Norðurljósið


Norðurljósið - 01.10.1913, Blaðsíða 4

Norðurljósið - 01.10.1913, Blaðsíða 4
76 Norðurljósið Síðustu orð hans. upp á marga aðra hluti: „Að síðustu bítur það sem höggormur og spýtir eitri sem naðra.« (Sal. orðskv. 23. 32.) Margt, sem heimurinn telur saklaust, hefir nöðru falda bak við tjaldið. Oætið að, og gefið gaum að viðvörunum Ouðsorðs! Það er til ein ákaflega stór höggormstegund, sem heitir kyrkislanga. Þessi slanga drepur ekki bráð sína með því að bíta, heldur með því að kyrkja hana. Á meðan hún er ung, getur hún ekki gert neinn skaða- Einu sinni var maður, sem ferðaðist með íþróttamönn- um, sem hjeldu sýningar, og hann sýndi unga kyrki- slöngu sem hann Ijet vefja sig utan um líkama sinn. Hann hjelt höfði slöngunnar skamt frá andliti sínu, setti sig í stellingar og kom henni því næst til að rekjast. Einu sinni varð maðurinn veikur í nokkrar vikur. Þeg- ar honum skánaði fór hann að starfa við sýningarnar aftur. En tvennu hafði hann gleymt, — að hann vár orðinn veikari, og að slangan var orðin sterkari. Ahorfendurnir komu saman, sýningin byrjaði og gekk alt vel, þangað til maðurinn tók í höfuð slöngunnar, setti sig í stellingar og ætlaði að láta dýrið rekjast. Þar stóð maðurinn grafkyr og fólkið beið og beið með ó- þreyju eftir að sjá höggorminn losa um tak sitt á hon- um. En svo varð ekki. Dauðans fölvi breiddist út yfir andlit mannsins, æðarnar þrútnuðu á enni hans og svitinn rann niður eftir kinnunuin á honum. Það var auðsjeð að hann átti í stríði um líf og dauða við dýr- ið. Svo heyrðust beinin brotna í líkama hans og vesl- ings maðurinn fjell á gólfið. Slangan hafði sigrast á manninum. Hann hafði leikið sjer einu sinni of oft að hættunni! Margir menn hafa fallið fyrir syndum og löstum, sem þeir hafa altaf álitið, að þeir gætu tamið sjer hættulaust. Þeir láta syndina vefja sig utan um sig og treysta sjer fyllilega til að hrynda henni frá sjer, þegar þeir vilja. En þeir verða veikari, og syndin verður sterkari, uns þeir falla loksins algerlega. Æ! þetta hefir komið fyrir svo oft!' Jeg þekki unga, efnilega menn, sem nú eru þrælar vissra synda; þeir þóttust geta stjórnað sjer og lifað siðsamlegu líferni, þó þeir yfirgæfu ekki lesti heimsins og sneru sjer til Krists. En svo varð ekki. Sá tími kom, er þeir fundu, að syndin var orðin þeim of- urefli. Þá var það orðið of seint! Vinur minn! heyr þú orð í tíma töiuð, og snú þjer til Krists algerlega nú, til þess að hann fralsi þig frá hinum tælandi syndum heimsins og gefi þjer kraft til að lifa ætíð eíns og kristnum manni ber. „Alt megna jeg fyrir hjdlp hans, sem mig styrkan gerir." (Filipp. 4. 13.) „Vjer vinnum meira en sigur fyrir hann, sem elsk- aði oss." (Róm. 8. 37.) Það sem hjer verður frá sagt, gerðist í skurðarstofu í stóru sjúkrahúsi. Ungur maður var borinn þangað inn. Hann var fríður sýnum, bjarthærður og bláeygur, og leit út fyrir að vera hjerumbil 25 ára að aldri. Hann leit áhyggjufullur í kring um sig á alt hið nýja og ó- þekta, sem fyrir augun bar. Fjöldi lækna og hjúkrunarkvenna var viðstaddur, því það var mjög fágæt skurðlækning, sem nú átti fram að fara. Þegar búið er að svæfa sjúklinginn, ætlar gamli, duglegi yfirlæknirinn að nota þetta ágæta tækifæri til að fræða hina ungu lækna, sem hjá honum standa, um leið og hann gerir læknisskurðinn. Hann • hafði tvívegis áður gert þennan sama, hættu- lega skurð með góðum árangri, og á hann því mest að þakka frægð sína sem skurðlæknir. Það var krabbamein í tungunni, sem gekk að sjúk- lingnum. Hann var nú iagður á skurðarborðið og læknir- inn, sem átti að svæfa hann, stóð til taks. Þá gerði yfirlæknirinn bendingu með hendinni, og allir hættu verki sínu. Síðan ávarpaði hann sjúklinginn fölan og alvarlegan, sem starði á hann stórum, fögrum augum: »Vinur minn,« sagði hann, »jeg hefi lofað því, að jeg skyldi lækna yður, og jeg efast ekki um, að mjer hepnist það. En jeg álít skyldu mína að segja yð- ur það fyrirfram, að hversu frískur sem þjer verðið, þá mun skurðurinn, sem jeg verð að gera í tungu yð- ar, hafa það í för með sjer að þjer verðið mállaus alla æfi. Jeg bið yður því, ef yður langar til að segja eitt- hvað, að segja það nú; það verða yðar síðustu orð.« Sjúklingurinn varð ennþá fölari og augun flutu í tárum; hann barðist auðsjáanlega við grátinn. í hálfa mínútu var dauðaþögn í stóru skurðarstofunni. Síðan spenti ungi maðurinn greipar á brjósti sjer, ljet aftur augun og sagði með hárri og skýrri röddu: „Lofaður sje fesús Kristur um alla eitifð. Amen." CHARLES DARWIN, hinn alkunni guðsafneitari, skrífaði um innbúa nokkurra Suðurhafseyja, sem hann heimsótti: »Trúboð getur ekkert framkvæmt hjá mönn- um, sem standa á jafnlágu menningarstigi.* En trúboð- ar fóru samt og boðuðu Guðs orð fyrir innfæddum. Þegar Darwin kom og sá árangurinn nokkrum árum síðar, skrifaði hann: »Návist trúboðanna hrífur eins og töfrastafur . . . Það er mesta furðuverk . . . Jeg var frá mjer numinn; það hefir hepnast ágætlega. Þó spáðijeg stöðugt að það mundi mishepnast algerlega.c Ef allir vantrúarmenn reyndust eins hreinskilnir og Charles Darwin, þá heyrðist minna um »sannanir« þær, sem eiga að sýna ógildi kristinnar trúar.

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.