Norðurljósið


Norðurljósið - 01.11.1913, Blaðsíða 2

Norðurljósið - 01.11.1913, Blaðsíða 2
82 Norburljósið ar eltu hann um 30 kílómetra, en náðu honum ekki. Hann hafði verið hjer um bil heilt árhjá þessum mann- ætum. Hann hjelt áfram í marga daga og fór yfir margar ár og í gegnum marga skóga. Hann nærðist aðeins á grösum og rótum, þangað til hann komst norður í Argentínu. Þegar hann komst að Parana-ánni, stóð þannig á, að ófriður var á milli Paraguay-ríkis og Brasilíu; landið, sem hann hafði lent í, Argentína, fylgdi Brasilíu að málum og barðist gegn Paraguaymönnum. t*ar að auki voru miklar róstur í Argentínu sjálfri; skiftist hún í tvo vopnaða flokka, og var alt komið í bál og brand, þeg- ar Needham kom þangað. Hann siepti hestinum, náði sjer í bát og reri niður Parana-ána í marga daga. Þá hitti hann nokkra Argentínumenn, sem voru á herferð. Þeir hjeldu að hann væri njósnarmaður andstæðinga sinna og tóku hann höndum. Frásaga hans var sem sje harla ósennileg, og virtist þeim hún vera uppspuni einn. Hann var ftuttur ásamt þremur öðrum föngum í herbúðir flokksins, og þar var hann dæmdur til lífláts sem njósnari. Stuttu síðar fóru þeir út með hann til aftökustaðarins og hermennirnir stóðu í röð og biðu skipunar herfor- ingjans að skjóta. Þá varð alt í einu uppnám meðal fólksins, sem stóð hjá, og maður á hestbaki þeysti fram og steig skyndi- lega af baki. Hann hljóp til foringjans og hrópaði: >Diríist þjer ekki að skjóta þennan unga mann! Ef þjer gerið það, þá skal jeg láta þjóð yðar bera ábyrgð á því. Hann er annaðhvort breskur eða amerískur þegn. Jeg er konsúll Austurríkis, og fer með umboð konsúla þessara ríkja í fjarveru þeirra. Ef þjer fremjið þennan glæp, þá sendum vjer herskip til að sprengja land ykkar sundur í smámola!« Og hann veifaði nokkr- um innsigluðum skjölum frammi fyrir andliti foringj- ans. Foringinn skipaði að setja bandingjann í varð- haldið aftur, á meðan hann leítaði álits yfirforingjans. Málið var betur rannsakað, og var Needham þá feng- inn í hendur Austusríkiskonsúlnum, sem fjekk honum vegabrjef og hjálpaði honum á leið. Eftir margar mannraunir komst hann loksins til stór- borgarinnar Buenos Ayres og fjekk sjer far til Englands. Þegar heim var komið, frjetti hann að ættfólk hans værí alflutt til Bandaríkjanna, og hefði sest að í bæn- um Boston. Hann fór þangað svo fljótt sem unt var, en hann hafði þá breyst svo mikið við alla þessa reynslu, að systurnar hans vildu ómögulega trúa því, að þetta væri hann Tómas bróðir þeirra. En Oeorg bróðir hans kannaðist við hann og honum tókst að sannfæra hin systkinin. Sá týndi var aftur fundinn, og þá var mikið um gleði, þegar fólk hans heyrði, hversu dásamlega Guð hafði frelsað hann úr öllum hættum. Þrátt fyrir allar þessar mannraunir, þektiTómasNeed- ham ekki Jesúm Krist sem sinn eigin persónulega frels- ara. Eitt kvöld fór hann til að hlusta á alkunnan ræðu- mann, sem boðaði Krist. Textinn var: »Þú ert veginn í skálum og Ijettvægnr fundinn.* (Daníel 5. 27.) Guð notaði orðin, sem þá voru töluð, til þess að sýna Tómasi Needham, að hánn væri í raun og veru glataður syndari og að hann gæti ekki gert neitt til að frelsa sig sjálfur. Þá sömu nótt varð það honum og Ijóst, að Drottinn Jesús var »végna hans misgerða særð- ur og fyrir hans synda sakir lemstraður«. (Esa. 53. 5.) Hann setti trú sína á þann, sern elskaði hann og gaf sig sjálfan út fyrir hann. Hann öðlaðist fyrirgefningu (Postulas. 10. 43.), rjettlæting (Postulas. 13. 39.) og hjálpræði (Postulas. 16. 31.). Hann viðurkendi Krist fyrir mönnum sem freslara sinn, og leitaðist við upp frá þeim tíma, að leiða aðra til hans. Eftir nokkur ár helgaði Mr. Needham sig trúboðs- starfinu og heldur því áfram alt til þessa. Hann hefir sjeð nrikinn árangur starfs síns, en það er víst fátt, sem hefir veitt honum jafnmikla gleði og það, sem nú skal sagt frá. Einu sinni sagði Mr. Needham sögu rauna sinna í Suður-Ameríku fyrir áheyrendum sínúm, í bæ nokkrum í Canada. Þegar fyrirlesturinn var búinn, kom gamall maður fram og með mikilli geðshræringu, tók t hönd Mr. Needhams og bauð honum innilega heim til sín. Þegar þeir komu inn í húsið, sá Mr. Needham mynd á veggnum af skipinu, sem hann sigldi í til Patagóníu og þekti það undir eins aftur. Þá sagði maðurinn: »Jeg er skipstjórinn, sem þjer nefnduð t sögu yðar í dag, og nú bið jeg yður að fyrirgefa mjer.« Mr. Need- ham fyrirgaf honum af öllu hjarta, og þá veittist hon- um sú gleði að leiða hinn gamla óvin sinn að krossi Jesú Krists. Hann trúði á »það Guðs lamb, sem ber heimsins synd« (Jóh. 1. 29.) og líf hans á síðan bar þess vott, að það hefði orðið sönn breyting á hjarta- lagi hans. Hver hefði gert sjer það i hugarlund, að Needham og skipstjórinn hefðu hist þannig aftur? Sannarlega kemur margt fyrir í lifandi lífi, sem yfirgengur heila- spuna söguskáldanna! Glaðasta stúlkan í hjeraðinu. (Sönn saga.) Það var alment álitið, að Ethel Grigg væri fallegasta og glaðasta stúlkan í hjeraðinu. Falleg var hún óefað og oft var hún kát, en engum, sem þekti hana nánara, hefði getað dottið í hug að álíta hana verulega sæla.

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.