Norðurljósið


Norðurljósið - 01.09.1913, Blaðsíða 3

Norðurljósið - 01.09.1913, Blaðsíða 3
NORBURLJÓSIB 67 • •»•¦»»¦?• • • • • Biblían er ekki dauð ennþá! Á meðan efunarmennirnir sitja í hægindastólum sín- um og spinna upp nýjar aðfinningar gegn biblíunni, nota margir aðrir hana til þess að hjálpa og göfga þá, sem fallnir eru í synd og freistni, og sjest það á árangr- inum, hvort bókin er af Ouði eða ekki. Það er nóg að vitna aðeins til áhrifa biblíunnar i einni borg til að sanna það, að ritningin er ekki þetta úrelta, útdauða sögusafn, sem »biblíugagnrýnendur« virðast benda á. í fyrra vetur hjelt alkunnur trúboði, að nafni »Gipsy Smithc (Smith sígaunari) vakningarsamkomur í borginni Los Angeles á Kyrrahafsströnd. Oipsy Smith er mjög gáfaður ræðu- og söngmaður, en var umkomulítill, ó- mentaður sígaunaradrengur, þegar kærleikur Guðs hreif hjarta hans og kallaði hann til þess að verða þjónn hans. Seinna meir fjekk hann köllun frá Guði til að boða Krist og hann krossfestan og hefir hann síðan eflaust unnið nokkur þúsund sálir Drotni til handa. Hinir ýmsu söfnuðir í Los Angeles buðu Gipsy Smith sameiginlega að koma og halda samkomur í borg þeirra, og leigðu samkomusal fyrir kvöldsamkomurnar með sætum handa 6,000 mönnum og annan sal fyrir hádegissamkomur, sem hafði sæti handa 3,500. En að- sóknin varð svo mikil, að það hefði mátt fylla sal, sem var þrisvar sinnum stærri! Árangurinn af þessum samkomum varð sá, að milli 5 og 6,000 manna játuðu Krist sem frelsara sinn og gengu inn í einhvern af söfnuöunum þar í borginni. Annan sunnudaginn, sem trtiboðinn var þar, gengu 10,000 karlmenn í skrúðgöngu um götur borgarinnar og hafði hver þeirra biblíu í hendi. í þessari sömu borg (Los Angeles) eru menn að reisa afarstóran Biblíuskóla, þar sem trúboðaefni og aðrir, sem ætla á einhvern hátt að starfa fyrir Ouð, geta feng- ið rækilega tilsögn í kenningum biblíunnar. Rektor skólans verður Dr. Torrey, höfundur bókarinnar: »Krist- ur, biblían og vantrúin«, sem hefir komið út á íslensku, og það verður tveggja ára námskeið. Mönnum verður þar ekki kend nein hálfvolg únitaratrú, eins og far- ið er að kenna hjer á landi, heldur mun »gömlu stefnunnú verða fylgt af lífi og sálu. Stærsti salurinn í þessari byggingu hefir 4,500 sæti, og það verða 700 svefnherbergi handa nemendum. I öðrum sal eiga að verða um 900 sæti, og verða margar kenslustofur. Það lítur ekki út fyrir að biblíutrúin sje alveg að deyja út, eins og sumir guðfræðingar í Reykjavík eru að telja mönnum trú um! Því síður er það satt, sem hefir sjest oftar en einusinni í íslenskum blöðum, að allir guðfræðingar, sem nokkuð kveður að, hafi yfirgef- ið hina gömlu skoðun á biblíunni. /Mhugasemdir ritstjórans. Menn hafa stundum spurt ritstjórann um það, hvaða trúarflokki hann tilheyri og hverri stefnu hann fylgi. Síðari spurningunni er best svarað, með því að benda á »Norðurljósið«, því öllum lesendum hlýtur að vera Ijóst hver stefnan er. En um hina fyrri er það að segja, að hann hefir lengi skilið ritninguna þannig, að Ouð hafi ekki ætlast til að börn sín skyldu skifta sjer í flokka, (sbr. Jóh. 10. 16.; Jóh. 11. 52.; 1. Kor. 1. 11.-13.: I. Kor. 3. 1.—4.), heldur að þau skyldu verða eitt, (Jóh. 17. 21.), eins og þau voru í byrjun kristninnar. Þessi sann- færing hefir bannað honum að vera í neinum trúarflokki, en hann hefir álitið alla, sem elska Drottin Jesúm af einlægu hjarta, sem bræður sína. Ouðs orð sjálft gefur oss allar nauðsynlegar leiðbeiningar um safnaðarskipun og hegðun Ouðs barna að öllu leyti; og það er betra að eiga Guð sjálfan að, en að treysta á menn með upp- eldi sitt. Samfjelag það, sem Jesús Kristur kannaðist við og. heyrði til, var undravíðtækt. »Sjerhver, sem gerir vilja föður míns á himnum, hann er bróðir minn og systir og móðir.« Getum vjer kosið betra bræðralag en þetta? * Lesendur muna eflaust eftirgreininni: >Spaðafimm«, sem birtist í júní-blaðinu og vakti töluverða eftirtekt. Þessi grein er nú sjerprentuð í litlu broti, og er ritið þannig brotið saman, að það lítur út eins og spiL Mega allir lesendur blaðsins, sem vilja, fá 20 eintök af ritinu send með pósti, fyrir 10 au. (í frímerkjum ef vill), ef þeir vilja útbýta þeim á meðal kunningja sinna ókeypis. * • • Ritstjórinn biður menn misvirða það ekki, þó þetta blað komi út á eftir tímanum. Valda því óvenjulega miklar annir síðustu mánuðina. Október-blaðið kemur út svo fljótt sem unt er. Ritstjórinn þakkar mjög vel fyrir öll brjef, sem hann hefir fengið frá lesendum og treystir þeim að taka því ekki illa, þó hann svari að- eins þeim brjefum, sem nauðsynlega þurfa svars. Hin eru altaf afgreidd samviskusamlega og oftast með næsta pósti, og menn eru sjerstaklega beðnir um að láta rit- stjórann vita, ef ritin eða meðölin, sem þeir biðja um, koma ekki með góðum skilum.

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.