Norðurljósið


Norðurljósið - 01.09.1913, Side 8

Norðurljósið - 01.09.1913, Side 8
72 Norðurljósið skriftin var skráð á þrem tungumálum, sem hann get- ur þannig: »Grísku, rómversku og hebresku.« * Fyrst það voru þrjár yfirskriftir á þremur tungumál- um á einu spjaldi, sem gat ekki verið mjög stórt, er þá ekki að minsta kosti likindi á því, að þær hafi ekki, vegna hentugleika, verið allar bókstaflega eins? Jóhannes guðspjallamaður skýrir einnig frá því, að yfirskriftin hafi verið á þremur tungumálum, en hann telur þau upp í þessari röð: »hebresku, Iatinu og grísku«. Hversvegna setur Lúkas >grísku« fyrst en Jóhannes »he- bresku« fyrst? Pað er ekki nema eðlilegt og samkvæmt rjettri hugsun, að ætla að báðir þessir guðspjallamenn gætu fyrst þess tungumáls, sem þeir lásu og skyldu best, og mundu best eftir orðunum í. Lúkas var nú Iæknir, (Kól. 4. 14.), hefir eflaust lesið læknisfræði eftir grískum fræðiritum, og hefir liklega starfað sem læknir mest í Norðurálfu. Munnmælasögur vitna um hann, að hann hafi verið grískur að þjóðerni; hann ritaði guðspjallafrásögu sína á grísku og ber hún vott þess, að hann hafi haft nákvæma þekkingu á því tungu- máli. Vjer álítum þess vegna sennilegast, að Lúkas hafi skýrt frá yfirskriftinni eins ög hún var á grísku. Jóhannes guðspjallamaður var á hinn bóginn gali- leiskur fiskimaður og kunnugri hebresku eða hinni arameisku mállýsku, heldur en grísku eða latínu. Þess vegna skýrir hann frá yfirskriftinni eins og hún var á tungumáli fólksins, og nefnir það fyrst í frásögu sinni. Matteus var tollheimtumaður (Matt. 9. 9.) undir rómversku stjórninni og hefir ef til vill starfað í mörg ár með rómverskum yfirmönnum áður en hann kom til Krists, hefir gert upp reikninga sína á latínu og var orð- inn æ kunnugri því tungumáli. Það er því ekki nema eðlilegt, þegar hann sjer yfirlýsingu frá landstjóranum með sama efni á þremur tungumálum, að hann taki best eftir auglýsingunni sem er á latínu, og skýrir helst frá henni. Það virðist þá vera afar líklegt að Matteus skýrir frá yfirskriftinni sem var á latínu; Lúkas á grísku; og Jóhannes á hebresku. Þá er komið nóg til þess að ó- nýta alla gagnrýni gegn nákvæmni guðspjallamannanna, því menn verða fyrst að sanna að yfirskriftirnar hafi verið bókstaflega eins orðaðar á öllum hinum þremur tungumálum, áður en þeir kenna guðspjallamönnun- um um ónákvæmni. En til þess að sanna mál mitt enn betur, skulum vjer tilfæra hjer yfirskriftirnar eins og þær mundu vera samkvæmt því, sem á undan hefir gengið. Á latinu (samkvæmt Matteusi): * Nýja biblíuþýðingin íslenzka sleppir þessum orðum, líklega vegna þess að þau vantar í sumum af elstu handritunum (ekki í öllum). En þetta veikir þó ekki rökleiðslu mína, því að sagt er frá þessu í Jóhann- esarguðspjalli í öllum handritum. Hic est Jesus Rex Judœorum; Á grísku, (samkvæmt Lúkasi): Houtos estin ho Basileus ton Ioudaion; Á arameisku mállýskunni, (»hebresku« samkvæmt Jóhannesi): Jeshu han-Notsri malka dihudaey. I yfirskriftinni á Iatinu eru 22 bókstafir, og í hinum tveimur yfirskriftum, eins og þær eru ritaðar með grísk- um og arameiskum hætti, eru 20 bókstafir hvor. Þegar yfirskriftirnar eru ritaðar í því rjetta formi, taka þœr allar hjer um bil jajnmikið rúm, svo að það yrði ekki hœgt að hafa orðin „frá Nasaret" i þeirri latinsku og grísku yjirskrift. Vjer ályktum þessvegna að yfirskriftirnar hafi verið eins og vjer höfum sýnt, ,og að það sje nákvæmlega skýrt frá þeim í guðspjöllunum, þar sem Matteus skýr- ir frá hinni rómversku yfirskrift, Lúkas frá hinni grísku og Jóhannes frá hinni hebresku. Þegar menn hugleiða annað eins mál og þetta, ger- ir þessi hugsun oft vart við sig: Hversu margir erfið- leikar í biblíunni yrðu útskýrðir á jafn eðlilegan hátt, ej vjer hefðum aðeins meiri þekkingu! Jeg held að lesarinn vilji viðurkenna að litmyndar- prentunaraðferð vor hefir gefið oss fullnægjandi mynd af yfirskriftinni, sem Pílatus ljet festa yfir höfði frelsar- ans á krossinum. Ef vjer athugum guðspjallafrásög- urnar hverja út af fyrir sig, virðast þær vera ófullkom- nar. En ef vjer athugum þær sameiginlega, þá sjáum vjer yfirskriftina eins og hún var, þegar skrifari Pílatus- ar gekk frá henni. (Framhald.) „Gefstu aldrei upp!“ Biskup Lundúnarborgar hefir tekið sem einkunnarorð sitt: „Gefstu aldrei upp!“ Einu sinni talaði hann á ung- lingasamkomu og lagði ríkt á við áheyrendur sina aðsýna þolgæði í öllu. „Pið eigið allir," sagði hann, „að íhuga söguna um froskana tvo, því þið getíð lært mikið af henni. Tveir froskar fjellu einu sinni í rjómafat. Annar þeirra varð þreyttur af að synda altaf hringinn í kring í fatinu, gafst upp og druknaði. Hinn froskurinn hjelt á- fram, uns rjóminn breyttist í smjör, og þannig bjargað- ist hann. Gefist aidrei upp, ungu vinir mínir !* JMorðurljósið kemur út einusinni á mánuði, og verð- ur 96 blaðsíður á ári. Árgangurinn kostar 50 aura og borgist fyrir fram. Menn mega senda útgefandanum verð- ið í ónotuðum frímerkjum. Verð í Vesturheimi, 30 cents. Ritstjóri og útgefandi: ýtrfhur Gook, Akureyri. (Afgreiðslumaður biaðsins áísafirði er hr.James L.Nisbet.)- Prentsmiðja Odds Björnssonar.

x

Norðurljósið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.