega verið ókunnugt um, en sem þeir ganga framhjá, eins og þeir væru ekki til. Mjög einfalt dæmi upp á það sem jeg á við, er það sem hjer fer á eftir, og sem jeg hefi valið íyrir stutt- ieika sakir, þó það sje ekki tekið úr bókum Móse. Biskup nokkur, lærður vel, skrifaði langa ritgerð, og vítti mjög hin hörðu ummæli Davíðs í 109. sálmi, en gekk alveg fram hjá því, — er hugsanlegt að það hafi verið gert af ásettu ráði? — að Pjetur postuli tekur það fram, að bæði í þessum sálmi, og hinum 69. hafi Heilagur Andi talað »fyrir munn Davíðs um Júdas, sem gerðist leiðtogi þeirra, sem höndluðu Jesum«.

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.