Norðurljósið


Norðurljósið - 01.08.1913, Blaðsíða 8

Norðurljósið - 01.08.1913, Blaðsíða 8
64 Norburljósið Margir gagnrýnendur bera saman ræður Jesú hjá Matteusi og Lúkasi, og segja að sá samanburður sýni, að engin tilraun sje gerð til að skýra rjett frá ræðunum, og að hin ýmsu umtalsefni komi í ýmislegri röð; Matt- eus segi t. d. að Jesús hafi haldið ræðu á fjalli, en Lúk- as segi aftur á móti, að hún hafi verið haldin á sljettu einni o. s. frv. En hversu hugsunarlaust og ósanngjarnt er það að álíta, að Kristur hafi aldrci brýnt sömu sann- indin fyrir mönnum oftar en einu sinni! Hinn guðdóm- legi boðskapur hans varð að endurtakast aftur og aftur, þegar hann kom til hinna ýmsu bæja og prjedikaði fyrir nýjum áheyrendum, og af speki sinni hefir hann eflaust flutt boðskapinn í hvert sinn í þeirri mynd, sem bezt hæfði skilningi áheyrendanna og hinum ýmsu þörfum þeirra. Jeg vil tilfæra tvö dæmi, sem sýna, að þetta er mjög sanngjörn skýring á ósamkvæmni þeirri, sem í fljótu bragði virðist vera milli guðspjallanna. Vjer höfum allir lesið frásöguna um að Kristur mettaði 5000 manna á eyðimörkinni, og stendur hún i öllum guðspjöllunum. Hver guðspjallamaðurinn fyrir sig getur um hin fímm brauð og tvo fiska og hinar tólf karfir, sem fyitar voru með leifar eftir máltíðina. Þar er samkvæmni í öllum atriðum af þeirri einföldu ástæðu, að allir guðspjalla- mennirnir lýsa hinu sama krajtaverki. En svo var líka annað svipað kraftaverk, sem aðeins Matteus og Mark- ús skýra frá. Þá voru 4000 manna mettaðar með sjö brauðum og jáeinum smáfiskum, og sjö karfir voru fyltar með leyfar. Vjer skulum nú hugsa oss, að Matt- eus og Markús hefðu sagt frá þessu síðara kraftaverki, en ekki hinu fyrra; þá mundu gagnrýnendur, í sam- ræmi við kenningar sínar, liafa frætt oss um það, að vjer hefðum hjer í höndum óhrekjanlega sönnun fyrir ónákvæmni guðspjallafrásagnanna. Þeir mundu hrópa: »Matteus og Markús segja, að mennirnir hafi verið 4000, brauðin 7 og karfirnar 7, en Lúkás og Jóhannes að þeir hafi verið 5000, brauðin 5 og karfirnar 12.Það er alveg ómögulegt að samrýma þessar mótsagnir.« Kæmi nú einhver með þá útskýringu, að hjer hefði getað vérið um tvö kraftaverk að ræða, mundu þeir líklega svara henni með hæðnishlátri. Það er nú samt sem áður óhagganleg sannreynd, að við eitt tækifæri (Mark 8. 19.—20.) vitnaði Kristur til bcggja þessara kraftaverka í einu. Þetta sannar það sem jeg þegar hefi tekið fram, að kraftaverk af sama tagi hafa að staðaldri verið gerð í þau 3 ár sem notuð voru kostgæfilega til að lækna sjúka, blinda og máttvana, og til að lífga dauða. Vjer skulum taka sem annað dæmi þessi orð Krists: . »Vond og hórsöm kynslóð heimtar tákn, en henni skal ekki verða gefið annað tákn, en táka Jónasar spámanns.« Jesús talaði þessi orð við tvö ólík tækifæri, sem Matt- eus skýrir frá í 12. kap. 39. v. og 16. kap. 4. v. Væri nú það eitt tekið fram í Matteusar guðspjalli, að Jesús hefði talað þessi orð við það tækifærið, sem um er getið í 12. kapítula, en svo aftur í Lúkasar guðspjalli skýrt frá því að eins, að hann liafi talað þau við síð- ara tækifærið, þá hlytum vjer að álíta, að öðrumhvor- um guðspjallamanninum hefði skjátlast, ef vjer viðhefð- um sömu rannsóknaraðferð og gagnrýnendurnir. En villan mundi þá vera hjá oss.sjálfum, því gagnrýnis- stefnan hefir auðsjáanlega rangt fyrir sjer, þegar hún heldur því fram, að Kristur hafi altaf átt að nota sömu orðatiltæki við hver sannindi sem hann boðaði, hversu oft sem hann boðaði þau, og að hann hafi aldrei átt að gera nema eitt krabnverk sömu tegundar á hverj- um stað sem hann kom á. Það voru uppi tveir nafnkunnir feðgar í Ameríku á 18. öld, sem báðir hjetu Jonathan Edwards. Báðir voru prestar og dóttursynir presta. Þeir voru báðir guð- hræddir og lærðir menn, og báðir kendu jafnlangan tíma sinn í hvorum skóla. Báðir tóku við prestsembætti því, sem móðurafar þeirra höfðu haft á hendi, og báð- um var vikið frá embætti vegna sjerstakra trúarskoðana. Síðarmeir voru báðir aftur settir til að þjóna söfnuð- um, sem höfðu miklar mætur á þeim, og báðir rituðu í tómstundum sínum bækur, sem höfðu talsvert bók- mentalegt gildi. Báðir sögðu af sjer prestskap, og gerð- ust skólastjórar, og báðir dóu skömmu eftir að þeir höfðu tekið að sjer þetta nýja starf. Það var að eins eins árs munur á aldri þeim, sem hvor um sig náði, því annar varð 56 en hinn 57 ára að aldri. En undar- legast af öllu var það, að báðir prjedikuðu fyrsta sunnu- dag ársins sem þeir dó á, út af þessari ritningargrein: »Á þessu ári muntu deyja.t (Jerem. 28. 16.) Ef aðferð biblíugagnrýninnar væri beitt gagnvart ofan- nefndum tilviljunum í lífi þessara tveggja manna, þá mundi eflaust, eftir nokkur ár, rísa upp »gagnrýnandi«, sem treysti sjer til að »sanna«-, að minsta kosti svo honum sjálfum nægði, að til hefði verið aðeins einn Jonathan Edwards, og að það hlyti að vera ósamkvæmni hjá sagnariturunum, að því er snerti aldur hans, þareð sumir segðu hann 56, en aðrir 57 ára, þegar hann dó! Kæri lesari! Aðferð gagnrýnenda er óverjandi; það eru þeir, en ekki hinir trúuðu, sem hafa ástæðu til að blygðast sín; Ogöngur þær, sem efunarmenn þessir lenda í, í hinum áköfu tilraunum sínum til að gera sannindi biblíunnar tortryggileg í augum manna, sýna ljóslega, að þeir hafa engan hugsunarrjettan grundvöll að byggja á. (Framhald.) ^loRÐURLJÓSIÐ kemur út einusinni á mánuði, og verð- ur 96 blaðsíður á ári. Árgangurinn kostar 50 aura og borgist fyrir fram. Menn mega senda útgefandanum verð- ið í ónotuðum frímerkjum. Verð í Vesturheimi, 30 cents. Ritstjóri og útgefandi: ýýrfhur Gook, Akureyri. (Afgreiðslumaður blaðsins áísafirði er hr.James L.Nisbet.) Prentsmiðja Odðs Björnssonar.

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.