Norðurljósið


Norðurljósið - 01.09.1913, Side 6

Norðurljósið - 01.09.1913, Side 6
70 Norðurljósið Molar frá borði meistarans. (Á þessari blaðsíðu verða jafnan fluttar uppbyggilegar greinar fyrir trúaða.) Hið sigursæla líf. (Framhald.) Sælir eru þeir, sem þekkja það af eigin reynd. Hann sjer freistinguna álengdar og veit að vjer, án hjálpar hans, getum ekki staðist hana. Þess vegna kemur hann til vor með sínum Heilaga Anda, til þess að draga sálir vorar í innilegra samfjelag við sig, svo að vjer getum sigrast á freistingunni, þegar hún kemur. Vjer vökum, gáum vel að oss, og »vinnum meira en sigur fyrir hann, sem elskaði oss«, því Drottinn hefir komið á undan freistingunni og gert oss styrka. »Alt megna jeg fyrir hans hjálp, sem mig styrkan gerir,« sagði Páli póstuli. Drottinn Jesús sagði einu sinni við Símon Pjetur: »Símon, Símon, sjá, Satan krafðist yðar, til að sælda yður eins og hveiti; en jeg hefí bcðið jyrir þjer, til þess að trú þín þrjóti ekki.« (Lúk. 22. 31,—32.) Með því að biðja fyrir Pjetri, gerði Drottinn Jesús fyrir hann, það sem Melkísedek gerði fyrir Abraham. Hefði Pjet- urtekið á móti viðvöruninni, þá hefði hann ekki fallið, en hann var svo viss um sína eigin trúfesti og stöðug- lyndi, að hann fjell, því Drottinn styður ekki andlegt dramb. Látum oss því ætíð hlýðnast hvötum Heilags Anda til að biðja eða lesa Ouðs orð, því vjer getum verið vissir um, að það er skeyti frá vorum himneska »Melkísedek«, sem sjer freistinguna, sem fram undan oss liggur, og vill undirbúa oss, svo vjer föllum ekki. Enginn mun geta lifað hinu sigursæla lífi, ef hann hefir ekki þetta persónulega samband við hinn upp- risna frelsara. 3. Ákveð þú það, með sjálfum þjer, eitt skifti fyrir 811, að þú viljir gera Jesúm Krist að Drotni þinum, i fylsta skilningi, og hlýðnast honum í öllu dagfari þínu. Þangað til menn koma til Krists, eru þeir »þjónar syndarinnar*, (Róm. 6. 17.), en þegar þeir gerast end- urfæddir, fá þeir nýjan meistara. Páll postuli gerði það, sem honum sjálfum sýndist, þangað til hann fann Krist; en fyrstu orð hans, eftir að hann sá Drottin, voru: »Herra, hvað á jeg að gera? (Postulas. 22. 10.) og Iíf hans snerist þar á eftir um það, sem Drottinn Jesús vildi, að hann skyldi gera. Pjetur postuli boðaði Jesúm sem Joringja og frelsara« (Postulas. 5. 31.) og ef vjer viljum eiga Jesúm sem frelsara, þá fylgir því sú skylda að hlýðnast honum, og honum einum, sem foringja. Það verður lítil gleði, lítill kraftur í lífi voru,, ef vjer gerum þetta ekki af öllu hjarta. (a) Að hlýðnast Jesú Kristi, hefir og í för með sjer, að vjer föllumst hiklaust á allar kenningar ritningarinn- ar. Drottinn Jesús segir: »Hví kallið þjer mig herra, herra, og gerið ekki það sem jeg segi?« (Lúk. 6. 46.) Hann sagði um ritningar gamla testamentisins: »Þær eru það, sem vitna um mig,« (Jóh. 5. 39.) og hann átti eflaust við kenning Heilags Anda í nýja testament- inu, er hann sagði: »Jeg hefi enn margt að segja yður, en þjer getið ekki borið það að sinni; en þegar hann^ sannleiksandinn, kemur, mun hann leiða yður í allan sannleikann.« (Jóh. 16. 12.—13.) Ef vjer viljum þóknast vorum nýja meistara, eigum vjer að lesa ritninguna kostgæfilega og breyta eftir henni. I hverju einasta at- riði vors lífs, eigum vjer að rannsaka sálu vora og spyrja: »Er þetta samkvæmt Guðs heilaga orði?« Vjer eigum oft að spyrja oss sjálfa: »Geri jeg þetta vegna þess, að aðrir gera það? Geri jeg það að eins af því að mjer hefir verið kent að gera það? eða af því jeg er vanur að gera það?« Það má vel vera, aðþað, sem aðrir gera, og það, sem þjer hefir verið kent að gera, og það, sem þú ert vanur að gera, sje samkvæmt Guðs orði, — en þjer er skylt að fullvissa sálu þína um það, hvort svo sje eða ekki, til þess að hlýðni þín sje sönn hlýðni, en ekki kaldur, dauður vani eða eftirstæling annara manna. (b) Ef þú vilt hlýðnast Drotni Jesú, þá verður þú að »viðurkenna hann með munni þínum«. (Róm. 10. 9.) Jeg veit að margir segja sem svo: »Trú mín er mjer svo dýrmæt og trúmál svo heilög, að jeg vil ekki alt- af vera að tala um þau eins og hversdagsleg efni.« Það er rjett að trúin er dýrmæt og trúmál eru heilög og þess vegna á aldrei að tala um þau ljettúðlega eða eins og hversdagleg efni, en það er alls ekki rjett að geyma neitt hjá sjálfum sjer, þegar það getur orðið öðrum til gagns. Drottinn Jesús vill vera frelsari kunn- ingja þinna, hann elskar þá alveg eins og hann elskar þig> °g það er ótrúmenska, bæði gagnvart honum og þeim, að láta ekki í ljósi við þá, hversu mikla blessun þú hefir fundið hjá honum sem þeir gætu líka fengið ef þeir vildu að eins leita hans. Ef allir hefðu þagað um trúmál, þá hefðum vjer allir, hjer í Norðurálfu, verið heiðingjar og líklega villimenn enn til þessa dags. En Guði sje lof fyrir þá, sem vildu ekki hætta að tala um Krist, þrátt fyrir það, að þeim var bannað af Gyðingum að gera það. (Framhald.) Leyfðu aldrei kala eða gáleysi að fá rúm í hjarta þínu; annars muntu finna að þau ryðja veg öðrum syndum,. sem þig hryllir nú við að hugsa til.

x

Norðurljósið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.