Norðurljósið


Norðurljósið - 01.08.1913, Blaðsíða 4

Norðurljósið - 01.08.1913, Blaðsíða 4
6o Norðurljósib »Haldið þjer að jeg sje verri? Eruð þjer hræddur um, að jeg muni deyja? Segið þjer mjer nú sannleik- ann! Þessi heimska hjúkrunarkona táldregur mig. Hún segir altaf: »Það gengur ágætlega, herraminn!« en jeg get sjeð það á andliti hennar, að hún er að skrökva að mjer,« og hann hallaði sjer aftur á koddann og stundi þungan. »Já, Íeg held að þjer sjeuð verri, og jeg er hræddur um að þjer munið deyja,« sagði Wilfrid hreinskilnis- lega, »en jeg yrði samt alls ekki hrœddur, ef jeg væri aðeins viss um einn hlut.« »Hvað er það?« spurði veiki maðurinn. »Að sál yðar væri hólpin og að trú yðar væri fest á frelsara minn, Jesúm Krist,« svaraði Wilfrid hægt. Sjúklingurinn horfði með rannsóknaraugum á andlit Wilfrids litla stund, en hann sagði ekki neitt. Eftir litla stund sagði hann í blíðari málrómi en hann var vanur; »Hvers vegna eruð þjer að skifta yður af mjer?« »Jeg get ekki gert að því. Kristur skiftir sjer af yður, og hann hefir kent mjer að gera það líka. Okkur syst- ur mína langar til þess að sál yðar verði hólpin,« sagði Wilfrid alvarlega. Frank viknaði innilega og augu hans fyltust tárum. En þá sagði hann: »Jeg trúi ekki á yðar Krist, nje heldur á það, að hann hafi dáið fyrir oss. Jeg liefi aldrei getað trúað því, að Guð væri svo ranglátur að láta saklausan son sinn deyja Í:1 þess að frelsa menn. Það kalla jeg grimd og get ekki felt mig við það, að kærleiksríkúr Guð geri það.« Wilfrid talaði iengi við veslings manninn, sýndi hon- um, að Kristur var fús á að deyja, lýsti hluttekningu hans með oss mönnum og löngun hans til að gera vilja Föðurins og deyja fyrir glataða heiminn. Hann sýndi honum hvernig hinn óendanlegi heilagieiki Guðs krafðist fórnar, sem aðeins hinn eilífi sonur Guðs gat fært. En það hafði iítil áhrif á Frank Turner. Pá las Wilfrid upphátt fyrir honum þriðja kapítulann úr Jó- hannesar guðspjalli, um Krist og Nikódemus, um end- urfæðinguna, um Heilagan Anda, sem einn megnar að sannfæra menn um þörf sína á Jesú. Þá hlustaði Frank á með athygli. »Jeg vildi svo feginn finna það alt hjá mjer eins og þjer gerið,« sagði hann, »ef til vill megnar Heilagur Andi að koma mjer til þess. Jeg get sjáifur hvorki fundið til neins nje trúað neinu.« »Á jeg að biðja hann umaðgera það?? spurði Wil- frid. »Biðja? Ojá, ef þjer óskið þess. Jeg er orðinn þreytt- ur á sjálfum mjer og syndum mínum. Það hæfði mjer einmitt að endurfæðast, því þá losnaði jeg alveg við hið gamla líf og byrjaði að nýju.« Svo bað Wilfrid. Og Emily var hka að biðja fyrir sjúklingnum heima. Og Kristur var að horfa á. Og Andi Guðs barðist við þrályndi Franks. Wilfrid heimsótti Frank enn þá tvisvar sinnum áður en hann fann frið í Kristi. Hann sagði loksins við sjúk- linginn eitthvað á þessa leið: »Setjuin svo að lánardrottiun nokkur ætti 2,000 pund sterling hjá yður og þjer gætuð ekki 'oorgað og yrðuð settur í fangelsi fyrir svik, þangað til þjer gætuð end- urgoldið alt, hvað munduð þjer gera?« »Verða þar þangað til jeg dæji.« »Já, en setjum nú svo að maður nokkur, af einskærri góðmensku og velvild til yðar, borgaði alla skuldina og kæmi til yðar, sýndi yður kvittunina og segði yður að koma úr fangelsinu og byrja að nýju, — hvað mynd- uð þjer þá gera?« spurði Wilfrid. »Þá fagnaði jeg gæfu minni og sætti boðinu fljótt!« sagði Frank. »Nú,« sagði Wildfrið, »syndir yðar hafa bundið yð- ur fastan, svo að þjer hafið verið eins og fangi. Þjer skuldið guðlegu rjettlæti gjald, sem þjer getið aldrei goldið, en nú segi jeg yður, að Jesús Kristur hefir lok" ið skuldinni fyrir yður og heldur kvittuninni í hendi sjer, svo að segja, og ætlar að láta yður byrja á ný> ef þjer viijið. Hvað ætlið þjer að gera?« I heila mínútu eða meira horfði Frank Turner á Wil- frið, og undrun og vafi lýstu sjer á andliti hans. Pá spenti hann greipar og sagði með ákefð: »Er það mögulegt, að vegurinn sje svona einfaldur, og jeg hefi lifað tuttugu og níu ár í kristnu landi, án þess að vita það?« Hann endurtók hvað eftirannað: »Er það mögulegt? Jesús hefir goldið alt! Drottinn, hjálpaðu mjer til að trúa! Æ, hjálpaðu mjer til að trúa!« Þá kom breytingin. Andlit hans ljómaði af gleði og hann þakkaði Guði af öllu hjarta fyrir hjálpræði hans. »Guði sje loí!« sagði hann. »Jeg er ekki lengur óvin- ur Jesú Krists. Nú erum við ástvinir!« »Ástvinir um eilífð,« bætti Wilfrið við, nærri því eins glaður og Frank. Æ, það var gleðidagur, sá dagur. Það var gleði á meðal engla Guðs yfir þessum synd- ara, sem bætti ráð sitt; það var gleði í hjarta hennar Emily og söngur á vörum hennar; það var lofgerð í sálu Wilfriðs; og hvað skulum vjer segja um Frank Turner? Þeir, sem fundið hafa fyrirgefning og frið í Jesú, geta best ímyndað sjer tilfinningar hans. Hin síðustu orð hans, sem hann talaði hægt við Emily, sem var viðstödd andlát hans, voru þessi: »Guði sje lof! Jesús og jeg - við erum ástvinir uin alla eilífð!« _

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.