Norðurljósið


Norðurljósið - 01.09.1913, Qupperneq 2

Norðurljósið - 01.09.1913, Qupperneq 2
66 Norburljósið námunni og mönnum þótti skemtilegt að hafa hann hjá sjer, því að hann var ljúfur við alla. Einn dag las hann eitt af vantrúarritum yðar, og það hafði stórkostleg áhrif á hann. Hann steinhætti að syngja sálma og blístra sálmalög, og hann varð þunglyndari en nokkur annar maður í námunni. Hann fór að deila við aðra um trúmál og vildi fá menn til að trúa því, að enginn Guð væri til. En þá fjell einn dag hálf smá- lest af kolum ofan á hann og þegar hann lá undir kolunum og við vorum að bjarga honum, heyrði jeg hann vera að kalla á almáttugan Guð og biðja hann að miskuna sjer. Mr. Bradlaugh, jeg segi yður það satt, að það besta meðal til að taka vantrúna úr manni er einmitt svo sem hálf smálest af kolum!« Við það settist kolaneminn niður, en lófaklappið dundi við frá áheyrendunum. Mr. Bradlaugh svaraði engu en flýtti sjer út úr fyrirlestrasalnum. Ferðamaður einn í Vesturameríku nálgaðist þorpið, sem ferð hans var heitið til í rökkrinu, og hitti svo á, að menn voru þar samankomnir til að halda fund undir beru lofti. Ungur maður var að tala fyrir þeim og þegar ferðamaðurinn sá hann stóð hann við og hlustaði á ræðu hans. Ungi maðurinn var guðsafneitari og reyndi að sannfæra áheyrendur sína um, að enginn Guð væri tii, og að trúmál væru aðeins fyrir börn og gamlar kerlingar, og svo framvegis. Þegar ræðunni var lokið, spurði ræðumaðurinn, hvort nokkur vildi fá orðið. Þá kom ferðamaðurinn fram og sagði, að hann hefði gaman af að segja fólkinu dálitla sögu. Ræðumaðurinn fölnaði, þegar hann sá hann, en sagði ekki neitt. Saga ferðamannsins var á þessa leið: »í gær, þegar jeg var á ferð minni, kom jeg að ánni hjerna fyrir vestan og heyrði neyðaróp sem virtust koma úr ánni sjálfri. Þegar jeg kom á árbakkann, sá jeg mann í bát, sem barst fyrir straumnum með miklum hraða. Var hann búinn að missa árarnar og jeg sá strax þá voðahættu, sem hann var í, því jeg vissi um straumið- una og skerin stutt fyrir neðan. Jeg heyrði hann hrópa til Guðs og bíðja hann að frelsa sig úr þessari hættu, og hann lofaði hinum almáttuga að þjóna honum og vegsama ef hann vildi aðeins bænheyra sig. Jeg fann þá að Guð hafði sent mig einmitt á þessu augnbliki þessum nauðstadda manni til hjálpar, því jeg var svo heppinn að hafa með mjer langa taug. Jeg flýtti mjer að þeim stað, þar sem krókur er í ánni, — þið þekkið vist staðinn, — og fleygði tauginni til hans og dró hann heilan til lands. Ykkur verður eflaust starsýnt á það, þegar jeg segi ykkur að þessi maður, sem hefir staðið hjer og afneitað tiiveru Guðs síns og skapara, er einmitt sá sami sem iofaði að þjóna honum í gær þegar hann var í dauðans hættu! Guð bænheyrði hann, en þið hafið heyrt, hvernig maðurinn hefir efnt loforð sitt.« Thomas Paine, sem er alkunnur af bók sinni, er heitir i>Skynsemisöldin« (»The Age of Reason«) og starfaði af kappi að því að spilla trú manna á Guð og Jesúm Krist, spurði unga, trúáða konu, sem kom til að hjúkra honum, þegar hann lá banaleguna, og vantrúar- bræður hans skeyttu ekkert um hann, hvort hún hefði nokkurntíma lesið bækur hans. Hún sagði að hún hefði lesið nokkuð úr »Skynsemisöldinni« og að hún hefði seinast stungið bókinni í eldinn. »Jeg vildi óska að allir lesendur hefðu gert hið sama,« sagði Thomas Paine, »því að ef djöfullinn hefir nokkurntíma haft hönd í bagga með að rita bók, þá hefir það verið þegar verið var að rita þá bók!« Þessi maður, sem var óvinur Guðs og Jesú Krists á meðan hann hafði góða heilsu, var þó altaf að kalla: »Ó, herra, herra Guð!« eða »Drottinn Jesús, miskuna þú mjer!« þegar hann lá banaleguna. * * * „Það iiggur fyrir mönnum eitt sinn að deyja, en eftir það er dómurinn." (Hebr. 9. 27.) »Guðspekin« svokölluð segir, að það liggi fyrir mönnunum að deyja mörgum sinnum, og mörgum sinnum að fæðast aftur. Vantrúin segir, að það sje enginn dómur til eftir dauð- ann. Ber þetta saman við reynslu deyjandi manna. Banasæng bæði trúaðra og vantrúaðra ber vitni um það, að þessi orð ritningarinnar eru sönn og áreiðan- leg. Þegar menn standa við opið hlið dauðans, virðast þeir oft sjá í gegn um það inn í ljósið, sem bíður hinna trúuðu, eða inn í myrkrið, sem bíður vantrúaðra. Jesús Kristur hefir »að engu gert þann, sem hefir mátt dauðans, það ér að segja djöfulinn.« (Hebr. 2. 14.) svo að sá, sem er sameinaður honum, getur öruggur sagt: -Pó jeg ætti að ganga um dauðans skuggadal, skyldi jeg samt enga ógæfu hræðast, því þú ert með mjer!« (Sálm. 23. 4.) Það mætti fylla þetta blað — og meira — með sönn- um frásögum um banabeð vantrúarmanna, sem hafa algerlega kastað frá sjer hinum fyrri skoðunum sínum — þegar það hefir verið orðið of seint, — og hafa dá- ið í örvænting. Ef nokkur les þetta, sem trúir ekki á annað líf og á rjettlátt endurgjald fyrir syndir þessa lífs, þá vil jeg spá því hiklaust, að það muni einhvern tíma fara svo, að hann sjái villu sína. Guð gefi það verði ekki of seint! Snúi hann sjer heldur til Krists og byrji hið sanna, kristilega líf, sem eitt veitir sanna ánægju og gleði » þessum heimi!

x

Norðurljósið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.