Norðurljósið


Norðurljósið - 01.08.1913, Blaðsíða 1

Norðurljósið - 01.08.1913, Blaðsíða 1
JMORÐURLJÓSIÐ - JVIÁNAÐARLEGT HEIMILISBLAÐ — .....I......• • • • • • • • • • • •..........• • • •-++-.....J II. árg. I Ágúst 1913 ! >»»»?#»•? • ••••• • ••••• ••••••• »•••••••••• • » • • * • HIÐ LEYNDA OPINBERAD. Stúlka á saumastofu einni í Glasgow fann einu sinni til sárinda í hendinni, sem uxu dag frá degi, uns hún þoldi ekki lengur við og leitaði læknis. Hann skoðaði höndina en gat ékki fundið hvað gekk að henni. Hún sagði lækninum frá því, að sjer hefði horfið örlítil saumnál, sem hún noiaði við vinnu sína, en það virtist ómögulegt að setja það í samband við sárindin í hendinni, því ekkert sást á henni. En eymslin uxu svo, að læknirinn afrjeð að skoða höndina með Röntgens-geislum, ti! að vita hvort nálin hefði ekki einhvernveginn komist inn í hana. Pessir undrunarverðu geislar voru reyndir, og þá sást það, sem lækn- arnir gátu ómögulega sjeð án þeirra hjálpar. Þar var saumnálin, langt inn í þumalfingrinum! Hafði hún orsakað alla þrautina. Hún var þegar tekin í burtu og stúlkunni batnaði. Maður nokkur var grunaður um að hafa stolið gullpeningi og var hafin rannsókn fyrirvaralaust inni í herbergi hans. Hann var sekur, en vildi fyrir alla muni kotn- ast hjá því, að verða uppvís. Hann gat ekki fleygt peningnum út um gluggann án þess að lögreglumennirnir, sem framkvæmdu rannsókntna, sæju það; en hann notaði tækifærið, á meðau þeir voru báðir að rannsaka skúffur og skápa, að ná í peninginn og stinga honum upp í sig. Lögreglumennirnir fóru síðan að rannsaka mann- inn sjálfan og báðu hann að lofa sjer að líta upp í hann. Maðurinn var í ráðaléysi, en þorði þó ekki að kannast við sekt sína og gleypti peninginn án þess að Mynd tekin mcð Röntgcns-gcislum. hugsa um, hverjar afleiðingarnar gætu orðið. En lögreglumennirnir þóttust vita hvað maðurinn hefði gert og Ijetu taka mynd af brjósti hans, með Röntgens-geislum. Pegar myndin var fullger, sást pen- ingurinn greinilega þar sem hann hafði sest að! Fyrir hjer um bil hundrað árum, þegar víkingaskip voru altíð við austurstrendur Bandaríkjanna, var eitt slíkt skip, sem hjet »Nancy«, á víkingaferð, þegar breskt herskip bar að, sem hjet *Sparrow«. Vissi foringinn hverskonar skip »Nancy« var og fór að elta það. Hann náði henni, en gat ekki fundið neitt á skipinu nje heldur í skjölum þess, sem væri athugavert. Var hann samt ekki vel ánægður, því hann grunaði að skjölin væru fölsuð, og ljet skipið fylgja sjer til næstu hafnar, Kingston í Jamaica, til þess að málið yrði frekar rann- sakað. En það var annað herskip, sem sigldi sama sjó og hjet »Aberga- veuny«. Einn dag tók foringinn eftir dauðu nauti, sem lá í fjör- unni og var umkringt af hákörl- um. Hann Ijet menn sína taka nautsskrokkinn og draga hann á eftir sjer, til þess að reyna að veiða hákarlana. Þeir náðu einum stórum hákarli og drógu hann upp á þilfar. Þegar menn fóru að skera upp hákarlinn, fanst skjalaböggull í maga hans og var bundið útanum hann með spotta. Innan í bögglinum voru skipsskjöl frá skipi, sem »Nancy« hjet, og áleit foringinn að þau mundu geta komið að ein- hverju gagni, ef hann geymdi þau. Næsta höfn, sem hann kom í, var einmitt Kingston í Jamaica, og her-

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.