Norðurljósið


Norðurljósið - 01.10.1913, Blaðsíða 8

Norðurljósið - 01.10.1913, Blaðsíða 8
8o Norðurljósið Stingur í fætinum. Fyrir mörgum árum reið sveiiamaður nokkur inn í kaupstað, og þurfti hann að afgreiða þar mörg erindi, og var það löng ferð. F*að var þegar orðið framorðið, er hann lagði af stað heimteiðis. íErtu ekki hræddur við að ríða svona langa leið í myrkrinu með svo mikla peninga í vasanum?* spurði vinur hans. »Það er svo fjarska dimt; jeg vildi ráða þjer að gista hjer í nótt.c »Nei, jeg þakka fyrir,« svaraði bóndinn, »fólkið bíð- ur eftir mjer heima og það verður hrætt um mig, ef jeg kem ekki. Drottinn er verndari minn, og undir vernd hans er jeg eins óhultur á degi eins og á nóttu, eða er ekki svo?« Það var í sannleika mjög dimt; en hann hafði góðan hest og reið fljótt af stað og var alls óhræddur á leið- inn. Hann náði og slysalaust heim. Árin liðu hjá; bóndi þessi var orðinn gamall og grá- hærður. Einn dag kom til hans ókunnugur maður og beiddi hann viðtals í einrúmi. »Munið þjer enn þá eftir því, að þjer fóruð heim úr kaupstaðnum eina nótt fyrir mörgum árum með mikla peninga í vasanum?« »Ja-a-á, jeg held jeg muni eftir því,« svaraði bóndinn. »Tókuð þjer ekki eftir neinu sjerstöku á Ieiðinni?* »Ekki neinu. Hvers vegna spyrjið þjer?« Nú sagði hinn ókunnugi, að hann liefði einu sinni verið stigamaður, og hefði hann verið staddur í kaup- staðnum þegar hann fjekk að vita það, ásamt öðrum stigamönnum, að bóndi þessi ætlaði að halda heim þá sömu nótt einn í myrkrinu og að hann mundi hafa meðferðis allmikið af peningum. Þeir fóru út á undan bóndanum og settu upp digran stálþráð þvert yfir veg- inn á milli tveggja trjáa, þar sem leið hans lá, mátu- lega hátt til þess að þráðurinn tæki undir hökuna á honum og kipti honuni svo af hestbaki. Vegurinn var góður á þeim bletti, og þeir áttu þess vegna von á því, að bóndinn kæmi þangað á hraðri ferð. Hefði alt gengið að óskum þeirra, hefði orðið hægðarleikur að ræna hann þar peníngum hans. Maðurinn lýsti því, hvernig þeir fjelagar biðu með óþreyju bak við trjen þangað til þeir heyrðu til hests- ins og hlökkuðu til að stökkva á bráð sína. Nú kom hesturinn nær, og nú hlaut maðurinn að falla. En bíðum við! — rjett í sömu svifum óg hann kemur þar sem þráðurinn er, hneigir maðurinn sig lágt, fer undir þráðinn og heldur svo rólegur áfram leiðar sinnar án þess að stansa. Bóndinn varð steinhissa, er hann heyrði þessa sögu. Hann varð hugsi um stund, og sagði síðan: »Já, jeg man eftir því nú, — það er rjett, — já, nú skil jeg það alt saman! Jeg held að jeg hafi ekki hneigt mig nema einu sinni alla leiðina, en þá var það vegna þess, að jeg fjekk alt í einu sting í annan fótinn. Hann var svo sár að jeg hneigði mig ósjálfrátt og tók í fótinn með hendinni. Nú sje jeg að Drottinn sendi þenna sára sting, — sem hvarf þó undir eins aftur, — til þess að frelsa mig frá stigamönnunum. Þetta sýnir oss, að hann efnir fyrirheit sín og yfirgefur ekki þá, sem setja traust sitt á hann.« /\thugasemdir ritstjórans. Jeg hefi áður beint eftirtekt lesendanna á ritið: „Hjálp- rœði Guðs“, sem hefir útbreiðst svo mikið og orðið svo mörgum til hjálpar og blessunar í útlöndum. Síðan hefi jeg sjeð mörg merki þess, að ritið hefir orðið einn- ig til gagns í íslenskri þýðingu. Skal hjer sagt frá einu dæmi. Ungur maður, sem ekki vill láta nafns síns get- ið, hefir öðlast svo mikla blessun af að lesa ritið, að hann hefir gefið eilt hundrað krónur til þess að útbreiða það ókeypis alstaðar í sinni sýslu, svo að sem flestir mættu verða hluttakendur hinnar sömu blessunar. Upplagið er ekki svo stórt, að jeg geti sent honum nógu mörg eintök, og er jeg þess vegna að láta prenta aðra útgáfu ritsins, sem gerir alls 7000 á íslensku, auk þeirra 3,000,000 sem prentuð eru á öðrum tungumálum. Menn geta dæmt eftir þessu, hvort ritið er þess vert, að það sje lesið. Jeg leyfi mjer að hvetja alla lesendur mína til að fá sjer það og athuga það vel, — þá mun ekki iðra þess. Ritið er 32 blaðsíður og er seit fyrir 5 au. eintakið. Lesendum »Norðurljóssins« verða send 2 eintök með pósti fyrir 10 au. í frímerkjum. * * * Nýlega hefi jeg fengið 5 kr. frá einum vini »Norður- Ijóssins* (J. J.) til þess að styðja blaðið. Vottajeghon- um hjer með mitt besta þakklæti fyrir gjöfina. Þrátt fyrir hina háu áskrifendatölu, sem hefir ekki minkað síðan í fyrra, er verð blaðsins svo lítið og kostnaður- inn svo mikill, að það svarar ekki kostnaðinum að öllu leyti enn þá. ^loRÐURLJÓSIÐ kemur út einusinni á mánuði, og verð- ur 96 blaðsíður á ári. Árgangurinn kostar 50 aura og borgist fyrir fram. Menn mega senda útgefandanum verð- ið í ónotuðum frímerkjum. Verð í Vesturheimi, 30 cents. Ritstjóri og útgefandi: ýtrthur Gook, Akureyri. (Afgreiðslumaður biaðsins áísafirði er hr.James L.Nisbet.) Prentsmiðja Odds Björnssonar-

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.