Norðurljósið


Norðurljósið - 01.12.1913, Qupperneq 1

Norðurljósið - 01.12.1913, Qupperneq 1
JMorðurljósið — JVIÁNAÐARLEGT HEIMILISBLAÐ — * • 11. árg. * Desember 1913 • !2 SAOA OULLNEMANS. Jeg fór til Alaska (í Norð-vestur-Ameríku) til að leita gulls árið 1898, og fór frá h.eimili mínu fullur syndar og vantrúar. Jeg ofsótti Ouðs fólk eins og Páll postuli af öllum huga og af öllurn mætti. Áður en jeg fór á stað, kom litla dóttir mín og spurði mig hvort mig langaði ekki'til að hafa nýja testamentið nieð mjer. Jeg sagði, nei; jeg hafði ekkert með nýja testa- mentið að gera. Flestir á skip- inu voru eins og jeg, spiltir og drykkfeldir, og vjer eyddum tím- anum með drykkjuskap, þangað til vjer komum til Skag- way, þarsem vjer fórum í Iand 4. marts. Það voru hjer um bil 160 manns; þaðan lögðum vjer upp í leiðangur vorn inn í landið með handsleða. Jeg settist að, með fáeinum öðrum, á stað sem hjet »Fjöru- tíu-mílna vík«. Hjer fór jeg að grafa eftir gulli og þegar vetra tók bjó jeg um mig í gömlum kofa, og ætlaði rnjer að halda til í honum um veturinn. Jeg hafði gamlan mann með mjer í kofanum, en jeg var svo lundleiður, að við gát- um ekki búið sa man, því mjer fanst hann vera sá leið- inlegasti maður sem jeg hefði nokkurntíma kynst. Úr- slitin urðu þau að jeg bjó um mig í öðrum kofa og tók annan mann með mjer, sem var kaþölskur, oghafði verið sendur norður til Alaska, til að sjá hvort hann vendist þar ekki af ofdrykkju, því að hann var sífull- ur, ef hann gat náð í áfengi. Skömmu síðar kom maður frá öðrum stað og settist að skamt frá mjer. Hann var heitur andatrúarmaður og vantrúaður á ritninguna og Krist. Pessumfmanni bauð jegaðkoma til mín á kvöld- in og tók hann því vel. Viðkom- um saman á hverju kvöldi og byrjuðum fljót- lega á því, að halda andatrúar- fundi og hafa mök við anda myrkranna. Við gerðum þetta í margar vikur, þangað til einn af fjelögum mínum varð veik- ur. Pá fór jeg að skoða ofan í meðalakistu mína. Þegar jeg opnaði hana, varð jeg hissa á að sjá lítið ein- tak afnýjatesta- mentinu i henni. Jeg tók hana upp og sá að nafn dóttur minnar var rit- að á saurblaðið. Einn af fjelögum mínum spurði hvað það væri, og jeg sagði: »Það er testamenti, sem hún Florence litla hefur Iátið í kistuna.* )eg komst við, en Ijet sem jeg vildi ekki líta í bókina. Þegar maðurinn var búinn að skoða hana, tók jeg hana samt aftur, því mjer fanst jeg ætti að geyma hana vegna dótturminn- ar, þó ekki væri það vegna innihaldsins. Þessi mikla brú var opnuð til yfirferðar árið og stendur 135 feta hátt yfir Brooklyn-brú. iggur á milli New-Yorks og Brooklyns á Long Island, og 8S3, Er hún 5989 fet á lengd, 85 fet á breidd vatninu.

x

Norðurljósið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.