Norðurljósið


Norðurljósið - 01.08.1913, Blaðsíða 7

Norðurljósið - 01.08.1913, Blaðsíða 7
Norðurljósið 63 Er biblían ábyggileg? (Framhald.) y\thugasemd. Samkvæmt frumritinu á næsti kapítulinn að vera um z/ðnas í kviði stórfiskjarins«. En jeg hefi lofað að gefa út sjerstakt rit um það efni, að beiðni margra manna, þegar jeg fæ tækifæri til þess; skal þeim kapítula því slept hjer í blaðinu. Ritstjóri. IX. Nýjatestamentið. Nýjatestamentið er kunnara og betur skilið af al- menningi en gamlatestamentið, og þess vegna eru mótmælin færri gegn áreiðanleik þess. En þrátt fyrir það, álít jeg mjer skylt að minnast á nokkur atriði, sem í fljótu bragði virðast koma í bága við þá skoð- an, að nýjatestamentið sje innblásið af Guði. Jeg hefi þegar tekið það fram, að Kristur setti inn- sigli síns guðdómlega myndugleika á rit gamlatestament- isins. Sumir hafa haldið, að þetta gæti alls ekki átt sjer stað að því er snertir nýjatestamentið, þareð ekkert af ritum þess var fært í letur fyr en eftir himnaför Krists. En vor hjartkæri Frelsari, sem vissi, hversu nauðsynleg frásögnin um líf hans og kenningu mundi verða fyrir mannkynið,gerðifullkomnar ráðstafanir fyrirþví,skömmu fyrir dauða sinn, að alt yrði fært í letur, sem nauðsyn- legt var. í Jóhannesar guðspjalli 14. 26. standa þessi orð, sem hann talaði til lærisveina sinna: >En huggar- inn, Andinn Fteilagi, sem Faðirinn mun senda í mínu nafni, hann mun kenna yður alt, og minna yðurá alt, sem jeg hefi sagt yður.“ Vjer höfum þannig skýlaus orð hans fyrir því, að Heilagur Andi skyldi gera þá, sem heyrðu ræðu hans, hæfa til að muna nákvæmlega það, sem hann sagði. Hann lofaði þeim einnig, að Heilagur Andi skyldi »kenna þeim alt«, og í Jóhann- esar guðspjalli 16. 12.—13. lesum vjer: »jeg hefi enn margt að segja yður, en þjer getið ekki borið það að slnni; en þegar hann, sannleiksandinn, kemur, mun hann leiða yður í allan sannleikann, því að hann mun ekki tala af sjálfum sjer, heldur mun hann tala það, sem hann heyrir og kunngera yður það, sem koma á.« Af þessu sjáum vjer greinilega, að Heilagur Andi mundi síðar kunngera postulunum sannindi, sem Krist- ur vildi ekki kunngera þeini, af því þeir í það sinn gátu ekki borið það. Þetta sýnir að þau mótmæli sumra gagnrýnenda geta ómögulega staðist, sem halda því fram, að sú eða sú kenning hafi átt upptök sín í hugskoti Páls póstula, og að Kristur hafi ekki svo mikið sem skírskotað til hennar. Sú ritningargrein, sem tilfærð er hjer að ofan, segir oss einnig að Heilagur Andi muni kunngera postulun- • • • • • •-•-• • •••-♦• ♦^♦^♦•♦» ♦ ♦ ♦ ♦ um »það sem koma á«. Jóhannesi var einmitt boðið í vitrun seinna meir að skrifa um þá ókomna hluti, sem honum voru opinberaðir. (Opinb. 1. 19; 21. 5.) Vjer getum þannig, samkvæmt Krists eigin orðum, fullkomlega reitt oss á frásagnir guðspjallanna, og kenn- ingarnar og spádómana í pistlunum. Það er í meira lagi merkilegt að athuga hinar skamm- sýnu ályktanir sumra lærðra manna og hina óskynsömu rökleiðslu þeirra, um þá staði í guðspjöllunum, sem þeir álíta að beri ekki saman. Jeg hygg að sjerhver læknir, sem mikið er leitað til, gæti tilfært hundrað dæmi uppá tvo sjúklinga, sem þjáð- ust af sama sjúkdómi og voru læknaðir á sama hátt þareð sjúkdómurinn hagaði sjer eins að heita mátti í báðum tilfellununi, aðeins lítið eiit mismunandi í sniáatriðum. Se*jutn nú svo að læknir hjeldi fyrirlestur í einhverju læknafjelagi og skírskotaði þar til eins af þessum tilfellum, og svo síðar í öðrum fyrirlestri til annars mjög svipaðs; livað mundu menn segja um þann manri, sem tæki sjer tilefni af þessu til að reyna að sanna, að lækuir þessi væri lygari, og að hann hefði aldrei haft þessi sjúkdómstilfelli til meðferðar, af því hann í annað skiftið talaði um karlmann 35 ára gaml- an, en í seinna skiftið um kvenmann 30 ára að aldri? Og þó er þetta fyllilega samsvarandi tilraunum sumra gagnrýnenda til að hrekja frásagnirnar um kraftaverk Drottins vors Jesú Krists. Af því Matteus segir frá lækn- ingu tunglsjúks manns, sem bæði var mállaus og blind- ur, og Lúkas segir frá manni í sama hjeraði, sem að- eins var inállaus, er þetta tekið sem sönnun fyrir óná- kvæmni og óáreiðanleik guðspjallasögunnar. Gagnrýn- endurnir geta auðsjáanlega ekki skilið það, að í sama hjeraði hafi verið annar tunglsjúkur maður, sem var mállaus en ekki blindur. Matteus skýrir ennfremur frá því, að Jesú lækuaði tvo blinda menn þegar hann fór frá Jerikó (Matt. 20.) en Markús talar aðeins um einn blindan mann, sem hjet Bartimeus (Mark. 10. kap.) Þetta er svo álitin ó- samkvæmni, en mjer þætti gaman að vita, hvað hefði getað hindrað annan blindan mann frá að fylgja dæmi Bartimeusar, ef hann hefði trúað því, að hann gæti einn- ig fengið sjónina aftur. Allir geta skilið það, nema auðvitað biblíugagnrýnendur, að læknir, sem tekst að lækna sjúkling, sem aðrir hafa ekki getað bætt, getur búist við að fá feiknamikla aðsókn af mönnum, sem hafa svipaðan sjúkdóm. Jeg efast ekki um, að Kristur hafi læknað marga aðra blinda menn i þessari sömu ferð. í Lúkasar guðspjalli lesum vjer um mann, sem var læknaður á leiðinni til Jerikó í svipuðum kring- umstæðum. Vjer höfum fulla ástæðu til að trúa því, að slíkir atburðir hafi skeð aftur og aftur, eins og Jó- hannes segir í niðurlagi guðspjalls síns: »Það er og margt annað, sem Jesús gerði.«

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.