Norðurljósið


Norðurljósið - 01.11.1913, Blaðsíða 1

Norðurljósið - 01.11.1913, Blaðsíða 1
II. árg. JMORÐURLJÓSIÐ — JVIÁNAÐARLEGT HEIMILISBLAÐ — Nóvember 1913 11 SAGA TÓMASAR NEEDHAMS. Maður nokkur er nú i Ameríku; sem hefir átt mjög merkilega æfi- sögu, svo að leit yrði að þeim manni, sem hefir átt í jafnmörgum æfintýrum og hann. Hann heitirTómasNeed- ham og er fæddur á írlandi af guð- hræddum foreldr- um ; var hann ní- undabarn- , ið af tíu. i Þegar hann var •$* þrettán vetra, gekk hann í þjónustu breska flotans og var í honum um nokk- ur ár. Þá fekk hann stöðu á flutningsskipi, sem fór til Suður.-Ame- ríku. Skipstjórinn á skipi þessu var mjög óguðlegur og hranalegur í viðmóti. Þegar komið var tilSuður-Ameríku, ¦ '*:^«ij kom UPP Þykl<ja milli hans og Needhams, og ásetti hann sjer því að losna við hann við fyrsta tækifæri. Hann sendi bát í Iand við Skt. Oeorgsflóa i Patagóníu til að sækja eitthvað úr landi, og Ijet Needham fara með. Báts- mennirnir fóru svo út á skipið aftur og skildu Need- ham eftir á landi eftir fyrirmælum skipstjóra. Skipið hvarf sjónum innan skamms og Needham varð einn eftir á þessari klettóttu strönd, og sá ekki skipstjórann fyr en mörgum árum síðar, eins og síðar verður skýrt frá. Nokkrir þarlendir menn, Tehuelke Ind- íanar, sem voru við selveiðar, fundu hann og tóku hann heim með sjer sem fanga. Þeir voru mannætur og þóttust meiri menn af því, að sýna aldrei hvítum manni miskunn. Þeir efnuðu þá til veislu og átti Need- ham að verða aðalrjetturinn; fengu konum sínum hinn ógæfusama mann, til þess að þær skyldu slátra hon- um og matreiða hann. Þær fóru svo að klæða hann úr fötunum, en brátt kom hik á þær og Needham varð hissa, er hann sá, að þær urðu ákaflega hræddar og yfirgáfu hann smásaman með mestu skelfingu. Hvað hafði komið þessu til leiðar? Þegar þær höfðu verið að afklæða hann, höfðu þær tekið eftir mynd af krossfestingunni, sem Needham hafði látið marka á handlegg sjer að sjómanna sið, nokkrum árum áður. Einu sinni áður höfðu trúboðar komið til þessa larids og sagt landsbúum frá píslum og dauða Krists. Þeir hafa líklega verið myrtir af villumönnunum. En þeir hafa þó munað eftir boðskap trúboðanna, og hafa á- litið að Needham mundi vera á einhvern hátt skyldur Kristi. Það kom mesta ofboð yfir þá, og þeir þorðu ekki að drepa Needham, fyr en búið var að ná mynd- inni burt af handlegg honum. Þeir neru hann og báru sýru á hann, en það hafði engin áhrif á myndina; hún var jafnglögg eftir sem áður. Þegar þeir sáu að þeim tókst þetta ekki, skipuðu þeir að færa Needham í fötin sín aftur. Það er enginn efi á því, að þessi markaða mynd varð unga sjómanninum til lífs. Indíanarnir höfðu strangar gætur á Needham, til þess að hann slyppi ekki úr höndum þeirra. Höfðingi þeirra tók hann til sín og þegar fram liðu stundir, fanst hon- um svo mikið til unga mannsins koma, að hann gérði hann að vini sínum og veitti honum mikinn heiður. Needham lærði tungu þessara manna og fór oft með þeim á dýraveiðar. Hann lærði fljótt að veiða villinaut með leðurslöngu og að ná strútsfuglum nieð því að fleygja „bolus", það er: þrjár blýkúlur eru bnndnar í taug, þannig að taugin vefur sig utan um fuglinn og þyngd kúlnanna hamlar honum frá að komast undan veiðimönnunum. Þrátt fyrir það, að honum leið vel eftir atvikum, langaði Tómas Needham altaf til að ná aftur samfje- lagi hvítra manna og leitaði altaf tækifæris til að strjilka frá Indíönunum. Einn dag, þegar minst varði, stökk hann á bak hinum sterkasta og fljótasta hesti þeirra og flýði undan þeim út á sljettlendið. Nokkrir Indían-

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.