Norðurljósið


Norðurljósið - 01.11.1913, Blaðsíða 4

Norðurljósið - 01.11.1913, Blaðsíða 4
84 Norðurljósib skilið í því, hvers vegna þau voru altaf að koma við og við í hug henni. Hún vissi ekki að gamla konan hafði altaf verið að biðja fyrir henni. Hún hafði verið fóstra móður Ethelar og síðan fóstra Ethelar sjálfrar, og henni þótti innilega vænt um stúlkuna. Einn dag- inn hafði Ethel tekið hana með sjer upp í herbergi sitt og sagt við hana: »Sjáðu nú, fóstra mín, hve mikil breyting er orðin hjer á, síðan þú varst hjer síðast. Þetta er mitt eigið herbergi og pabbi ljet mig sjálfa velja öll húsgögnin, og alt, sem er í herberginu, er mín eigin eign, jafnvel þetta fallega fortepíanó, sem pabbi gaf mjer síðasta afmælisdaginn minn.« »Já, elsku barnið mitt, það er alt Ijómandi fallegt,« svaraði gamla fóstran. En svo bætti hún við, um leið og hún horfði með mikilli ást á andlit stúlkunnar: »Ethel mín, hvernig fer nú fyrir þjer, þegar þú yfir- gefur alla þessa hluti og eilífðin tekur við? Gamla fóstra þín hugsar mjög oft um það, en hún er hrædd um, að Ethel hugsi heidur lítið um eilífðarmálin.« »Elsku fóstra mín,« sagði Ethel blíðlega, »jeg held að enginn elski mig eins og þú, nema pabbi, síðan mamma dó. Þú mátt halda áfram að biðja fyrir mjer og jeg skal lofa þjer því, að jeg skal hugsa um þessa hluti seinna meir.« Tíminn leið og hugsanir Ethelar virtust allar snú- ast eingöngu um skemtanir hennar. Samt sem áður vildi það tíl, að hún hugsaði í fullri alvöru stund og stund, því hún gat ekki gleymt orðum fóstru sinnar. Einn dag fór Ethel út í aldingarðinn til þess að mála mynd af hinu fallega húsi þeirra. Hún fór að teikna dyrnar og gluggana, sem hún þekti svo vel, og þá komu orðin í hjarta hennar, eins og skeytí frá himni: »Hvernig fer nú fyrir þjer, þegar þú yfirgefur alla þessa hluti og eilífðin tekur við ?« Þetta var nú ekki skemtileg tilhugsun og hún reyndi að gleyma henni og söktí sjer niður í verk sitt. Hún hjelt áfram í hálfa klukkustund, en þá þoldi hún ekki lengur við. Hún lagði niður áhöld sín og sagði: »Það er ekki til neins! Jeg get ekki haldið áfram. Jeg verð að gera út um þetta inálefni eitt skifti fyrir öll. Fyr verð jeg ekki ánægð.« Hún fól andlitið í höndum sjer og sat grafkyr í lang- an tíma. Enginn nenia Guð og hún veit alt það, sem fram fór þá í hjarta hennar. Hún hefir síðan sagt frá því, hvernig hún var beygð niður af tilfinningu um óverðugleik sinn og hvernig hún mintist orða Jesú Krists: »Ef nokkurn þyrstir, þá komi haun til mín og drekki!« (Jóh. 7. 37.) »Drottinn, jeg er eirðarlaus og óánægð. Mig þyrstir og jeg kem til þín, veslings glataður syndari,« hafði hún beðið af hjarta. Þá minti Heilagur Andi hana á orðin: »Kristur Jesús kom í heiminn til þess að frelsa synduga menn.« »Þar ér einmitt átt við mig, Drottinn,« sagði hún í bæn, og hún kraup á grasinu mitt á meðal blómanna og plantnanna og talaði við Drottin um alt það, sem henni lá á hjarta. Þegar hún fór inn í húsið aftur, var eins og miklum þunga væri Ijett af hjarta hennar. Fullkominn friður skein úr augum hennar. Það var því engin furða þó faðir hennar segði: »Nú, nú, Ethel, en hvað þú lítur út fyrir að vera glöð og ánægð í dag! Þú verður að segja mjer, hvað þú hefir verið að gera í morgun.« Hún fór með föður sínum inn í stofuna og sagði honum frá hinni nýju gleði sinni. Ethel fór seinna og sagði stjúpu sinni frá því, að hún ætlaði með Guðs hjálp að koma öðruvísi fram við hana framvegis, því að nú væri hún komin til frelsarans og ætlaði að þjóna honum og lifa honum til dýrðar. Hún kveið fyrir því að tala þannig við stjúpu sína, en árangurinn varð sá, að þær urðu hinir beztu vinir og kalinn, sem hafði verið á milli þeirra, hvarf með öllu. Nú var Ethel sannarlega orðin sæl. Þegar gamla fóstra hennar lá við dauðann, sagði Ethel við hana: xJeg get aldrei fullþakkað þjér, fóstra mín, fyrir orðin þín, sem þú tálaðir við mig í herberginu mínu þennan minnisstæða dag. Guði sje lof, nú veit jeg hvað verður um mig, þegar jeg yfirgef alla þessa hluti og eilífðin tekur við.« ^thugasemdir ritstjórans. í næsta árgangi byrjar, að öllu forfallalausu, ágæt og hrífandi saga eftir velþektan rithöfund á Englandi, sem ritar undir dularnafninu »A. L. O, E.« Heitir sagan »Ræningjabælið« og er um dvöl ungs ferðamanns á meðal stigamanna í Suður-Ítalíu. Er þessi saga á með- al þeirra bestu frá hendi þessa vinsæla rithöfundar, og er óhætt að segja að sagan sjálf verður meira virði en það, sem menn borga fyrir allan árganginn. Margir kvarta yfir því, að blöðin komi mjög óreglu- lega með póstinum. Sum tölublöð komi alls ekki til skila og sum liggi mánuðum saman einhversstaðar á leiðinni. Það er enginn efi á því, að póstafgreiðslan sumstaðar ti! sveita er í mikilli óreglu og er það blaðaútgefendum til mikilla óþæginda og skaða, Hvert blað, sem borgað er fyrir, og sem á að fara með pósti, er sent út reglulega og eru utanáskrift'ir- nar altaf samviskusamlega bornar saman við áskrif- endaskrána af öðrum manni en þeim, er þær ritar, til að tryggja það, að ekkert blað gleymist, Samt sem áður er ritstjórinn altaf fús til að senda blöðin í ann- að sinn, þegar menn láta hann vita um það, að þau vanti, þó hann sje ekki skyldugur til að gera það.

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.