Norðurljósið


Norðurljósið - 01.10.1913, Blaðsíða 1

Norðurljósið - 01.10.1913, Blaðsíða 1
JNJORÐURLJÓSIÐ - JMANAÐARLEGT HEIMILISBLAÐ — II. árg. I Október 1913 .... 10 >Skerið taugina og látið mig falla!< Það fara margar sög- ur af fjallgöngumönn- um á Svisslandi og eru margir fylgdarmenn orðnir frægir fyrir af- reksverk sín. Mörgum ríkismönnum frá Eng- landi, Frakklandi og Þýskalandi þykir engin skemtun á við þessa fjallaleiðangra, en því miður* koma slysfarir þar alloft fyrir. Frakkneskur ferða- maður sagði eftirfylgj- andi sögu í fyrirlestri, sem hann flutti nýlega. Fjórír ferðamenn og tveir fylgdarmenn voru á ferð upp fjallið Matt- erhorn. Þegar degi var farið að halla voru þeir sex á ferð yfir mjög hættulegan fjallhrygg, og voru þeir bundnir saman með sterkri taug. Fylgdarniaðurinn, sem fremstur var, var að þreifa sig áfram fet fyrir fet, en þegar minst varði, datt hann ofan fyrir þverhnípt bjarg og hjekk í lausu lofti á tauginni. Honum varð það . strax Ijóst, hvílík hætta fjelögum hans stóð af falli hans og vissi að hann gat dregið þá alla á eftir sjer út í dauð- ann. Með dæmafárri Járnbrautarvagn, sem fer nibur Pilatus-fjaíl (7290 fet), Sviss. fbað eru margar járnbrautir nú orðið í Alpafjöllunum, og fara sumar nærri þvi alla leið upp fjöllin. Rafmagn er aflið, sem knýr lestirnar upp hina biöttu braut. Hvenær fáum vjer slíka járn- braut á íslandi?] hugrekki og sjálfsaf- neitun kallaði hann upp: »Skerið taugina og lát- ið mig falla, annars förumst við alIirU Vjer getum ímyndað oss, hvað það kostaði hann að segja þetta, þegar hann hugsaði um konu sína og barn niðri 'í dalnum, sem líklega mundu ekki svo mikið sem fá að sjá lík hans. Á því augna- bliki, á méðan hann beið þess, að skorið var í taugina, rann öll æíi hans upp fyrir aug- um hans, eins og í sýn, syndir, sem Iengi höfðu legið í gleymskti, hugsanir, orð og verk, sem enginn maður vissi um, komu nú fram fyr- ir hugsjónaraugu hans með mikilli nákvæmni. Ferðamennirnir vildu þó ómögulega sleppa honum að svo komnu, heldur gerðu alt, sem í þeirra valdi stóð, til að draga fylgdarmanninn upp aftur. En þeim gekk seint, því að það var afartorvelt að fá góða fótfestu. Loksins gat fylgdarmaðurinn náð í hnífinn sinn, tók hann upp og skar sjálfur í sundur taugina, svo að hann fjell ofan í

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.