Norðurljósið


Norðurljósið - 01.09.1913, Blaðsíða 4

Norðurljósið - 01.09.1913, Blaðsíða 4
68 Norburljósib • ••••••••••••• •-• ••••••••• Svertínginn og klukkan. Svertingi nokkur fór einu sinni í úrsmiðsbúð með vfsana af klukkunni sinni og sagði við úrsmiðinn: »Viljið þjer gera svo vel að gera við þessa vísa. Þeir vísa ekki á rjettan klukkutíma nema nokkra daga í einu; þeir eru altaf að ganga úr lagi.« »Hvar er klukkan?« spurði úrsmiðurinn. »Hún er heima hjá mjer,« svaraði svertinginn. »Jeg verð að skoða hana.« »Nú, það er ekkert ólag á klukkunni,« sagði hinn, »það er aðeins ólag á vísunum, og þess vegna hefi jeg komið með þá. Þjer viljið bara fá klukkuna til þess að þukia ofurlítið um hana og svo verð jeg að borga heilmikla upphæð fyrir. En það verður nú ekki af því! Fáið þjer mjer vísana aftur.« Og hann tók vís- ana og fór út til þess að reyna að finna sanngjarnan úrsmið. Þó þetta virðist skrítið, er það mjög svipað hugsun- arhætti margra þeirra, sem leitast við að betrast, án þess þó að fá fyrst aðgerð á sálu sinni. Þeir skilja ekki endurfæðinguna betur en veslings svertinginn skildi aðgerð á klukkunni sinni. Þeir vilja ekki fela sig algerlega á hönd hins himn- eska viðgerðarmanns, sem getur sett alt í gott lag inn- an í hjarta þeirra. Eins og svertinginn, eru þeir hræddir um að það muni kosta þá of mikið. Þeir leitast við að forðast eina eða aðra ljóta synd, að leggja af þenna eða liinn óvanann. En ekkert meira! En hinn himn- eski úrsmiður, sem vill setja klukku hjarta vors svo, að hún gangi alveg eins og hin mikla klukka Föðurins, segir við oss: »Jeg get ekki gert við vísana, nema jeg fái klukkuna. feg verð að fá alla klukkurta! (Þýtt.) I Var Páll postuli Unitari? Svo segir M. J. í »Nýja Kirkjublaðinu« 18. tbl. þ. á. Orð hans eru: »Auðvitað eru þau Unitarar — eins og postulinn Páll; að hann hvergi ákallar Krist, sem þó var hans líf, eða biður til hans (fremur en Jesús til sjálfs sín), það verður »rjetttrúanin« að kannast við, þótt sárgrætilegt þyki.« Þetta er víst fyrsta sinn, að nokkur hefir borið það upp á postulann Pál að hann hafi verið Únitari! Það er mesta furða að önnur eins fjarstæða skyldi geta komið á prent í riti, sem á að vera »fyrir kristiiega menningu.« Únitarar hafa altaf verið að flagga með það, að Jesús hafi ekki álitið sig Ouðs son (sem ekki er satt), heldur hefir það verið, segja þeir, einmitt Páll postuli sem „hefir gert Jesúm að Guði kristinna manna." Mannikemurósjálfrátt í hug orð frelsarans við vantrúar- • ••••••••• •••••••••••••••• mennsinnadaga: »Þjer villist, þareðþjerþekkið ekki ritn- ingarnar.« M. J. segir, að Páll postuli »hvergi ákalli Krist«, en þá hefir hann gleymt því, að Páll skýrir frá því sjálfur, að hann sá Jesúm á himni og ákallaði hann: »Hvað á jeg að gera, herra!« (kyrie = Drottinn). Þegar Páll fellur fram á andlit sitt fyrir Jesú, sem þó var kross- festur meira en ári fyr, ávarpar hann sem Drottin, biður hann um leiðbeiningu og segir stöðugt frá því, að Jesús hafi talað við sig frá himni, þá er í meira lagi ætlandi, að hann hafi álitið hann Quð! Hvað átti hann ann- ars við, er hann talaði um, að höfðingjar þessarar ald- ar hafi krossfest Drottin dýrðarinnar? (I. Kor. 2. 8.) Hvers vegna segir Páll að »fyrir nafni Jesú skuli hvert knje beygja sig, þeirra sem eru á himni, og þeirra, sem eru á jörðu, og þeirra sem undir jörðunni eru,« ef hann álítur ekki að Jesús sje Ouð? Hann segir að Jesús sje „kröftuglega auglýstur að vera sonur Guðs,“ (Róm. 1. 4.), að »allir hlutir sjeu skapaðir fyrir hann og til hans,« (Kól. 1. 16.), að »alt á tilveru sína í honum,« (Kól. 1. 17.), að »hann er yfir öllu, Ouð blessaður um aldir,« (Róm. 9. 5.). Það mætti benda á niarga fleiri ritningar- staði, sem sanua, að Páll hafi trúað á guðdóm Jesú Krists. Vjer álítum að það spilli fyrir >N. Kbl.« og málstað þess að birta aðra eins lokleysu í blaðinu. Ef þeir, nýguðfræðingarnir, hafa ekki betri málstað en þetta, þá gengur þeim seint að sannfæra menn með fullu viti. Hirj fyrirboðna bók. Trúboði einn í Perú í Suður-Ameríku gaf hermanni, sem hann hitti, biblíu á spánsku til að lesa. Hann las hana með athygli og árangurinn varð sá, að hann sner- ist til Krists. Þá frjetti hann að einn vinur sinn væri veikur og lægi á sjúkrahúsinu. Hann gekk til hans og lánaði lionum biblíuna. Sjúki maðurinn lá í rúmi sínu og las biblíuna, þegar presturinn (sem var kaþólskur) kom inn. Kaþólska kirkjan í Perú bannar mönnum að lesa Quðs orð, — hótar þeim eilífri útskúfun ef þeir geri það, og þegar þessi prestur sá biblíuna í höndum þessa sjúka manns, varð hann svo reiður að hann hrifs- aði hana frá honum og fleygði henni út um opinn gluggann. Annar hermaður var á gangi á götunni og bókin lenti i höfði hans. Hann tók hana upp til að vita hvað þetta væri, sá að það var hin fyrirboðna bók, stakk henni undir kápu sína og tók hana heim með sjer til að lesa. Við lestur Quðs heilaga orðs sneri einnig þessi maður sjer til Guðs af heilum huga og fann frið og fyrirgefning í Kristí. Þannig, sem oftar, varð reiði Ouðs óvina aðeins til þess að greiða veg hinu góða málefni, sem þeir vildu hefta.

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.