Norðurljósið


Norðurljósið - 01.09.1913, Blaðsíða 7

Norðurljósið - 01.09.1913, Blaðsíða 7
Norburljósið 71 Er biblían ábyggileg? (Framhald.) X. Yfirskriftin á krossinum. Það eru ekki mörg ár síðan menn fundu upp ein- dalda og góða aðferð til þess að prenta myndir með fleiri en einum lit. í nokkra tugi ára var lítmyndaprent- un mjög dýr og ófullnægjandi, en nú er hægt að fram- leiða hinar bestu litmyndir með tiltölulega litlum kostn- aði, með þessari nýju prentunaraðferð. Flöt plata (kliché) er búin til úr eiri eða öðrum málmi, með myndinni á henni, á sama hátt og þegar prentað er með einum lit, og hún er prentuð á papp- írinn í t. d. bláum lit. Þá er önnur plata notuð til þess að prenta nákvæmlega ofan í fyrri myndina, en þá er notaður annar litur, t. d gulur, Þá er þriðja platan notuð til að prenta í ennþá þriðja lit, t. d rauðu, ofan í það, sem prentað var með hinum plötunum. Plötur- nar eru tilbúnar af mikilli snild af listamönnum, og árangurinn er fullkomin mynd, með litunum blönduð- um nákvæmlega rjett saman. Setjum svo, til dæmis, að það sje blár himinn, grænt gras og dökkrauð laufblöð á myndinni. Fyrsta platan, sem prentar t. d. blátt, kemur mjög laust við pappír- inn þar sem himininn á að vera og þá er prentaður himinbláminn eins og á að vera; hinar tvær plöturnar, sem prenta vanalega gult og rautt, hvor um sig, koma ekki við blettinn þar sem himininn sjést. Fyrsta platan prentar blátt þar sem grasið á að vera, en gula platan kemur lika við á sama bletti og blaudar gula litinn með bláa litnum til þess að gera grænan lit, því gult og blátt í sameiningu gera grænt. Með því að blanda litina á þenna hátt er hægt að prenta alla liti, dökka eða ljósa, eins og stendur til, og Iita laufblöð, trje mold og hvað annað. Hver plata prentar dökt eða Ijóst í sínum lit eftir því sem þörf gerist til þess að fá rjetta blæinn. Með því að hver plata leggur það til í myndina, sem hinar geta ekki gert, og með því að sameina litina þegar þess þarf, gerist fullkomin mynd, sem yrði öld- ungis ómögulegt að prenta með einni einustu plötu. Líkt þessu er og farið með guðspjallafrásögurnar þeirra Matteusar, Markúsar, Lúkasar og Jóhannesar. Það er eitt guðspjall, ekki fjögur, en til þess að gera myndina af Kristi fullkomna, verður hver guðspjalla- maður að koma með sína plötu, svo að segja, og sýna oss Krist með sínum eiginlega lit, það er að segja, frá sínu eiginlega sjónarmiði. • •••••••••• • • • • Matteus notar konunglegan lit, og segir oss frá því, hvernig konunginum var hafnað og hann krossfestur. Markús hefir daprara blæ og talar um þjón hins Al- máttuga, sem kom til að gera vilja hans. Lúkas teiknar fyrir oss hinn fullkomna mann og Jóhannes málar með gulli himnaríkis og sýnir oss son Guðs. Á sumum blett- um í myndinni koma þeir allir fjörir við og gefa oss hinn sameinaða vitnisburð þeirra, en aftur á móti hefir hver um sig eiginlegleika í frásögn sinni, sem hinir geta alls ekki. Engin af guðspjallafrásögunum er fullkomin í sjálfri sjer. Vjer getum aðeins fengið að sjá Krist rjettilega, þegar vitnisburður hinna fjögurra guðspjallamanna er prentaður, hver eftir annan, í hjarta vort. Þarafleiðandi er það eins þýðingarlaust að finna að mismuninum á t. d. frásögum Matteusar og Lúkasar, eins og að finna að mis- muninum á rauðu og bláu plötunum, sem notaðar eru til að prenta litmynd. Það er mismunur; og vjer sjáum ekki hið innilega samræmi guðspjallafrásaganna fyr en vjer horfuin á hina fullgerðu mynd og sjáum hina undrafögru persónu Jesú Krists, — hins konunglega þjóns, (sbr. Matteus), hins þjónustusama konungs, (sbr. Markús), mannsms sem var Quð, (sbr. Lúkas), Guðs sem var maður, (sbr. Jóhannes). Vjer skulum nú nota smásjá vora til þess að rann- saka yfirskriftina, sem Pílatus setti fyrir ofan frelsara vorn á krossinn. Hún mun sýna oss að meginreglan, sem vjer höfum rætt hjer að ofan, er á góðum grund- velli bygð. Sumir hafa sagt, að mismunurinn á lýsingum guð- spjaliamannanna á þessari yfirskrift sýni, að ómögulegt er að samríma guðspjallafrásögurnar. Hjer er bókstaf- lega sagt frá fáeinum orðum, skráðum á spjald við mjög alvarlegt tækifæri, — og frásögunum ber ekki saman. Vissulega sannar þetta, segja menn, að guð- spjallamennirnir eru mjög ónákvæmir í frásögum sínum. En vjer skulum sjá. Matteus segir að orðin voru: „Þessi er fesús, konungur Gyðinga;“ Markús: „Konungur Gyðinga"; Lúkas: „Þessi er konungur Gyð- inga“; en Jóhannes: „fesús frá Nazaret, kon- ungur Gyðinga." Það er enginn erfiðleiki við skýrslu Markúsar, því hún er í samræmi við hinar. Markús ritaði guðspjall sitt, eins og alment er viðurkent, fyrir rómverska les- endur og segir frá öllu með sem fæstum orðum, enda er Markúsarguðspjall styst þeirra allra. Hjer getur hann aðeins þess, sem mest bar á á yfirskriftinni, nfl. ástæð- unnar til þess, að Pílatus ljet krossfesta Jesúm. Vandinn liggur í mismuninum á frásögum Matteusar, Lúkasar og Jóhannesar. Það er mjög eftirtektarvert, að Lúkas segir, að yfir-

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.