Norðurljósið


Norðurljósið - 01.11.1913, Blaðsíða 8

Norðurljósið - 01.11.1913, Blaðsíða 8
88 Norburljósið Jæja þá,« svaraði prinsinn og ypti öxlum ; »jeg trúi því að þjer sjeuð að vinna gott verk, og býst yið að jeg verði að láta yður ráða.« Pannig atvikaðist það, að kvenntrúboðinn kendi ensku vissa daga á heimili prinsessunnar, og tók hún góð- um framförum í málinu. Löngu áður en hún gat lesið sjálf, hafði kenslukona hennar lesið og útskyrt oftsinnis söguna um , Jesú og elsku hans. Prinsessan, sem mjög hafði laðast að hinni ensku konu, sagði eitt sinn við hana: »Heldur þú að Guð þinn mundi svara bænum ind- verskrar konu ?« »Það er jeg alveg viss um.« »Ert þú alveg viss um það?« »Já.« »Jeg er nú einmitt að reyna Gttð þinn,« sagði prin- sessan hæglátlega. »Jeg hefi beðið hann að senda mjer nokkuð, og jeg ætla að sjá hvort hann svarar bæn. minni.« »Og má jeg vita hvers þú beiðist?« »Ekki ennþá; það er leyndarmál, en einhverntíma mun jeg segja þjer það.« Trúboðskonan hjelt áfram að biðja mjög innilega fyrir nemenda sínum, en ekki var fyrst um sinn talað meira um bæn prinsessunnar. Prinsessan varð fyrri til að hefja máls á því að nýju. »Kenslukona, á jeg að segja yður leyndarmál mitt?« sagði hún. »Já gerið svo vel.« »Jæja, það er þá þetta: Jeg hefi beðið Guð yðar, ef hann í raun og veru heyrirbænir indverskrar konu, að svara með því að senda mjer brúðu með liðamótum, klœdda blárri kápu.« Kenslu konan reyndi af öllum mætti að bæla niður undrun sína, því beiðnin virtist svo óvenjuleg, og hún svaraði: »Prinsessa, á morgun eiga að koma yrnsar vörur til trúboðshússins frá Englandi; við skulum nú sjá til.« Trúboðskonan lá vakandi meiri hluta næturinnar, bað og hugsaði um hvernig Drottinn mundi svara þessari einkennilegu bæn. Um morguninn kom kassinn frá heimalandínu. Hver hlutur var tekin upp í snatri og borin saman við vöruskrána. En þar var brúða hvergi nefnd. Kenslukonan hrygðist mjög og tár komu í augu hennar. »Hvað ætli prinsessan segi, þegar hún fær að vita að hjer er engin brúða í blárri kápu,« sagði hún við félaga sinn. »Jeg hef yfirfarið alt, og það er engin brúða hjer. Pað er aðeins einn böggull eftir, (hún benti um leið á böggul einn í kassanum,) en hann stendur hvergi á vörulistanum.« »Hvað getur það verið?« Umbúðirnar voru teknar af í snatri, og þar kom þá brúðan í bláu kápunni! Trúboðskonan hraðaði sjer nú til kvennabúrsins. »Sjáðu nú, prinsessa, Guð hvítra manna hefir svarað bæn þinni, og hjer er brúðan.« Prinsessan tók með mikilli gleði á móti gjöfinni. Síðan snjeri hún sjer að'hinni kristnu vinkonu sinni, og sagði hægt og með alvörugefni: »Jeg hefi aðeins sagt yður helming leyndarmáls míns, nú skal jeg segja yður hinn helminginn. Jeg lofaði Guði yðar því, að ef hann svaraði bœn minni, skyldi /'eg þióna honum það sem jeg á eftir að lifa, og það œtla jeg mjer lika að gera.“ Og prinsessan efndi loforð sitt. Qeo a. Angus. (Pessi saga var mjer sögð af stúlku þeirri sem klæddi brúðuna og heyrði sögu hennar síðar.) G. A. A. Þunglyndi. Maður nokkur leitaði einu sinni læknis og kvartaði yfir mögnuðum lífsleiðindum. Hann sagði, að heilsan væri í besta lagi að öðru leyti, atvinnan góð og það virtist engin sjerstök ástæða til þessa þunglyndis. Lækn- irinn sagði, að hann þyrfti að ná sjer til meiri skemt- ana, til þess að dreifa hugsununr hans frá sjálfum hon- um og ráðlagði honum að lesa einhverja hrífandi skáldsögu. En maðurinn var búinn að reyna það. »Jæja, þjer ættuð þá að fara á gamanleik og sjá hvort það hrífur ekki.« Nei, hann var búinn að reyna það líka. »Pá er aðeins eitt, sem jeg get ráðlagt yður, og ef það hjálpar yður ekki, þá getjeg ekki gert meira fyrir yður. Pjer eigið að fara í leikhúsið þar sem X . . . , hinn frægi skrípaleikari skemtir fólkinu. Jeg skal ekki trúa því, ef þjer þjáist af þunglyndi, þegar þjer hafið hlust- að á hann.« »Æ,« sagði maðurinn með mestu hrygð, „jeg er einmitt þessi skripaleikari!“ Kæti og hlátur eru oft gríma, sem felur þunglyndi hjartans. Það er furðanlegt, að svo margt fólk ímynd- ar sjer, að dálítill glaðningur geti fullnægt hinni eilífu sál, sem býr í hverjum einum af oss. Nei! ekkert ann- að en hin óviðjafnanlega gleði Krists, — hið svalandi vín hininaríkis, — gefur mönnum fullnægju fyrir sálina. Æ! hvílíkir heimskiugjar eru menn, að þeir taka ekki á móti þessan gjöf, þar sem hún stendur þeim til boða. JNORÐURLJÓSIÐ kemur út einusinni á mánuði, og verð- ur 96 blaðsíður á ári. Árgangurinn kostar 50 aura og borgist fyrir fram. Menn mega senda útgefandanum verð- ið í ónotuðum frímerkjum. Verð í Vesturheimi, 30 cents. Ritstjóri og útgefandi: /trfhur Gook, Akureyri. (Afgreiðslumaður blaðsins á ísafirði er hr. James L.Nisbet.) Prentsmiðja Odds Björnssonar-

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.