Norðurljósið


Norðurljósið - 01.08.1913, Blaðsíða 5

Norðurljósið - 01.08.1913, Blaðsíða 5
Norðurljósið 61 Nasirnar. Rensli úr nefinu. (Framhald). (2.) Kirtlaveik börn þjást oft af rensli úr nefinu, og er ill iykt af því. Þetta er alvarlegur kvilli, végna þess að líkindi eru til að renslið stafi af ígerð, sem getur skemt beinin bak við nefið. Það á að sprauta upp í nefið með bórvatni kvöld og morgna og leita læknis- ráða hið fyrsta. (3.) Þegar gröftur kemur út um nefið frá kýli í holinu í kinnbeinin, er renslið ekki stöðugt; það kemur meira stundum en stundum og hættir alveg með köflurn. Oröfturinn renhur stundum niður i hálsinn, eftir því sem menn halda höfðinu. Það má reyna bórvatnsinnsprautun kvöld og morgna, ef lítið ber á greftrinum, en það er oftast nær ónóg og verður skurðarlæknir að eiga við sjúkleikann. Má helst ekki draga að leita til hans. JVIunnurinn. Nú skulu athugaðir nokkrir kvillar, sem koma fyrir í i munninum, og skulum vjer fyrst minnast á bólgu ú húðinni í munninum (stomatitis). Hjer er ekki átt við munnskóf (aphthæ), sem verður ritað um næst á eftir, heldur urn sáru blettina sem koma stundum fyrir á munnhúðinni og sitrar úr þeim örlítill vessi. Þeir stafa .af (1.) kulda, þegar um börn er að ræða, sem ekki hafa gott viðurværi; (2.) ólagi á meltingarfærunum; (3.) misl- ingum eða öðrum útbrotaveikindum; eða (4.) af að láta upp í sig eitthvað of heitt, eða einhverja sterka sýru. Ef bólgan er mikil, er munnurinn stundum skrauf- þur, en oftar er þó munnvatnið mikið og beiskt, seni leiðir ilt af sjer í maganum og görnunum. Sjúklingurinn á fyrst að nærast eingöngu á mjólk, eða mjólk og sódavatni — jafnmiklu af hvoru — og seinna meir, þegar bólgan fer að minka, má bæta kakaó við og borða ljetta fæðu. Á helst að nota kakaó að staðaldri í staðinn fyrir kaffi eða te. jWunnskóf. Munnskóf (aphthæ) er talin ein mynd af stomatitis og sjest oftast á ungbörnum. Hún kemur og stundum fyrir í mislingum, blóðkreppu og tæringu, og þegar hún sjest á öldruðum sjúklingum,—hvað sem að þeim gengur, — er hún merki þess, að þeim sje að hnigna. Hún myndast af ótalmörgum hvítum smáblöðrum á munnhúðinni, sem vaxa út frá sjer. Henni fylgir engin veruleg hætta, en hún aftrar barninu stundum frá að sjúga og^' það er hætt við því, að móðirin smittist af barninu þannig, að geirvörturnar verði sárar og hör- undið verði fleiðrað. Kirtlaveik börn eru næmari fyrir þessum sjúkdómi heldur_en*önnur böru, en sjúkleiki þessi kemur oftast nær ,’-[af j.örsökum, sem er að miklu leyti hægt að hafa hemil á. Aðalorsökin er hvorki meira nje minna en óþrifnaður og ónærgætni hjá mæðrum eða barnfóstrum. Hvert sinn sem barninu er gefið brjóstið, á að þurka munninn með hreinni rýju til þess að hreinsa alla mjólk frá gómnum. Oeirvörtur móðurinnar á sömu- leiðis að hreinsa hvert sinn sem barnið fær brjóstið. Ef þessa er stranglega gætt, mun oftast nær komist hjá munnskóf. Oott loft í herberginu er líka nauðsynlegt fyrir ungbörn og mun það varna þessum sjúkdómi, eins og mörgum öðrum kvillum. (Framhald.) sem leita til mín um lækningar, eru sjerstak- lega beðnir að gæta þess, að mjer er ekki hægt, vegna annara starfa, að sinna neinum lækningum nema á miðvikudögum og laugardögum einum, frá kl. ii árdegis til kl. 5 síðdegis. Menn eru vinsamlega beðnir að koma ekki til mín á öðrum dögum en þessum; það bakar mjer þá hrygð að vera neyddur til að senda þá á burt og kostar þá ómaksferð. Jeg vildi með gleði sinna mönnum á öllum tímum, ef jeg gæti, dag eða nótt; en hin önnur störf mín banna mjer það algerlega. Einasta undantekning er, ef að báðir hinir settu læknar hjer skyldu vera fjarverandi og sjúklingurinn biði skaða af að bíða. Arthur Gook.

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.